Vísbending


Vísbending - 11.09.2020, Qupperneq 4

Vísbending - 11.09.2020, Qupperneq 4
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is Prentun: Kjarninn Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V Í S B E N D I N G • 3 3 . T B L . 2 0 2 0 framh. af bls. 2 Hver vill kaupa Icelandair? Áhugavert verður að fylgjast með hlutafjárútboði Icelandair Group í Kauphöllinni á miðvikudaginn, þar sem flugfélagið reiðir sig á aukningu hlutafjár um 20 milljarða króna svo að það geti lifað af yfirstandandi hremmingar. Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins sagði að áherslan verði lögð á að laða að sér íslenska fjárfesta í nýlegu viðtali við Viðskiptablaðið. Ljóst er að félagið von- ast til þess að smærri fjárfestar taki líka þátt í útboðinu, en lágmarksfjárhæðin til þess að kaupa hlutabréf hefur verið lækkuð úr 250 þúsundum króna niður í 100 þúsund. Hins vegar er ólíklegt að margir þeirra taki þátt í útboðinu. Fjárfesting í flugfé- lagi í miðjum heimsfaraldri sem ekki sér fyrir endann á er virkilega áhættusöm og ekki á færi allra, síst þeirra sem hafa minna fjármagn milli handanna. Mestu vonirnar eru því bundnar við stóru fjárfestana. Ríkisbankarnir tveir hafa skuldbundið sig til að kaupa hlut í félaginu fyrir allt að sex milljarða króna ef aðrir fjárfestar kaupa fyrir 13 milljarða. Lífeyrissjóðirnir eru líklegastir til að brúa þetta bil, en þeir eiga nú samtals um helming í Icelandair Group. Aftur á móti er alls ekki víst hvort þeir nái að kaupa nægilega mikið, þar sem fjárfestingarstefna þeirra leyfir ekki áhættusamar fjárfestingar nema að takmörkuðu leyti. Ekki er heldur augljóst hvort aðrir fjár- festar nái að bjarga útboðinu, fari svo að lífeyrissjóðirnir geti það ekki. Verðbréfa- sjóðir íslensku sjóðsstýringarfyrirtækjanna hafa ekki verið hrifnir af hlutabréfum í Icelandair hingað til, auk þess sem sam- anlögð stærð þeirra nemur aðeins rúmum 29 milljörðum, sem er litlu meira en stærð útboðsins. Því er enn leitað að væntanlegum hlut- höfum flugfélagsins þegar þetta er skrifað. Ef litlir og stórir fjárfestar í kauphöllinni sýna því engan áhuga þarf Icelandair að róa á önnur mið til að tryggja sér fjármagn fyrir reksturinn í framtíðinni. Ætli ríkið verði þá tilbúið að kaupa? alls fyrir löngu. Neikvæð áhrif atvinnuleysis á atvinnulausa og samfélagið í heild eru vel þekkt og rannsökuð. Þó svo hækkun atvinnuleysis- bóta muni hafa einhver vinnuletjandi áhrif er líklegt að jákvæð áhrif á skilvirkni vinnumark- aðar og áhrif á að draga úr áhrifum áfallsins á líf og framtíð einstaklinga séu meiri. Samfélagið þarf að bregðast við í samræmi við það. Svigrúm ríkissjóðs til tímabundinna mótvægisaðgerða er til staðar. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að nýta það með besta mögulega hætti svo lágmarka megi neikvæðu afleiðingarnar af þeim tímabundnu þrengingum sem við göngum nú í gegnum. Heimildarskrá við greinina má finna hér: https://kjarninn.overcastcdn.com/documents/ heimildaskra.pdf undanfarna mánuði. Það var 10,3% í apríl en 0,9% í júlí. Alls voru um 17 þúsund einstak- lingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í júlí. Myndin hér að ofan sýnir fjölda atvinnu- lausra eftir mánuðum frá janúar 2007 til júlí 2020. Atvinnuleysi var lágmarki í september 2017 en þá voru 3.655 skráðir atvinnu- lausir hjá Vinnumálastofnun. Það hefur farið hækkandi frá hausti 2018. Í nóvember 2018 voru 5.077 atvinnulausir, þeir voru orðnir 7.258 í apríl 2019, 8.299 í nóvember 2019 og 9.766 í febrúar 2020 áður en far- sóttin barst til landsins. Líkleg skýring vax- andi atvinnuleysis var hár launakostnaður í útflutningsgreinum sem smám saman rýrði eigið fé fyrirtækjanna og minnkaði atvinnu. Síðan varð mikil fjölgun atvinnulausra í mars eftir að farsóttin kom til landsins en þá voru 14.221 skráðir atvinnulausir og 16.443 í apríl en lítil fjölgun hefur orðið síðan. Taflan hér til hliðar sýnir almennt atvinnu- leysi Vinnumálastofnunar í hlutfalli af vinnuafli, atvinnuleysi tengdu minnkuðu starfshlutfalli og heildaratvinnuleysi síðustu mánuði. Takið eftir að heildaratvinnuleysi hefur farið lækk- andi frá því að það náði hámarki í apríl og almennt atvinnuleysi haldist nokkuð stöðugt þótt búist sé við því að það hækki nokkuð á næstu vikum.4 4 Skv. tölum Hagstofunnar dróst atvinnuþátttaka mikið saman í mars og apríl í ár en hækkaði svo í sumar. Hún var 82,2% í júlí á þessu ári en 83% í júli 2019. Hlutfall starfandi var 80,8% í júlí árið 2019 en var 78,0% í júlí 2020. Í júlí árið 2019 voru 145.200 við vinnu en sambærilegur fjöldi í júlí árið 2020 var 144.600. Lokaorð Efnahagsáfallið bitnar illilega á þeim sem missa vinnuna í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Mikilvægt er að í stjórnmálum sé hugað að því að milda þetta áfall. Varla getur talist sanngjarnt að efnahagsáfall sem stafar af náttúruhamförum bitni á 20 þúsund manns á vinnumarkaði á meðan aðrir búi flestir við óskert kjör. Með því að styðja við þá sem hafa misst vinnunna er eftirspurn aukin í hagkerfinu. Ríkissjóður jafnar sveiflur með hallarekstri á samdrátt- arskeiðum og afgangi í uppsveiflu. En við slíkar aðgerðir verður að gæta þess að hvati sé til atvinnuþátttöku. Mynd 5 Fjöldi atvinnulausra Heimild: Vinnumálastofnun Atvinnuleysi síðustu mánuði Almennt atvinnu- leysi (%) Atvinnuleysi vegna minna starfshlutfalls (%) Heildar- atvinnu- leysi (%) Janúar 4,8 0 4,8 Febrúar 5,0 0 5,0 Mars 5,7 3,5 9,2 Apríl 7,5 10,3 17,8 Maí 7,4 5,6 13,0 Júní 7,5 2,1 9,6 Júlí 7,9 0,9 8,8

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.