Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Side 10

Skessuhorn - 25.03.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 202010 Fimm sýktir af Covid-19 VESTURLAND: Í gær fengust þær upplýsingar frá aðgerðastjórn Almannavarna á Vesturlandi að fimm ein- staklingar í landshlutanum voru sýktir af Covid-19. Þrír eru í Borgarnesi og tveir í Stykkishólmi. Smitið er tal- ið hafa borist í landshlutann með fólki sem var erlendis. Því var ekki um að ræða svo- kallað innanlandssmit. Þess- ir einstaklingar eru nú all- ir í einangrun, en einn að auki í Stykkishólmi. Alls var 281 einstaklingur í sóttkví í gær á Vesturlandi. Á landinu öllu hafði á sama tíma verið greind 648 smit. 597 voru í einangrun og 13 á sjúkrahúsi. 8205 einstaklingar á landinu öllu voru í gær í sóttkví. 51 er batnað eftir að hafa veikst af veirunni. -mm Aðgerðastjórn fundar daglega Hér á Vesturlandi er starf- andi aðgerðastjórn vegna Co- vid-19 faraldursins og heyr- ir hún undir Almannavarna- nefnd Vesturlands. Emil Sig- urðsson er starfsmaður að- gerðastjórnar í hálfu starfi. Í aðgerðastjórn sitja Þórir Bergmundsson svæðissótt- varnarlæknar á Vesturlandi, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE, en auk þeirra fulltrúar frá lögreglu, björg- unarsveitum og Rauða krossi Íslands. „Við fundum nær daglega í aðgerðastjórn vegna Covid-19 veirunnar. Höf- um nú fundað fimmtán sinn- um,“ sagði Emil í samtali við Skessuhorn á mánudaginn. -mm Kona látin af völdum Co- vid-19 Íslensk kona lést á smitsjúk- dómadeild Landspítala á mánudaginn af völdum Co- vid-19 sjúkdómsins. Hún var liðlega sjötug að aldri og hafði glímt við langvarandi veikindi, að því er fram kem- ur í tilkynningu á vef Land- spítalans. Er þetta fyrsta dauðsfallið á Landspítala af völdum Covid-19 sjúkdóms- ins, en í síðustu viku lést ástr- alskur ferðamaður um fertugt á Heilbrigðisstofnun Norð- urlands á Húsavík. Hann var smitaður af veirunni og var Covid-19 sjúkdómurinn að öllum líkindum banamein hans. -kgk Covid 19 Forystufólk Ríkisstjórnar Íslands kynnti á laugardag fjölþættar að- gerðir í fyrsta áfanga stjórnvalda til að bregðast við áhrifum heimsfar- aldurs kórónuveirunnar. Áætlað er að aðgerðirnar í heild kosti ríkissjóð um 230 milljarða króna, eða tæp- lega 8% af landsframleiðslu. Að- gerðirnar eru þríþættar og miða að því að tryggja afkomu fólks og fyrir- tækja, verja grunnstoðir samfélags- ins og skapa öfluga viðspyrnu fyr- ir efnahagslífið. Aðgerðirnar eru í stórum dráttum þessar: Ríkið greiðir allt að 75% launa • fólks næstu mánuði. Ríkisábyrgð á brúarlánum til • fyrirtækja. Frestun og afnám opinberra • gjalda. Ferðaþjónusta styrkt sérstak-• lega. Sérstakur barnabótaauki með • öllum börnum greiddur í vor. Heimild til úttektar séreignar-• sparnaðar. Endurgreiðsla virðisaukaskatts • vegna framkvæmda. Framkvæmdum flýtt og fjár-• fest í tækniinnviðum. Verja afkomu heimila og fyrirtækja Það voru Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra, Bjarni Benedikts- son fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra sem kynntu aðgerðirnar í Hörpu á laugardag. Í upphafi ávarpaði Katr- ín landsmenn og sagði meðal ann- ars: „Óvissan er mikil. Við höfum upplifað að lönd á borð við Banda- ríkin, Kanada og fjölmörg Evrópu- lönd hafa lokað landamærum sín- um. Um áhrif veirunnar finnum við öll í okkar nánasta umhverfi. Veir- an hefur ekki einvörðungu áhrif á efnahagslífið heldur tilveru okk- ar allra,“ sagði Katrín. Hún seg- ir að stjórnvöld horfi nú til næstu vikna og mánaða með það aðgerða- plan sem nú er kynnt. „Þær efna- hagslegu aðgerðir sem við ráðumst strax í felast í að verja afkomu fólks og fyrirtækja, vernda grunnstoðir samfélagsins, svo sem á sviði heilsu- gæslu, skóla og almannavarna og löggæslu, en um leið ætlum við að veita viðspyrnu til að komast sem best út úr tímabundnum þrenging- um.“ Rakti hún þau frumvörp sem þingið hefur þegar afgreitt og fel- ast í greiðslu launa fólks í sóttkví og laun vegna skerts starfshlut- falls. Síðartöldu lögin gilda út maí- mánuð en verða framlengd ef þarf. Þá sagði hún að Seðlabankinn hafi lækkað vexti og breytt bindiskyldu fjármálastofnana en þær breytingar miða að fjármálastofnanir geti veitt auknu súrefni út í fyrirtækin. Allt miðast við að verja störf og verð- ur m.a. gert með því að fyrirtæki í rekstrarvanda geti fengið brúar- lán. Þá verður sérstakur barnabóta- auki greiddur út á vormánuðum og verður hann tekjutengdur en skatt- frjáls. Heimild verður gefin út til að fólk geti tímabundið tekið út sér- eignasparnað. Loks rakti Katrín að opinberum framkvæmdum upp á 20 milljarða króna verði flýtt. Stærstu efnahagsað- gerðir frá upphafi Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra rakti næst áhrif þessara að- gerða stjórnvalda og sagði þær án hliðstæðu að umfangi. Nefndi Bjarni að þjóðin stæði fyrir tvíþætt- um vanda, það er efnahagsvanda og heilbrigðisvá. „Okkar hlutverk er að koma með aðgerðir sem verja störf og tryggja afkomu heimilanna. Það eru margir sem hafa miklar áhyggj- ur. Okkar mat er að betra sé að gera meira en of lítið. Aðgerðirnar sem við nú kynnum er ætlaðar til að létta áhyggjum af fólki og við vilj- um huga að heilsu og framfærslu- getu fjölskyldna í landinu,“ sagði Bjarni. Fram kom í kynningu fjármála- ráðherra að aðgerðir stjórnvalda muni veita öflugt mótvægi við efna- hagsáhrif vegna Covid-19. „Þær miða fyrst og fremst að því að verja störf og auðvelda heimilum og fyr- irtækjum að takast á við það tíma- bundna tekjutap sem þau kunna að verða fyrir. Í ljósi minnkandi um- svifa munu stjórnvöld í krafti hluta- starfaleiðarinnar greiða allt að 75% launa starfsfólks sem lækkar í starfs- hlutfalli, að hámarki 700 þúsund kr., og gera þannig launafólki og atvinnurekendum kleift að halda ráðningarsambandi. Úrræðið gild- ir næstu tvo og hálfan mánuð en reynslan af úrræðinu verður endur- metin í maí nk. Fyrirtækjum verður gefinn kostur á að fresta greiðslum opinberra gjalda til næsta árs til að bæta lausafjárstöðu í atvinnurekstri og gistináttaskattur verður afnum- inn til ársloka 2021. Útlánasvigrúm verður aukið með lækkun banka- skatts og ríkisábyrgð á lánum til líf- vænlegra fyrirtækja, sem er ætlað að auðvelda þeim að standa í skilum, sérstaklega vegna launagreiðslna. Með því að hjálpa fyrirtækjum að standa í skilum og viðhalda ráðn- ingarsambandi launafólks og vinnu- veitenda má stytta þann tíma sem fyrirtæki þurfa til að ná viðspyrnu á ný.“ Aðgerðir í þágu heimilanna Fram kom í máli ráðherranna að afkoma heimilanna sé í brenni- depli aðgerðanna. Þegar hafa verið tryggðar greiðslur til fólks í sóttkví sem er grundvallaratriði til að hjálpa fólki við að taka ábyrgar ákvarðanir til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hlutastarfaleiðinni er ætlað að verja störf og afkomu fólks við þrenging- ar á vinnumarkaði. Einnig verður veitt heimild til að taka út séreign- arsparnað að hámarki 800 þúsund krónu á mánuði í 15 mánuði og end- urgreiðslur vegna viðhaldsvinnu við heimili og frístundahúsnæði hækk- aðar úr 60% í 100%. Að auki verð- ur endurgreiðsluúrræðið útvíkkað til heimilisþjónustu og tekin upp ný heimild fyrir þriðja geirann svokall- aða, sem nær m.a. til almannaheilla- og íþróttafélaga, til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu fólks við byggingaframkvæmdir á þeirra vegum. Loks verður greiddur út sérstakur barnabótaauki 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðal- tekjur en 927 þús. kr. á mánuði árið 2019 fá 40 þús. kr. á hvert barn og aðrir 20 þús kr. Fjárfestingaátak Farið verður í sérstakt 20 milljarða króna fjárfestingarátak árið 2020, þar sem hið opinbera og félög þess setja aukinn kraft í samgöngubæt- ur, fasteignaframkvæmdir og upp- lýsingatækni, auk þess sem fram- lög verða aukin í vísinda- og ný- sköpunarsjóði. Fram kom á fundi ráðherranna að inntak þess átaks verði nánar kynnt innan skamms. Efnahagsváin langlífari en heilbrigðisváin Sigurður Ingi Jóhannsson sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra mælti síðastur af ráðherrunum þremur. Hann reyndi að stappa stálinu í landsmenn. „Við stöndum öll saman. Vissulega er þetta heil- brigðisvá, en við munum komast hraðar í gegnum þetta en margar aðrar þjóðir. Ennþá erum við ekki komin ofarlega í brekkuna sem bíður okkar, en okkur ber að sýna strax ákveðið frumkvæði með því að bregðast við þeirri efnahagsvá sem við sjáum fyrir okkur með- al annars vegna viðbragða ann- arra landa. Efnahagsváin verður langvinnari en sú heilbrigðislega. Heimurinn verður ekki á sama rófi og áður og þessi veira og afleið- ingar hennar mun breyta mörgu í samskiptum þjóða. Okkar hlut- verk nú er því að búa til verkefni, skapa ný störf. Sveitarfélög munu auk þess bregðast við og fresta greiðslu fasteignagjalda. Allir taka höndum saman, en okkar fyrstu viðbrögð eru að skapa grundvöll til að fyrirtæki og heimili taki rétt- ar ákvarðanir í ljósi aðstæðna og þessara breytinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í ávarpi sínu. Í lok blaðamannafundar ráð- herranna fór Björn Brynjólfur hagfræðingur ríkisstjórnarinnar yfir umfang þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa nú þegar ákveð- ið að ráðast í. Eins og fyrr seg- ir munu þær kosta Ríkissjóð 230 milljarða króna, sem er áætlað að sé 7,8% af landsframleiðslunni. mm Stjórnvöld kynntu aðgerðaáætlun vegna kórónaveirunnar Áætlað er að verja 230 milljörðum króna í aðgerðir til að deifa höggið á efnahagslífið Forystufólk Ríkisstjórnar Íslands kynnti aðgerðaplanið á blaðamannafundi í Hörpu síðastliðinn laugardag. F.v. Sigurður Ingi, Katrín og Bjarni. Skjáskot af fundinum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.