Bæjarins besta - 06.01.1987, Side 5
5
BÆJARINS BESTA
Lífið er vídeó og spilað hratt!
Síðbúnar myndir úr Vídeohöllinni
Elstu menn muna eftir kross-
gátukvikindi sem birtist hér í
blaðinu í lok septembermánaðar
anno Domini MCMLXXXVI (á því
herrans ári 1986). Fljótlega var
dregið um verðlaun, sem voru
myndbönd að láni hjá Vídeo-
höllinni við Norðurveg (í Hæsta-
kaupstað). Örn Sveinbjarnarson
fékk þrjátíu spólur, en Linda
Steingrímsdóttir tuttugu.
Nú á bak jólum varð loksins af
því að við tækjum myndir af
hinum lukkulegu, ásamt Stein-
þóri Kristjánssyni (Dúa) eiganda
Vídeohallarinnar.
Óhætt er að segja að hratt flýr
stund!
Linda Steingrímsdóttir með tuttugu spóiur, og Dúi horfir á með vel-
þóknun.
Örn Sveinbjarnarson fer iétt með þrjátíu spólur.
SKRIFSTOFUSTARF
Óskum eftir að ráða starfsfólk til skrifstofu-
starfa sem allra fyrst. Um er að ræða fullt
starf.
Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja
reynslu af tölvuvinnu. Allar nánari upplýsingar
veittar á staðnum.
Vélsmiðjan Þór h.f.
Sími 3711
Stakkanes. Húsin verða
tilbúin undir tréverk og frá-
gengin að utan í október 1987.
Húsin eru 174,5 ferm. brúttó. Á neðri hæð
er anddyri, þvottahús, forstofa, 3 svefn-
herbergi, bað og gestasnyrting. Á efri hæð
er eldhús, borðstofa og stofa. í bíla-
geymslu sem er 29,6 ferm er geymsla. Auk
þess er garðstofa sem er 13 ferm.
Búið er að steypa sökkla og plötur. Verð
húsanna er kr. 3.850.000 (verðtryggt). Út-
borgun kr. 500.000.
Hámarkslán Húsnæðisstofnunar er nú 2.362.000.
Við kaup í annað sinn
kr 1630000 G. Þórðarson
Sunnuholti 1
Sími 3888