Vísbending


Vísbending - 11.12.2020, Qupperneq 2

Vísbending - 11.12.2020, Qupperneq 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 6 . T B L . 2 0 2 0 að leitni fjárfesta sé í þessa átt og skekki mögulega það sem væri eðlileg eftirspurn? Jú mögulega, ég er þó á þeirri skoðun að að ef bylgja verður norm að þá til lengri tíma skipti það ekki öllu máli. Verkefnið er að ná þeim útgefendum í vegferðina sem eru seinni til, svo þeir njóti góðs af því að vera í framtíðarflæðinu. Aukið framboð og breytt viðhorf Á síðastliðnum tveimur árum hefur mikið stökk átt sér stað í innflæði í sjálfbæra sjóði í Bandaríkjunum sem voru ögn seinni á vagninn en Evrópa, en innflæði og framboð 1 https://www.morningstar.com/content/dam/marketing/emea/shared/guides/European-Sustainable-Fund-Flows-Q2-2020.pdf nýrra sjóða þar er að aukast mjög samkvæmt tölum frá Morningstar1. Hvort er þetta vegna viðhorfsbreytinga breiðs hóps, bæði fjárfesta, fyrirtækja, almennings og annarra haghafa eða vegna aukins framboðs af ábyrgum fjár- festingakostum eins og sjóðum? Ætli örugga svarið sé ekki að þetta sé blanda af báðu. Ég vil samt trúa því að þetta sé ekki tískubylgja, þetta sé okkar leið til að breyta heiminum til hins betra og beita jákvæðum þrýstingi á þá aðila sem taka ákvarðanir sem hafa áhrif á okkur öll. Á Íslandi sjáum við aukningu í framboði á sjálfbærum fjárfestingakostum, sérstak- lega á skuldabréfamarkaði. Í hlutabréfum er það okkar hluthafanna að kalla eftir upplýsingum sem nýtast við okkar mat á því hvort fjárfestingin sé í samræmi við þá aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga sem við kjósum að fylgja. Við hjá Stefni innleiddum stefnu fyrir tveimur árum um ábyrgar fjár- festingar og hefur hún verið verið leiðarvísir í vinnu okkar í þessum málum. Stefnan tiltekur sérstaklega að við viljum fylgja eftir breytingum í jákvæða átt, hlutdeildarskír- teinishöfum sjóða okkar til góðs. Við höfum yfir lengra tímabil tileinkað okkur virkt eignarhald sem hefur reynst okkur vel við val á fjárfestingarkostum. Félög á markaði eru orðin allvön því að eigendur fjármagns vilji eiga samtal í aðdraganda hluthafafunda og bjóða jafnvel upp á slík samtöl að fyrra bragði. Stefnir vinnur að stofnun nokkurra sjóða sem geta einfaldað fjárfestum lífið þegar kemur að fjárfestingu samkvæmt aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Þetta eru nýir sjóðir sem eru með fjárfestingarstefnur sem munu sér- staklega ýta undir og styðja við sjálfbærar fjár- festingar, innlendar sem erlendar. Sjóðstjórar í hlutabréfateymi Stefnis vinna nú að því að breyta fjárfestingarmarkmiði erlends sjóðs í okkar rekstri. Þeir munu innleiða aðferðafræði sjálfbærra þemafjárfestinga við ákvarðanatöku út frá ákveðnum heimsmarkmiðum sem sjóð- stjórarnir telja vel til þess fallin. Allt eru þetta skref sem við hjá Stefni erum að taka til að styðja við markað sem er á mjög jákvæðri veg- ferð. Ég finn fyrir ákveðnum skriðþunga þar sem fjármagni er veitt í farveg til sjálfbærrar þróunar öllum til góðs sem vilja búa hér til gott samfélag.Samanburður vísitalna *Árleg ávöxtun í USD YTD 3 ár* 5 ár* 10 ár* MSCI Europe ESG Leaders 5,1% 5,3% 6,8% 7,4% MSCI Europe 1,2% 3,1% 5,9% 6,3% *Árleg ávöxtun YTD 3 ár* 5 ár* 10 ár* MSCI World ESG Leaders 11,5% 10,5% 11,5% 10,7% MSCI World 11,7% 10,1% 11,5% 10,8% *Árleg ávöxtun í USD YTD 3 ár 5 ár 10 ár MSCI ACWI Sustainable Impact 36,4% 17,1% 16,1% - MSCI ACWI Index 11,1% 9,0% 10,8% - Ávöxtun miðast við 8.12.2020. Heimild: Bloomberg og Stefnir hf.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.