Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Page 15

Skessuhorn - 25.03.2020, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 15 Skortur er nú fyrirséður á græn- meti hér á landi. Innlend fram- leiðsla er í lágmarki, meðal annars vegna stefnu stjórnvalda að nið- urgreiða ekki meira en raun ber vitni raforku til grænmetisræktun- ar. Því standa gróðurhús víða um land ónotuð yfir vetrartímann. Nú eru grænmetisframleiðendur úti í heimi hættir að geta tryggt full af- köst og því er fyrirséð að á fjarlæg- um mörkuðum, eins og á Íslandi, mun fyrst gæta vöruskorts við þess- ar aðstæður. Það var verslanakeðjan Samkaup sem vakti máls á ástand- inu í liðinni viku og skoraði á Krist- ján Þór Júlíusson landbúnaðarráð- herra að stuðla að því að innlend framleiðsla á grænmeti verði tafar- laust aukin. Áhrif kórónuveirufar- aldursins á íslenskan landbúnað og sjávarútveg voru rædd á ríkisstjórn- arfundi í liðinni viku. „Það sem við sjáum gerast í Evr- ópu er að framboð er á niðurleið. Það þýðir að verð mun væntan- lega hækka og við erum þegar farin að sjá það hækka. Þegar við sjáum verðhækkanir á innfluttum vörum þá höfum við áhyggjur af því að innlend framleiðsla muni ekki geta staðið undir þeirri auknu eftirspurn sem myndast þegar þessi ójafna kemur inn,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Samkaupum í samtali við fréttavef Ríkisútvarpsins í liðinni viku. Hann segist binda vondir við að- gerðir ríkisstjórnar og nefnir nið- urgreiðslu á raforkuverði og bein- greiðslur sem mögulegar lausnir til að koma megi í veg fyrir lang- varandi skort. „Nauðsynlegt er að bæta í framleiðslu nú áður en skort- ur á framboði verður raunin,“ seg- ir Gunnar Egill. „Það er ekki eins og það sé hægt að byrja í dag og vera tilbúinn með aukið framboð í næstu viku. Það tekur allt að sex til átta vikur að auka framleiðslu,“ bætir hann við. mm Nokkrir félagar úr karlakórnum Svönum á Akranesi, ásamt Val- gerði Jónsdóttur kórstjóra, brugðu sér á laugardaginn upp að Höfða og sungu þar nokkur lög fyrir starfs- fólk og heimilisfólk. Nýttu þeir glufu milli élja til að hefja upp raust sína. Margt af heimilsfólkinu mætti út í glugga til að hlusta og virtist bara vera nokkuð sátt með þessa glaðlegu söngfugla. mm/ Ljósm. Guðni Hannesson „Hér áður fyrr var það þann- ig í pestum að þá flúði frá mann- mergðinni í þéttbýlinu og til sveita til að leita skjóls. Staðan er dálít- ið öðruvísi í dag. Núna eru sveit- irnar miklu tengdari en áður,“ seg- ir Kristján Magnússon, kúabóndi á Snorrastöðum á Snæfellsnesi, í samtali við Skessuhorn. Íbúar til sveita eru þó enn nokkuð einangr- aðri en íbúar borga og bæja. En, eins og Kristján bendir réttilega á, mun meira nú en fyrr á öldum. Bændasamtökin hafa enda gefið út tilmæli til bænda um að takmarka heimsóknir á bú sín. Kristján seg- ir að Snorrastaðabændur hafi orðið við því. Ekkert kaffispjall sé í boði í mjólkurhúsinu þessi misserin. „Við höfum fengið töluvert af heimsókn- um frá því við opnuðum nýja fjósið í haust. Til dæmis kom hópur nema frá Hvanneyri í febrúar og allt í góðu með það. En eins og staðan er núna fær enginn að koma í fjósið nema eiga þangað beinlínis erindi. Það erum bara við fjölskyldan sem förum út í fjós og svo myndum við auðvitað hleypa dýralækni þangað, ef við þyrftum aðstoð hans,“ seg- ir bóndinn. „Hér búum við nátt- úrulega við þau forréttindi í þessari stöðu að geta haldið okkur nokkurn veginn í einangrun. Það fylgir bara starfi bóndans og er bæði kostur og galli. Við getum sinnt okkar starfi án þess að vera í miklum persónu- legum samskiptum. En ókosturinn er auðvitað sá að ef við veikjumst þá erum við í vondum málum og þurf- um að redda því sjálf, eins og all- ir aðrir sem eru sínir eigin herrar,“ segir Kristján. Áhyggjur af ferðabúskapnum Á Snorrastöðum er rekin ferða- þjónusta samhliða mjólkurbúskap. Kristján segir hlutdeild atvinnu- greinanna um það bil jafna á búinu. Hann segist hafa meiri áhyggjur af ferðabúskapnum en kúabúskapnum um þessar mundir. „Við höfum ekki alveg skellt í lás í ferðaþjónustunni. Það er ekki alveg steindautt, en það hefur verið talsvert um afbók- anir í mars og apríl og aðeins byrj- að að afbóka sumarið,“ segir hann. „En ég hef í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af næstu tveimur mánuð- um, frekar af því sem á eftir kemur. Þá er ég að tala um ferðaþjónustuna og efnahagsástandið almennt,“ bætir hann við. „Ég hef enga trú á öðru en að við sem þjóð komumst í gegnum þennan faraldur. Það er bara verkefni sem framundan er, en ég hef meiri áhyggjur af utan- aðkomandi hlutum sem við fáum ekki stjórnað, ferðamannastraumn- um og efnahagsástandinu seinna á árinu,“ segir Kristján. „Verkefni dagsins í dag og næstu mánaða er eitthvað sem menn takast bara á við. En við vitum ekki hvað verður eftir það og óvissan er kannski það versta eins og staðan er núna,“ seg- ir hann. „Ég vona og held að verið sé að taka réttar ákvarðanir í því að gera skaðann sem minnstan. Auðvi- tað er góðra gjalda vert að reyna að stappa stáli í fólk. En við vitum ekki hvað verður og ég óttast einhvern veginn að skellurinn verði meiri en haldið hefur verið fram. Þegar allt hefur verið nánast stopp í kannski nokkra mánuði eigum við eftir að koma öllu af stað aftur og við vit- um að það getur verið erfitt og mun taka tíma,“ segir hann. Þjóðin staðið sig vel Þrátt fyrir nokkrar áhyggjur af ferðabúskapnum segir Kristján heimilisfólkið á Snorrastöðum al- mennt rólegt og yfirvegað. „Við reynum að vera það,“ segir hann. „Yngsti sonur okkar er á grunn- skólaaldri. Hann fer í skólann í Borgarnesi annan hvern dag og við reynum að halda hans rútínu eins og hægt er. Við hin erum heima, en auðvitað er hlé á öllu tómstunda- og félagsstarfi í bili,“ segir hann. „Ég dáist að því hvernig þjóðin og yfirvöld hafa tekið á málinu af ró og yfirvegun. Það er ekkert panikk og sóttvarnaryfirvöld hafa staðið sig mjög vel að mínum dómi,“ bætir hann við. „Hérna krossleggjum við fingur og vonum að við höldum öll heilsu því það þarf að sjá um búið, sama hvað. Það gerist ekki af sjálfu sér og ef við myndum veikjast yrði það mun flóknara. Vonandi kemur sú staða ekki upp, því við erum ung og hraust og ætlum að standa þetta af okkur,“ segir Kristján bóndi að endingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ mm. „Ætlum að standa þetta af okkur“ Kýr í fjósinu á Snorrastöðum. Bændurnir á Snorrastöðum. F.v. Branddís Haukdsdóttir, Kristján Ágúst Magnússon og Magnús sonur þeirra. Félagar úr Svönum sungu fyrir íbúa á Höfða Hjalti Þórhallsson garðyrkjubóndi á Laugalandi í Stafholtstungum. Búið á Laugalandi er eitt fárra sem hefur lýst upp gróðurhúsin að vetri, þrátt fyrir hátt raforkuverð. Ljósm. úr safni/kgk. Brestir þegar sýnilegir í fæðuöryggi Íslands Bændur Covid 19

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.