Vísbending - 13.11.2020, Side 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 2 0
Eiginfjárkröfur og breytingar á þeim
vegna COVID-19-farsóttarinnar1
Hvað er fjármálastöðugleiki og af hverju skiptir hann máli?
1 Í þessari grein er stuðst við skýrslu Alþjóðargjaldeyrissjóðsins Main operational aspects for macroprudential policy relaxation og grein Alþjóðlega greiðslubankans
Basel Committee coordinates policy and supervisory response to Covid-19.
2 Sjá frekar um fjármálasveifluna í riti Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleiki 2020/2.
Fjármálaáfallið 2008 undirstrikaði mikilvægi þess að seðlabankar horfi til fjármálastöðugleika sem sjálfstæðs
markmiðs til að stuðla að efnahagslegum
stöðugleika. Fyrir þann tíma höfðu margir
seðlabankar eitt markmið, að stuðla að stöð-
ugu verðlagi, og eitt stýritæki, vexti. Fjár-
málaáfallið varpaði ljósi á að stöðugt verðlag
eitt og sér tryggði ekki fjármálastöðugleika.
Í fjármálastöðugleika felst að fjármálakerfi
getið staðist áföll í efnahagslífinu og á fjár-
málamörkuðum en heilbrigt fjármálakerfi
er nauðsynleg forsenda hagvaxtar og virkrar
stefnu í peningamálum. Þjóðhagsvarúð snýr
að því að varðveita stöðugleika fjármálakerfis-
ins í heild með því að takmarka kerfisáhættu,
styrkja viðnámsþrótt fjármálastofnana og
lágmarka hættu á fjármálaáföllum. Til að
ná markmiðum þjóðhagsvarúðar geta seðla-
bankar beitt þjóðhagsvarúðartækjum sem eru
afar fjölbreytt. Dæmi um slík tæki eru eigin-
fjáraukar á fjármálafyrirtæki, aðrar aðgerðir
sem takmarka áhættutöku fjármálafyrirtækja,
hámark á áhættutöku einstakra lánþega og
takmarkanir á frjálsu fjármagnsflæði. Á
undanförnum árum hafa seðlabankar innleitt
margskonar þjóðhagsvarúðar- og eindarvar-
úðarreglur í gegnum Basel-regluverkið en
munur er á milli landa varðandi innleiðingu
þeirra.
COVID-19-farsóttin hefur haft áhrif á
ýmsa þætti sem snúa að fjármálastöðugleika.
Efnahagshorfur í heiminum versnuðu til
muna í kjölfar útbreiðslu veirunnar í byrjun
árs og dróst efnahagsstarfsemi saman. Tekjur
margra fyrirtækja drógust saman vegna ferða-
takmarkana, samkomubanns og afleiddra
áhrifa og atvinnuleysi jókst hratt á skömmum
tíma. Útlit er fyrir að baráttan við farsóttina
verði langdregnari en áður var gert ráð fyrir,
með neikvæðum áhrifum á stöðu heimila og
fyrirtækja og þar af leiðandi á útlánagæði
í fjármálakerfinu. Tekjufall meðal einstak-
linga og fyrirtækja dregur úr getu þeirra til
að greiða skuldir og eykur þannig útlánaá-
hættu fjármálafyrirtækja. Vandi fyrirtækja
er ekki aðeins bundinn við tekjusamdrátt
heldur munu mörg fyrirtæki koma mjög
skuldsett úr núverandi efnahagssamdrætti.
Aukin útlánaáhætta banka getur dregið úr
vilja þeirra til lánveitinga en nú þurfa mörg
fyrirtæki aukna fjármögnun til að yfirstíga
tímabundið tekjufall. Efnahagslægðin gæti
orðið dýpri ef fjármálafyrirtæki draga veru-
lega úr nýjum útlánum. Viðbrögð stjórnvalda
vegna áhrifa veirunnar hafa verið umtals-
verð þar sem þau hafa reynt að viðhalda
atvinnustigi og kaupmætti og seðlabankar
hafa aukið svigrúm fjármálafyrirtækja til
nýrra lánveitinga og endurskipulagningar á
áður veittum útlánum.
Slökun á aðhaldi fjármálastöðugleika-
og peningastefnu getur hreyft við eigna-
mörkuðum tímabundið og blásið lífi í
fjármálasveifluna á sama tíma og aðhald
fjármálastöðugleikastefnunnar er minna en
áður og þannig ógnað fjármálastöðugleika til
lengri tíma. Slíkar tilslakanir auka aðgengi
að ódýru fjármagni og geta hvatt til óhóflegs
skuldavaxtar. Hérlendis má sjá þessara áhrifa
gæta á fasteignamarkaðnum sem hefur haldist
kröftugur á tímum efnahagssamdráttar og
mikillar óvissu. Hagstæðari kjör húsnæðis-
lána ásamt stöðugum kaupmætti hafa aukið
eftirspurn heimila eftir óverðtryggðum
húsnæðislánum með breytilegum vöxtum.
Í slíkum aðstæðum eru heimilin sérstak-
lega berskjölduð fyrir vaxtahækkunum þar
sem lítil vaxtahækkun getur verulega aukið
greiðslubyrði lána.
Viðbrögð Seðlabanka Íslands
á sviði fjármálastöðugleika
við COVID-19
Seðlabanki Íslands hefur brugðist við efna-
hagslegum afleiðingum farsóttarinnar með
tilslökun á þjóðhagsvarúðarstefnu sinni.
Seðlabankinn lækkaði meðaltalsbindiskyldu
innlánsstofnana úr 1% niður í 0% til að
rýmka lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og
auka svigrúm þeirra til að bregðast við
breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.
Lausafjárhlutföll kerfislega mikilvægra
banka hækkuðu því á vormánuðum ársins.
Sveiflujöfnunarauki var afnuminn í mars er
hann var færður úr 2% niður í 0%. Sam-
hliða lækkuninni gaf bankinn til kynna að
eiginfjáraukinn yrði óbreyttur að minnsta
kosti í ár.
Eiginfjáraukar
Eiginfjáraukar teljast til þjóðhagsvarúðartækja
og eru þeir viðbótareiginfjárkrafa umfram lág-
markskröfu sem eftirlitsaðilar setja á fjármála-
fyrirtæki. Á grundvelli Basel-regluverksins
eru eiginfjáraukarnir fjórir; verndunarauki,
sveiflujöfnunarauki, eiginfjárauki vegna
kerfislægs mikilvægis og eiginfjárauki vegna
kerfisáhættu. Nokkur munur er á milli landa
varðandi það hvaða eiginfjáraukar hafa verið
innleiddir og hve langt hefur verið gengið
hvað töluleg viðmið varðar. Slökun á eigin-
fjárkröfum eykur svigrúm fjármálafyrirtækja
til að takast á við vænt útlánatöp ásamt því að
veita svigrúm til nýrra lánveitinga til heimila
og fyrirtækja.
Sveiflujöfnunarauki er breytilegur eig-
infjárauki sem ætlað er að mæta langtíma
sveiflutengdri kerfisáhættu. Eiginfjárauk-
ann á að byggja upp samhliða upptakti
fjármálasveiflunnar og búa þannig til svig-
rúm til lækkunar þegar sveiflan snýst. Fjár-
málasveiflan er samsettur mælikvarði sem
lýsir þróun ýmissa undirliða líkt og skulda-
sveiflu, húsnæðissveiflu og fjármögnunar-
sveiflu.2 Þegar sveiflutengd kerfisáhætta
raungerist er það hlutverk eftirlitsaðila að
aflétta kröfunni í heild eða að hluta til að
greiða fyrir lánsframboði og milda þannig
áhrif fjármálasveiflna á hagkerfi. Sveiflu-
jöfnunaraukinn getur numið 0 til 2,5% af
áhættugrunni en heimilt er að gefa auk-
anum gildi hærra en 2,5% gefi áhættuþættir
sem liggja til grundvallar því mati tilefni
til. Áhættugrunnur er reiknaður með því
að vega eignir banka með áhættuvogum í
samræmi við Basel-staðalinn.
Eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, kerfis-
áhættuauki, á að draga úr áhrifum af ósvei-
flutengdri, langtíma kerfisáhættu sem getur
haft neikvæðar og alvarlegar afleiðingar
fyrir fjármálakerfið og hagkerfið. Gildi
kerfisáhættuaukans getur numið 0 til 3%
af áhættugrunni. Á Íslandi hefur aukanum
verið beitt til að vega á móti kerfisáhættu
sem er tilkomin vegna sérkenna íslenska hag-
kerfisins, sem er lítið, útflutningsdrifið og
opið hagkerfi, með fáar útflutningsgreinar og
sjálfstæðan gjaldmiðil. Kerfisáhættuaukinn
er í dag 3% á Íslandi.
Verndunarauki er eiginfjárauki sem
Seðlabankinn getur ekki slakað á vegna
Kristín Arna
Björgvinsdóttir
hagfræðingur hjá fjármála-
stöðug leika sviði Seðlabankans