Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Side 6

Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Side 6
6 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2020 Gert er ráð fyrir að opna nýtt Centerhótel við Selja veg í Vest ur bæ Reykja vík ur í maí á næsta vori. Hótelið er að hluta í gamla Héðinshúsinu sem verið er að endurgera auk nýbyggingar. Þetta er í nálægð frá fyr ir huguðu íbúðahverfi við Vest ur bugt og við Slipp inn. Enn liggur ekki fyrir hversu mörg herbergi verða tekin í notkun í upphafi. Þau verða alla vega 147 en gætu orðið 195. Gert er ráð fyrir veit ingastað, bar og kaffi hús í hinu nýja hóteli auk annarrar þjónusta. Einnig eru áform um að bjóða upp á spa og tengda þjónustu en það verður ekki alveg í byrjun. Upphaflega var áformað að taka fyrsta áfanga hótelsins í notkun fyrr en uppbygging þess hefur engu að síður gengið eftir áætlun. Mikil vinna hefur verið við endurgerð hússins. Meðal annars var skipt um alla glugga og það klætt að utan. Tölvumynd að fyrirhuguðum byggingum á Héðinsreit. Nýtt hótel opnar við Seljaveg í maí Sautján hæða hótel rís í miðbænum Hótelkeðjan Radisson Hotel Group er að hefja byggingu hótels undir merkjum Radisson RED á horni Skúlagötu og Vitastígs í Reykjavík. Áætlað er að Radisson RED-hótelið opni í miðbænum árið 2021. Gert er ráð fyrir 203 herbergjum á sautján hæðum, með göngustíg í gegnum hótelið, veitingastað á jarðhæð með torgi og útsýnisverönd á þaki. Skoski arkitektinn Tony Kettle hefur teiknað húsið sem fullbyggt mun kallast á við Hallgrímskirkju en rauðir og svartir litir sem eru í hönnunni eiga að vísa til eldvirkni og hraunrennslis. Sautján hæða hótelturninn verður ein svipmesta bygging miðborgar Reykjavíkur. Fyrst var greint var frá því á árinu 2018 að til stæði að opna Radisson RED-hótel á Íslandi en hér eru fyrir fjögur Radissonhótel, þrjú í Reykjavík og eitt í Reykjanesbæ. Radisson Hotel Group er ein stærsta hótelkeðja heims. Yfir 1400 hótel eru rekin og í burðarliðnum undir merkjum keðjunnar. Þannig mun hótelturninn líta úr er hann verður fullbyggður.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.