Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Side 15

Vesturbæjarblaðið - jan. 2020, Side 15
15VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2020 Ingibjörg Valgeirsdóttir og Beitir Ólafsson hlutu markamannabikara KR 2019. Hin árlega afhending markmannabikara KR fór fram 14. desember. Markmannafélag KR sá um afhendinguna en gefandi bikarsins Heimir Guðjónsson fyrrum markmaður KR og landsliðsins búsettur á Spáni. Heimir var markmaður meistaraflokks KR á árunum 1955 til 1965 og var lykilmaður í sigursælu liði KR á þessum tíma og vann alla titla sem í boði voru og lék að auki með landsliðinu. Markamannsþjálfarar félagsins þeir Valþór Halldórsson sem sér um yngri flokkana og Kristján Finnbogason sem sér um meistaraflokkana báru hita og þunga af valinu þetta árið. Við valið var einkum horft til frammistöðu á vellinum, ástundun við æfingar og framkomu innan sem utan vallar. Markmenn KR 2019 eru: Í kvennaflokki markmaður meistaraflokks Ingibjörg Valgeirsdóttir, en hún var einn besti maður liðsins síðastliðið sumar og átti stóran þátt í því að það náði sínum besta árangri í efstu deild í mörg ár og komst í bikarúrslit þar sem þær töpuðu eftir framlengingu í hörkuleik og þá var hún einnig valinn í A landsliðshóp kvenna. Í karlaflokki var það Beitir Ólafsson markmaður meistaraflokks sem var valinn. Hann var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR sl. sumar og átti margar lykilvörslur sem gerði það að verkum að sigur vannst. Þá stóð liðið uppi sem sigurvegari í öllum mótum nema bikarkeppninni sem er auðvitað frábær árangur. Beitir er einnig boðinn velkominn í markmannafélag KR en til þess að komast þangað þurfa menn að leika 50 leiki í meistaraflokki, verða Íslands- eða bikarmeistari eða vera valinn í landslið. Beitir uppfyllti tvö fyrri skilyrðin og tekur bara landsliðið næsta ár. Ingibjörg og Beitir hlutu markamannabikar KR 2019 Frá afhendingu markamannabikarins. Ingibjörg og Beitir eru fyrir miðju á myndinni. GETRAUNANÚMER KR ER 107 Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud. Þriðjud. og miðvikud. 13:00-14:30 Fimmtudaga 13:00-14:30 og 17:00-19:30 Föstudaga 13:00-14:30 Laugardaga og sunnudaga 13:00-17:00 Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. RAFMENNT – fræðslusetur rafiðnaðarins annast verkefni er varða menntamál rafiðnaðarmanna, allt frá upphafi náms til loka meistara- skóla, og endurmenntun þeirra sömuleiðis. RAFMENNT  varð til árið 2018 við sameiningu Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins í því skyni að auka þjónustu við félagsmenn  og gera framboð menntunar og fræðslu enn fjöl- breyttara og markvissara. Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka eiga og reka RAFMENNT í sameiningu. Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • rafmennt.is • sími 540 0160 RAFMENNT er máttur Dagbjört Elín Ármannsdóttir, nemi í rafv irkjun, og Helgi Már Valdimarsson rafiðnfræðingur a ð störfum. IÐJUÞJÁLFI Seltjörn hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 50 til 60% starfshlutfall. Um er að ræða nýtt starf og væri æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 864 4184. Hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu Sunnuhlíðar, sunnuhlid.is. IÐJUÞJÁLFI Seltjörn hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í allt að 100% starfshlutfall. Um er að ræða nýtt starf og væri æskilegt ð viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 864 4184. Hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu Sunnuhlíðar, sunnuhlid.is

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.