Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 22
Hluti af húsinu var innréttaður fyrir Golf-
klúbb Reykjarvíkur árið 1995 og hefur
klúbbhúsið verið í stöðugum endurbótum
alla tíð síðan. Í dag er í aðstöðunni að finna
skrifstofu klúbbsins og æfingaaðstöðu
ásamt tveimur veitingasölum.
Golfskálinn í Grafarholti var upphaflega
byggður árið 1963 en endurinnréttaður ár-
ið 2001. Veitingasalurinn er glæsilegur og
er þar frábært útsýni yfir Grafarholtsvöll
og höfuðborgina.
Golfskálarnir á Korpu og í Grafarholti
gegna mikilvægu hlutverki í starfi Golf-
klúbbs Reykjavíkur sem félagsheimili fyrir
meðlimi ásamt því að taka á móti og þjón-
usta gesti og gangandi sem vilja kynna sér
starfsemi GR.
Veitingasala er rekin yfir golftímabilið
og eru golfskálarnir þá opnir frá morgni til
kvölds. Eru allir velkomnir, hvort sem það
eru kylfingar eða aðrir gestir. Breytilegur
matseðill er frá degi til dags og er stað-
urinn með vínveitingaleyfi. Hægt er að
panta borð fyrir stærri hópa og er gott að
gera það með fyrirvara.
TrackMan í Básum
Æfingasvæði Bása í Grafarholti býður upp
á fjölbreytta möguleika til golfæfinga. Á
síðasta ári var tekin í notkun ný bylting-
arkennd tækni til þess að greina högg frá
kylfingum úr öllum básum á fyrstu og ann-
arri hæð æfingasvæðisins. Um er að ræða
svokallað TrackMan Range, en það er rad-
arbúnaður sem getur lesið boltaflug úr 50
básum samtímis. Með því að hlaða niður
smáforriti í síma geta kylfingar lesið úr
forritinu hvað boltinn fer langt, en einnig
hve hratt og hátt hann flýgur.
Á svæðinu eru nokkur skotmörk sem
hægt er að slá á og fá endurgjöf um hversu
nálægt skotmarkinu boltinn lendir. Í boði
eru nokkrir leikir þar sem kylfingar geta
keppt í að hitta sem næst skotmörkum eða
keppt um hver slær lengst. Fyrir utan
höggæfingasvæðið Bása eru bæði pútt-
flatir, vippflatir og 6 holu æfingavöllur sem
hentar vel fyrir stutta spilið. Svæðið býður
upp á fjölbreyttar æfingar og leiki jafnt
fyrir byrjendur sem lengra komna.
H
já GR er eitt besta aðgengi að
golfiðkun á höfuðborgarsvæðinu.
GR býður upp á tvo glæsilega
golfvelli, á Korpúlfsstöðum og í
Grafarholti. Á Korpúlfsstöðum
er 27 holu völlur og er alltaf hægt að bóka
sig á annaðhvort 9 eða 18 holu hring. Í
Grafarholti er einn elsti golfvöllur lands-
ins, sem er bæði skemmtilegur og krefj-
andi, og er boðið upp á að spila þar 18 hol-
ur.
Félagsstarf klúbbsins er öflugt allt árið
um kring og ættu allir aldurshópar að finna
eitthvað við sitt hæfi. Í klúbbhúsum okkar
er boðið upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir
félagsmenn sem og aðra gesti og er að-
staðan til fyrirmyndar. Tilvalinn staður til
að kynnast nýju fólki og stunda hreyfingu
og útivist á sama tíma. Á okkar snærum er
að finna menntaða PGA-golfkennara sem
sjá meðal annars um golfkennslu fyrir fé-
lagsmenn ásamt því að stýra gríðarlega
metnaðarfullu barna- og unglingastarfi fé-
lagsins.
Félagsstarf GR
Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur er öflugt fé-
lagsstarf rekið allt árið um kring sem nær
hámarki yfir sumartímann þegar vellir fé-
lagsins blómstra. Kylfingar á öllum aldri
geta fundið eitthvað við sitt hæfi yfir vetr-
artímann til að viðhalda golfáhuganum,
hvort sem um er að ræða æfingar barna og
unglinga, púttmótaraðir karla og kvenna,
öldungastarf, mótahald eða golfnámskeið.
Kvennastarf
Kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur er
ávallt með eitthvað á prjónunum, en þær
sjá til þess að kvenkyns kylfingar klúbbs-
ins hafi eitthvað fyrir stafni allt árið um
kring. Starfið hefst á ári hverju með pútt-
mótaröð kvenna sem leikin er frá janúar og
fram í mars og lýkur með skemmtikvöldi
þar sem Púttmeistari GR kvenna er krýnd-
ur. Þegar golftímabilið hefst er svo leikin
sumarmótaröð GR kvenna sem lýkur í
ágúst. Skipulagðar eru vor- og haustferðir
og fræðslukvöld auk þess sem haldin eru
golfmót sem ætluð eru konum.
Eldri kylfingar
Eldri kylfingar klúbbsins eru iðnir við að
halda golfiðkun sinni gangandi, sama hvað
árstíðunum líður. Á undanförnum árum
hefur öldunganefnd haldið mótaraðir yfir
sumartímann sem ætlaðar eru kylfingum
50 ára og eldri. Vetrarstarf er einnig öflugt
hjá eldri kylfingum klúbbsins, margir
mæta alla daga og pútta og er meðal ann-
ars haldið bingó einu sinni í mánuði.
Golfskálar
Korpúlfsstaðir eru sögulegt hús sem var
upphaflega byggt árið 1930 af Thor Jensen.
Hvað er í boði fyrir meðlimi?
Fyrsta flokks aðstaða í klúbb-
húsunum
Ljósmynd/GR
Frá Grafarholtsvelli.
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020
G
olfklúbbur Reykjavíkur er fjöl-
mennasti golfklúbbur landsins. Fé-
lagsstarfið er með fjölbreyttum
hætti. Hvað keppni varðar innan
klúbbsins má nefna að árlega er
haldin holukeppni fyrir kylfinga þar sem há-
marksfjöldi keppenda er 128 manns. Í þessari
keppni er keppt með forgjöf og er mótið bæði
fyrir karla og konur. Ný umferð byrjar á
tveggja vikna fresti og stendur keppnin því
yfir allt sumarið.
Önnur keppni sem stendur allt sumarið er
liðakeppni GR. Þar er um að ræða eins konar
sveitakeppni innan klúbbsins. Á síðasta ári
voru 20 lið sem léku í fjórum riðlum þar sem
öll liðin mættust innbyrðis og tvö liðanna
komust áfram í 8 liða úrslit. Síðan er leikið
með útsláttarfyrirkomulagi þar til keppni lýk-
ur með úrslitaleik.
Eitt sem er einkennandi í GR eru hinir fjöl-
mörgu hópar sem leika saman í hverri viku.
Þetta eru gjarnan 8-20 manna hópar sem eiga
sína föstu golfdaga og keppa sín á milli í holu-
keppni, höggleik, punktakeppni eða hverju
sem fólki dettur í hug. Margir þessara hópa
fara saman í golfferðir erlendis. Þá eru marg-
ir þessara hópa sem setja upp eins konar Ry-
der-keppni sín á milli.
Elítan
Einn þessara hópa kallar sig Elítuna og blaðið
tók Brynjar Jóhannesson stuttlega tali en
hann mun vera í forsvari fyrir hópinn. Hve
lengi hefur hópurinn verið starfandi?
„Elítan er stofnuð 2011 með það að mark-
miði að hittast vikulega og bæta sig í golfi. Við
erum tuttugu félagar í Elítunni og er það
virkilega samheldinn hópur sem spilar alloft
fyrir utan venjulega leikdaga. Við leggjum
mikið upp úr því að vera vel til fara og kaupir
Elítan fatnað frá Footjoy á hverju ári sem er
ávallt merktur Elítunni.“
Brynjar segir þá félaga keppa átján sinnum
yfir sumarið og geta menn notað þau ellefu
skipti þar sem þeim tókst best upp. „Vikulega
keppum við í punktakeppni en þess utan er
keppt í holukeppni en sú keppni verður að
fara fram utan venjulegra leikdaga. Mótin eru
átján talsins yfir sumarið og ellefu bestu
gilda. Við erum líka með keppni án forgjafar
til að verðlauna snjallasta kylfinginn. Einnig
er keppni um hver fær flesta fugla á mótaröð-
inni en í fyrra vannst sú keppni með 47 fugl-
um.“
Félagarnir hafa ýmislegt fleira fyrir stafni
og fara til að mynda saman til útlanda til að
sinna áhugamálinu.
„Elítan hefur keppt við keppnishóp sem
kallar sig FH. Síðan höfum við verið með í
hópakeppni GR síðustu ár. Við förum til út-
landa á tveggja ára fresti og síðast var farið
til Bretlands. Þetta hafa verið cirka fimm
daga ferðir og mikið golf og mikil gleði í þess-
um ferðum. Fámennastir í ferð höfum við ver-
ið sextán en við höfum náð því að ferðast allir
tuttugu saman erlendis sem er alveg frá-
bært,“ segir Brynjar.
Ljósmynd/GR
Tuttugu manna hópur sem spilar vikulega
Félagsstarfið hjá GR tekur á sig
margvíslegar myndir
Bílastæði
Æfingaaðstaða
Búningsklefar
Sturtur
Frítt Wi-fi
Skápageymsla
Golfverslun
Veitingasala
Golfbílageymsla.
Aðstaða sem
boðið er upp á í
og við klúbbhús