Vísbending


Vísbending - 11.09.2020, Side 2

Vísbending - 11.09.2020, Side 2
2 V Í S B E N D I N G • 3 3 . T B L . 2 0 2 0 hærri. Þegar bæði útflutt og innflutt ferða- þjónusta falla þá minnkar eftirspurn á Ítalíu meira en á Íslandi vegna þess að Ítalir ferðast minna erlendis en Íslendingar. Í ár verður mikið tekjutap vegna þess að mun færri erlendir ferðamenn koma hingað en árið 2019. En Íslendingar ferðast sjaldnar til útlanda og verja þá hærri upphæðum innan lands. Í júnímánuði var, skv. tölum fjármálaráðuneytisins, kortavelta Íslendinga innan lands 13 milljörðum meiri en í fyrra en hafði verið 10 milljörðum lægri á meðan á faraldrinum stóð í vor. Frá byrjun júlí hefur velta innlendra greiðslukorta innan lands verið ríflega 10% meiri að meðaltali en á sama tíma í fyrra. Þessi innlendu útgjöld fara sumpart til þess að greiða fyrir innflutning en mikið situr eftir hjá þjónustuaðilum og innflytjendum. Vaxtalækkanir Seðlabankans og aðrar aðgerðir til þess að auka útlán bankakerfisins hafa hjálpað innlendri eftirspurn. Minni tekjur ríkissjóðs og aukin útgjöld hafa einnig sveiflu- jafnandi áhrif með því að auka eftirspurn eftir vörum og þjónustu í samdrætti. En örvandi aðgerðir stjórnvalda hafa takmörkuð áhrif á nýt- ingu þeirra framleiðsluþátta sem þjóna einkum erlendum ferðamönnum. Áhrifin eru helst þau að Íslendingar ferðast meira innanlands. Myndin hér til hliðar sýnir hvernig eftir- spurn eftir sérvöru – raf- og heimilistæki, hús- búnaður, fatnaður og ýmis sérhæfð þjónusta – jókst á sumarmánuðum um tæplega 20% frá sumrinu 2019 og eftirspurn í dagvöru- verslun og stórmörkuðum jókst enn meira. Breytt mynstur eftirspurnar eftir inn- lendum vörum og þjónustu kemur fram í verðlagsþróun. Á meðan verð á ferðaþjónustu lækkar, t.d. flugfargjöld til útlanda og gisting, þá hækkar verð á mat og drykk, hreinlætis- vörum, heimilistækjum, fötum og skóm. Innlend eftirspurn hefur búið til upp- sveiflu í þeim hluta hagkerfisins sem ekki þjónar erlendum ferðamönnum. Eftirspurn eftir iðnaðarmönnum er mikil og verslun og þjónusta hefur notið jólavertíðar um mitt sumar. Í ferðaþjónustu hefur innlend eftirspurn komið á óvart en kemur þó ekki í veg fyrir rekstrarstöðvun fjölda fyrirtækja, uppsagnir og atvinnuleysi. Það er því lýsandi fyrir efnahagsástandið að segja að eftirspurn hafi flust til frá fyrir- tækjum sem einkum hafa þjónað erlendum ferðamanna til fyrirtækja sem selja vörur og þjónustu til Íslendinga en neyslumynstur Íslendinga er frábrugðið neyslumynstri erlendra ferðamanna. Á heildina er samt sam- dráttur eftirspurnar erlendra ferðamanna meiri en aukning innlendrar eftirspurnar Íslendinga en aukin innlend eftirspurn mildar áfallið. Staðan á vinnumarkaði Efnahagsvandinn felst annars vegar í því að heildareftirspurn hefur fallið við hrun ferðaþjónustunnar og hins vegar í því að það er of mikið fjármagn og vinnuafl bundið við fyrirtæki sem þjóna erlendum ferðamönnum og of lítið fjármagn og vinnuafl í fyrirtækjum sem þjóna Íslendingum. Við hrun ferðaþjónustu hefur atvinnuleysi vaxið. Atvinnuleysi var 7,9% í júlí en hafði verið 7,5% í júní og 7,4% í maí. Vinnumála- stofnun spáir að það muni hækka í 8,6% í ágúst og Seðlabankinn spáir að það muni ná 10% í árslok. En á móti kemur að atvinnuleysi í formi minnkaðs starfshlutfalls hefur lækkað Mynd 2 Ísland: Útflutt og innflutt ferðaþjónusta í milljörðum króna Heimild: OECD Mynd 3 Greiðslukortavelta eftir helstu útgjaldaflokkum (aukning frá fyrra ári) Mynd 4 Áhrif Covid-19 á undirliði vísitölu neysluverðs Heimild: Seðlabankinn og Rannsóknarsetur verslunarinnar. Heimild: Seðlabankinn (Peningamál) 1. Veitingahús, gisting, flutningar, pakkaferðir, tollfrjáls verslun, menning og afþreying, snyrting og ýmis persónuleg þjónusta. 2. Raf- og heimilistæki, húsbúnaður, fatnaður, önnur sérvara og ýmis sérhæfð þjónusta. 3. Dagvöruverslun og stórmarkaðir. framh. á bls. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.