Bæjarins besta - 06.01.1987, Page 4
4
BÆJARINS BESTA
Aramót
Um áramót rifja menn gjarnan
upp atburði liðins árs og rýna í
framtíðina.
Sjómennska — Fisk-
vinnsla — Fórnir
Árið 1986 var Vestfirðingum
að mörgu leyti gott. Afli var góður
og útflutningur gámafisks og sigl-
ingar skipa utan með afla færðu
sjómönnum góðar tekjur.
Skömmu fyrir jól tók Ægir fórnir
sínar úr hópi vestfirskra sjó-
manna. Slíkir atburðir snerta alla
mjög djúpt. Öllum aðstand-
endum þeirra sem saknað er af
Tjaldi eru færðar dýpstu
samúðarkveðjur. Þetta válega
slys ásamt því að Suðurland fórst
tæplega 300 mílur austnorð-
austur af Langanesi og strandi
breska skipsins Synetu hljóta að
vekja okkur öll til umhugsunar
um öryggismál sjómanna. Án
sjósóknar fær þjóð okkar ekki
þrifist á íslandi. Engum blöðum
er um það að fletta að sjósókn og
fiskveiðar eru undirstaða byggð-
ar á Vestfjörðum.
Þrátt fyrir velsæld sjómanna
verður ekki sagt að fiskverkunar-
fólk í landi hafi notið góðs af í
sama mæli. Byggð á Vestfjörðum
á í vök að verjast. Þar kemur
margt til. Einkum hafa Suðureyri
og Flateyri átt við fólksfækkun að
etja. Tölur um íbúafjölda lands-
manna liggja enn ekki fyrir. Hitt
kann að vera, að lakari launakjör
í fiskvinnslu og ótryggari atvinna
eigi hér einhvern þátt að.
Verkfall sjómanna.
Á sama tíma og kjör sjómanna
virðast góð boða þeir nú til verk-
falls. Því miður virðast hvorki sjó-
menn né útgerðarmenn ætla að
gefa nokkuð eftir. Eitt virðast þó
báðir aðilar sammála um, að
reyna að halda skipum á sjó
þegar verkfall gengur í garð.
Sjálfsagt er afstaða manna eitt-
hvað mismunandi. En óvenju
mörgum skipum er ætlað að
landa erlendis á næstu dögum
og vikum. Það skyldi þó aldrei
vera að áhugi sjómanna á verk-
falli sé minni í raun heldur en
ætla mætti við fyrstu sýn. Enda
er það tæpast í anda sjósóknar
að fara í verkfall.
Ágreiningur virðist vera all-
mikill í hópi útgerðarmanna
vegna verkfallsboðunar. Töluvert
hlýtur að þurfa til að formaður
félags þeirra sjái sig knúinn til að
segja af sér leiðtogahlutverkinu.
Það er Ijóst að dragist verkfall
sjómanna á langinn hefur það
mikil áhrif á þjóðlífið og þau áhrif
verða ekki síst merkjanleg á
Vestfjörðum.
Kosningar að baki
— kosningar framundan
Nýliðið ár var kosningaár.
Sveitarstjórnarkosningar fóru
fram síðasta dag maímánaðar.
Um úrslit þeirra eru sjálfsagt
skiptar skoðanir. En það er
makalaust hvernig flokksbrodd-
arnir geta lesið allt gott út úr
niðurstöðunni, hvort sem flokkar
þeirra eru í vörn eða sókn.
Sennilega er það markverðast
að í heildina tekið töpuðu ríkis-
stjórnarflokkarnir fylgi og Alþýðu-
flokkur sótti á.
Hins vegar varð veldi Sjálf-
stæðisflokks ekki hnikað í
Reykjavík og þeim nágranna-
bæjum þar sem tök hans hafa
verið sterkust.
Niðurstöður sveitarstjórnar-
kosninganna hafa margir viljað
túlka sem stórsókn Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Þó
verður ekki séð að stefnu hans
hafi orðið sérstaklega vart þar
sem fylgismenn hans hafa
komist til valda. Vandamál
sveitarfélaganna hafa ekki orðið
auðleysanlegri að loknum kosn-
Tilboð óskast
Tilboð óskast í DAIHATSU CHARADE í því
ástandi sem hann er í eftir tjón.
Upplýsingar gefur Jón Halldórsson.
PÓLUNN HF.
mú SÍMI 3092
ingum.
Nú styttist óðum í alþingis-
kosningar. Menn telja sig hafa
séð „skriftina á veggnum". Þar
standi væntanlega sú stefnu-
breyting, sem sést hafi 1. júní
síðastliðinn er talið var upp úr
kjörkössum. Auðvitað er alltaf
vandi að spá um óorðna hluti.
Kosningareglum hefur verið
breytt, þingmönnum hefur verið
fjölgað, mest á Reykjanesi og í
Reykjavík, en ekki í fámennari
kjördæmum ef frá er talið tvennt.
Fjölgun verður í Norðurlandi
eystra um einn og svo er ,,hlaup-
arinn“ eftir. Hann er talinn munu
lenda hjá ,,smáflokki“. Væntan-
lega verður einum flokki færra í
framboði, a.m.k. á Alþingi.
Bandalag jafnaðarmanna kom
,,heim“ með eftirminnilegum
hætti á árinu. Þeir sem eftir sitja
munu tæpast hafa bolmagn til
framboðs, a.m.k. má telja víst að
þeir nái ekki þingmönnum
kjörnum. Kvennalistinn virðist
ekki á förum.
Nýir þingmenn
Vestfirðinga
Líklegt má telja að annar hvor
þeirra Péturs Bjarnasonar eða
Kristins H. Gunnarssonar sitji
sem nýr fulltrúi Vestfirðinga að
loknum kosningum á Alþingi.
Pétur náði góðum árangri í
skoðanakönnun Framsóknar-
flokks og Kristinn hjá Alþýðu-
bandalagi. Sá síðarnefndi heldur
þar áfram á braut sem virðist
hafa verið mörkuð í sveitar-
stjórnarkosningum. Fremur ólík-
legt virðist að aðrir komi til greina
sem nýir þingmenn ef tekið er
mið af framsókn krata í fyrra.
Þjóðarhagur 1S87
Allar ytri aðstæður gefa til kynna
bættan efnahag á árinu. En
ýmislegt getur breytt þróuninni.
Ef verkfall sjómanna verður lang-
vinnt kann það að hafa áhrif til
hins verra. Svo verður þó von-
andi ekki.
Bág staða dollara kann að
gera okkur einhvern óleik. En
það sem á veltur kann að vera
niðurstaða alþingiskosninga,
ríkisstjórnarmyndun í framhaldi
af því og sú stjórnarstefna sem
verður mótuð og fylgt.
Vestfirðingar eiga mikið undir
því að ríkisstjórn og Alþingi veiti
okkur rýmra frelsi í sjósókn
þannig að þau gæði sem við
höfum aðgang að komi fjórð-
ungnum að fullum notum. Jafn-
framt er Ijóst að taka þarf tillit til
sérstöðu okkar frekar en gert
hefur verið.
Verði það er ekki annað að sjá
að hagur Vestfirðinga verði
góður á byrjuðu ári.
Gleðilegt nýtt ár og megi árið
verða öllum farsælt.
Kaupfélag ísfirðinga
Matvöruverslanir
Við eigum ávallt til allar
almennar matvörur
Gerið verðsamanburð
Það er ykkar hagur
Verið velkomin
Gleðilegt ár!
Matvöruverslanir
Kaupfélags Isafjarðar