Vísbending - 11.09.2020, Page 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun ISSN 1021-8483
V Í S B E N D I N G • 3 3 . T B L . 2 0 2 0 1
Gylfi Zoega skrifar
um efnahagsástandið
á Íslandi miðað við
önnur lönd
Áherslu ætti að leggja
á að styðja við þá sem
hafa misst vinnuna í
þessari kreppu
Daði Már Kristófers son
skrifar um
atvinnuleysisbætur
Hverjir verða
nýir hluthafar
Icelandair?
11. september 2020
33. tölublað
38. árgangur
Hugleiðingar um efnahagsástandið
1 Finnland er þó sér á báti með einungis 3,2% samdrátt.
2 Sjá upplýsingar um innflutta ferðaþjónustu á vef Hagstofunnar.
3 Sjá https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/08/14/Efnahagsleg-sjonarmid-vid-akvordun-um-umfang-sottvarnaadgerda-a-landamaerum/.
Staða efnahagsmála er ekki góð um þessar mundir. Verg landsframleiðsla (VLF) dróst saman tvo ársfjórðunga í röð á
fyrri hluta þessa árs og var samdrátturinn á
öðrum ársfjórðungi 9,3% frá sama ársfjórðungi
árið 2019. Það er mesti samdráttur sem mælst
hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust
á tíunda áratuginum. Samdrátturinn stafaði
bæði af hruni ferðaþjónustu en einnig af því
að samkomubann hafði áhrif á eftirspurn og
framboð ýmis konar þjónustu innan lands.
Góðu fréttirnar eru þær að við nánari
athugun á nýjustu tölum Hagstofunnar kemur
í ljós að samdráttur á fyrri helmingi ársins var
heldur minni en spáð var af Seðlabankanum
við síðustu vaxtaákvörðun í ágúst. Samdráttur
VLF var 5,7% en búist hafði verið við því
að hann yrði 6,2%. Þetta skýrist einkum af
því að einkaneysla og fjárfesting drógust ekki
eins mikið saman og búist hafði verið við.
Einkaneysla dróst saman um 4% og fjárfesting
um 8,5% á meðan samneysla jókst um 2,5%.
Þjóðarútgjöld drógust aðeins saman um 2,4%.
Gríðarlegar breytingar urðu hins vegar
á útflutningi og innflutningi. Útflutningur
dróst saman um 28,6%, einkum vegna fækk-
unar erlendra ferðamanna, og innflutningur
dróst saman um 22,9%, einkum vegna fækk-
unar ferða Íslendinga til útlanda og einnig
vegna þess að ekki þarf að flytja inn aðföng í
innlenda ferðaþjónustu í sama mæli og áður.
Samdráttur í víðara samhengi
Þótt samdráttur hafi verið mikill þegar ferða-
menn hurfu á braut á öðrum ársfjórðungi þá
hafði vöxturinn verið mikill árin á undan,
samhliða mikilli fjölgun þeirra. Myndin hér
að neðan sýnir verga landsframleiðslu á föstu
verðlagi (verðlag fyrsta ársfjórðungs 1995).
Takið eftir að landsframleiðsla er rúmlega
tvöfalt meiri á öðrum ársfjórðungi 2020 en
hún var á fyrsta ársfjórðungi ársins 1995 og
svipuð og í toppi síðustu uppsveiflu árið 2008.
Í alþjóðlegum samanburði er samdráttur-
inn hér á landi á öðrum ársfjórðungi ekki sér-
lega mikill. Hann er minni en í fjölda ríkja og
aðeins hærri en á hinum Norðurlöndunum.1
Vel tókst til í sóttvörnum hér á landi í vor
og skýrir það að hluta minni samdrátt lands-
framleiðslu en í Bretlandi og Suður Evrópu. En
hvað getur útskýrt það að 28,6% samdráttur
útflutnings valdi engu að síður ekki meiri
samdrætti framleiðslu en þau 5,7% sem er
samdráttur VLF á fyrstu sex mánuðum ársins?
Svarið felst í því að innflutningur dróst einnig
saman um 22,9% sem þýðir þá að innlend
einkaneysla (neysluútgjöld innan lands þegar
innfluttar vörur eru frátaldar) hefur aukist.
Hagkerfið varð fyrir áfalli þegar erlendir ferða-
menn hættu að koma til landsins en það fékk
búhnykk þegar Íslendingar fækkuðu utan-
landsferðum sínum og beindu eftirspurn sinni
að innlendum vörum og þjónustu.
Innlend eftirspurn mildar áfall
Íslendingar taka ekki bara á móti mörgum
erlendum ferðamönnum heldur ferðast þeir
einnig mikið erlendis og eyða þá margfalt
meiru hver í vörur og þjónustu en hver
erlendur ferðamaður skilur eftir hér á landi.
Árið 2019 keyptu Íslendingar vörur og þjón-
ustu erlendis fyrir um 200 milljarða króna
– þetta er innflutt ferðaþjónusta2 – á meðan
virðisauki af hverjum hinna tveggja milljóna
erlendra ferðamanns var um 100 þúsund
krónur skv. útreikningi fjármálaráðuneytisins.3
Myndin hér að neðan sýnir útflutta og
innflutta ferðaþjónustu á Íslandi. Á Ítalíu,
svo dæmi sé tekið, væri gula súlan lægri en á
Íslandi, það er að segja innflutt ferðaþjónusta,
á meðan sú gráa, sem er afgangurinn, væri
Gylfi Zoega
hagfræðingur
Mynd 1 Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla frá 1995-2020
(milljónir króna á verðlagi Q1 1995)
Vöxtur vergrar landsfram-
leiðslu frá Q2 2019 til Q2 2020
Heimild: Eurostat og Hagstofan
% %
Bretland -20,4 Þýskaland -10,1
Spánn -18,5 Bandaríkin -9,5
Frakkland -13,8 Ísland -9,3
Ítalía -12,4 Noregur -8,7
Belgía -12,2 Svíþjóð -8,6
Kýpur -11,6 Danmörk -7,4
Austurríki -10,7 Finnland -3,2