Bæjarins besta - 06.01.1987, Page 1
6. JANÚAR 1987
4. ÁRGANGUR
H-PRENT SF.
BLAÐAÚTGÁFA,
ÖLLALMENN
PRENTÞJÓNUSTA.
- .-.u
íþróttamaður ísafjarðar 1986
Helga Sigurðardóttir
íþróttamaður ísafjarðar 1986 var
kosin sundkonan Helga Sigurðar-
dóttir.
Helga hefur æft sund um sex ára
skeið. Nú er hún önnur besta
sprettsundkona landsins. Hún hefur
öðlast fastan sess í landsliði íslands i
sundi. Á síðastliðnu ári keppti hún
tvisvar með landsliðinu. Annars
vegar í Kalottkeppninni sem nú fór
fram í Finnlandi og (sland vann í
fyrsta sinn,_ og hins vegar í lands-
keppni (ísland-írland-Luxemburg)
sem fram fór í Ulster á Norður-írlandi
í júní.
Með sundsveit stúlkna í Vestra
hefur Helga Sigurðardóttir sett
fjölmörg islandsmet í boðsundum.
Að sjálfsögðu var hún í sigurliði
Vestra sem varð efst í 1. deild SSÍ í
vetur.
Helga hefur flest stig einstaklinga á
Vestfjörðum samkvæmt alþjóðlegri
stigatöflu um árangur í sundi. Hún á
öll Vestfjarðamet í skriðsundi oq fiór-
sundi.
Helga Sigurðardóttir er fjölhæf
sundkona, stundar æfingar mjög vel
og er einbeitt og ákveðin.
Forseti bæjarstjórnar ísafjarðar
afhenti Helgu farandbikar íþrótta-
manns ísafjarðar í hófi er bæjarstjórn
hélt í Félagsheimilinu í Hnífsdal
daginn fyrir gamlársdag. Einnig fylgir
sæmd þessari viðurkenningarskjal
og nokkur peningaupphæð.
H-Lúx gæðaframköllun
Ef þú vilt filmunni þinni það besta
velurðu H-Lúx framköllun
POLLINN HF ■ Verslun sími 3792 — Raf þjónusta sími 30921
0