Vísbending


Vísbending - 13.11.2020, Side 3

Vísbending - 13.11.2020, Side 3
V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 2 0 3 Lækkun á sveiflujöfnunar- og kerfisáhættuauka frá ársbyrjunlögbundinna ákvæða, en bankar geta gengið á hann gerist það nauðsynlegt. Gildi aukans nemur 2,5% af áhættugrunni. Tilgangur verndunaraukans er að tryggja að fjármálafyrirtæki hafi eigið fé umfram lágmarkskröfu, sem hægt er að ganga á þegar álag er mikið. Gangi fjármálafyrir- tæki á hann þurfa þau í framhaldinu að skila áætlun til eftirlitsaðila um hvernig þau hyggjast endurbyggja aukann. Á meðan fjármálafyrirtæki leiðrétta stöðuna getur eftirlitsaðili takmarkað útgreiðslur í formi arðs eða kaupa á eigin bréfum. Af þessum sökum geta fjármálafyrirtæki verið hikandi við að ganga á aukann og leitað fyrst annarra leiða. Kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki eru þau sem geta vegna stærðar eða eðlis starf- semi sinnar haft áhrif á stöðugleika fjármála- kerfisins og raunhagkerfið. Eiginfjárauki vegna kerfislegs mikilvægis var kynntur til að styðja eiginfjárstöðu slíkra banka og draga þannig úr hættu á að erfiðleikar hjá þeim smitist yfir í önnur fjármálafyrirtæki eða út í hagkerfið. Gildi eiginfjáraukans getur numið allt að 2% af áhættugrunni. Með beitingu aukans er viðnámsþróttur kerfis- lega mikilvægra fjármálafyrirtækja styrktur. Hérlendis eru Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn taldir vera kerfislega mikil- vægir. Þar sem eiginfjáraukinn er settur á einstök fjármálafyrirtæki hentar hann verr fyrir kerfislægt álag. Hvernig hefur eiginfjárkröfum verið beitt vegna COVID-19? Nánast öll nágrannaríki Íslands hafa beitt þjóðhagsvarúðartækjum til að draga úr efnahagslegum afleiðingum COVID- farsóttar innar, en svigrúm til beitingar þeirra var mismunandi á milli landa við upphaf farsóttarinnar. Tilslökun á notkun þjóðhagsvarúðartækja getur stutt við efnahagsstarf semi og er það sérstaklega mikilvægt þegar svigrúm til vaxtalækkunar er takmarkað. Ríkin hafa mörg hver leitast eftir að lækka eiginfjár kröfur innlánstofn- ana og hafa því slakað á eiginfjáraukum þeirra. Þau ríki sem höfðu virkjað sveiflujöfn- unarauka á undanförnum árum hafa nú flest annað hvort fært hann niður að öllu leyti eða að hluta. Myndin sem fylgir þessari grein sýnir hvernig eiginfjáraukar í völdum ríkjum hafa verið lækkaðir sem viðbragð við farsóttinni. Svíþjóð, Ísland, Danmörk, Litháen, Írland, Bretland, Belgía, Frakk- land og Þýskaland hafa öll aflétt kröfu um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki og er hann því 0% í þessum löndum. Sjá má á myndinni hve hár sveiflujöfnunarauk- inn var í framangreindum löndum fyrir farsóttina. Í Noregi hefur aukinn verið lækkaður um 1,5 prósentustig og er hann nú 1%. Þó nokkur munur var á tölulegum gildum sveiflujöfnunaraukans á milli þeirra landa sem höfðu virkjað hann. Þess vegna var það svigrúm sem fjármálafyrirtæki fengu með afléttingu aukans mismunandi á milli ríkja. Þau ríki sem höfðu ekki innleitt sveiflu- jöfnunarauka eða stillt gildi hans í 0% þegar faraldurinn skall á hafa mörg hver brugðist við með því að lækka aðra eigin- fjárauka. Í Póllandi var kerfisáhættuauki lækkaður úr 3% í 0%. Í Finnlandi var kerfisáhættuauki lækkaður úr 1% í 0% og eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki var lækkaður úr 2% í 1% fyrir OP-Group. Í Hollandi var gripið til þess að lækka kerfisáhættuauka mismikið á milli stofnana. Fyrir tíma COVID-19 var kerfisáhættuauki 3% fyrir fjármála- stofnanir í Hollandi en í mars var hann lækkaður í 2,5% fyrir ING Bank, 2% fyrir Rabobank og 1,5% fyrir ABN Amro. Þar að auki var eiginfjárauki vegna kerfislegs mikilvægis lækkaður úr 2% í 1,5% fyrir ABN Amro en var óbreyttur í 2% fyrir ING Bank og Rabobank. Lokaorð Þjóðhagsvarúðartæki hafa verið inn- leidd víða um heim, bæði fyrir eigið fé og laust fé, frá fjármálaáfallinu 2008. Í kjölfar COVID-19-faraldursins hefur nú verið slakað á mörgum þeirra í fyrsta sinn. Seðlabankar hafa brugðist við efna- hagslegum afleiðingum farsóttarinnar með veigamiklum aðgerðum, en beiting þjóðhagsvarúðartækja hentar vel til að bregðast við kerfislegum áföllum og til sveiflujöfnunar. Eftirlitsaðilar hafa slakað á eiginfjáraukum til að auðvelda banka- kerfinu að takast á við vænt töp ásamt því að auka svigrúm til nýrra lánveitinga til heimila og fyrirtækja. Nágrannaríki Íslands höfðu gengið mislangt í innleiðingu á eig- infjáraukum sem varð til þess að svigrúm til beitingar þeirra var mismikið á milli landa við upphaf faraldursins. Ríki sem höfðu innleitt sveiflujöfnunarauka hafa nú slakað á honum, annað hvort að hluta eða að fullu, en þau ríki sem ekki höfðu innleitt sveiflujöfnunarauka hafa gripið til þess að lækka aðra eiginfjárauka. Samhliða beitingu þjóðhagsvarúðartækja sem varða eigið fé hafa ríki einnig leitað annarra leiða til að örva bankakerfið en Seðlabanki Evrópu gaf bönkum aðildarríkja tímabundna heimild til að fara undir tilgreind lausafjárhlutföll (e. LCR). Svigrúm til frekari aðgerða á sviði fjármálastöðugleika er nokkuð mismunandi á milli landa. Út frá sjónarhorni fjármála- stöðugleika er einnig mikilvægt að átta sig á að hröð slökun þjóðhagsvarúðartækja sam- hliða lágum stýrivöxtum getur verið þess valdandi að draga úr fjármálastöðugleika til lengri tíma á sama tíma og aðhald er minna. Það er því mikilvægt að auka umræðu um notkun þjóðhagsvarúðartækja á tímum farsótta. Skoðanir sem settar eru fram í greininni eru höfundar og lýsa ekki endilega afstöðu Seðlabanka Íslands. Eistland Holland Finnland Pólland Þýskaland Frakkland Belgía Bretland Írland Litháen Danmörk Noregur Ísland Svíþjóð Kerfisáhættuauki Sveiflujöfnunarauki

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.