Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2020, Page 27

Skessuhorn - 25.03.2020, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2020 27 Íslandsmótið í knattspyrnu og bik- armótið mun hefjast um miðjan maí, að því gefnu að samkomub- anni ljúki um miðjan aprílmánuð. Stjórn Knattspyrnusambands Ís- lands samþykkti tillögu þess efnis á fundi sínum á fimmtudag. Staðan verður endurmetin um miðjan apríl þegar frekari upplýsingar liggja fyr- ir og ef til þess kemur að samko- mubann verði framlengt. „Þannig er gert ráð fyrir að hæfilegur tími líði frá lokum samkomubannsins þar til keppni getur hafist í öllum mótum,“ segir á vef KSÍ. Keppni í Lengjubikarnum 2020 er lokið og engir meistarar verða krýndir. Þá var samþykkt að Meist- arakeppni KSÍ verði frestað og hún hugsanlega felld niður. kgk Geir Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélags ÍA. Tekur hann við starfinu af Sigurði Þór Sigursteins- syni. Í tilkynningu frá KFÍA seg- ir: „Geir hefur áratuga reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri KR auka þess að starfa sem þjálfari yngri flokka og dómari. Geir var fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bandi Íslands frá 1997-2007 og for- maður KSÍ 2007-2017. Hann hefur setið í nefndum fyrir Knattspyrnu- samband Evrópu UEFA frá 1998 og Alþjóða knattspyrnusamband- ið FIFA frá 2007. Undanfarið hef- ur Geir sinnt sérstökum verkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu og Alþjóða knattspyrnusamband- ið.“ Geir segir sjálfur að eftir áhuga- verð störf að knattspyrnumálum utan Íslands sé gott að vera kom- inn aftur í íslenska boltann. „Knatt- spyrnufélag ÍA er leiðandi félag í íslenskri knattspyrnu sem stefn- ir á toppinn. Ég hlakka til að tak- ast á við krefjandi áskoranir í góðu samtarfi við félagsmenn og stuðn- ingsmenn ÍA,“ segir Geir um nýtt verkefni sitt sem framkvæmdstjóri Knattspyrnufélags ÍA. „Stjórn KFÍA vill þakka Sigurði Þór Sigursteinssyni fyrir hans frá- bæra starf fyrir félagið og óskar honum alls hins besta á nýjum vett- vangi. Sigurður Þór hefur látið til sín taka hjá félaginu svo eftir verð- ur tekið til komandi ára,“ segir í til- kynningu. mm Ekki verður keppt meira í Íslands- mótinu í körfuknattleik á yfirstand- andi keppnistímabili. Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum sl. mið- vikudag að hætta keppni í tveim- ur efstu deildum karla og kvenna vegna Covid-19 veirunnar. Áður hafði verið ákveðið að hætta keppni í neðri deildum og Íslandsmóti yngri flokka. Engir Íslandsmeistar- ar verða krýndir í meistaraflokkum karla og kvenna keppnistímabilið 2019-2020. Niðurstaðan sem deildarkeppni í tveimur efstu deildum karla og kvenna hefur þegar gefið ræður. Valskonur eru því deildarmeistarar í Domino‘s deild kvenna og Fjöln- ir í 1. deild kvenna. Fjölniskonur vinna sér sæti í Domino‘s deild- inni fyrir næsta keppnistímabil og taka sæti Grindavíkur sem fellur úr deild þeirra bestu. Stjarnan er deildarmeistari Domino‘s deildar karla og Höttur deildarmeistari 1. deildar. Hattar- menn vinna sér þar með sæti í efstu deild, en Fjölnir fellur úr Domino‘s deildinni. Engar frekari breytingar verða á Domino‘s deildum karla og kvenna. Fyrir Vesturlandsliðin þýðir þetta að Skallagrímskonur ljúka keppni í 4. sæti Domino‘s deildinni og Snæ- fellskonur í 6. sæti. Í 1. deild karla lýkur Skallagrímur keppni í 7. sæti en Snæfellingar í 9. sætinu. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Svipmynd frá leik ÍA í Pepsi Max deildinni síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ gbh. Frestað fram í miðjan maí Keppni hætt í körfunni Geir Þorsteinsson ráðinn framkvæmdastjóri KFÍA FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF Sími 570 4824 - valfell.is Sjammi ehf kynnir Fyrstu kaupa íbúðir – Asparskógar 13, Akranesi Glæsilegar fullbúnar fyrstu kaupa íbúðir í tveggja hæða fjölbýlishúsi, allar íbúðir eru með sérinngangi. Suðurverönd og suðursvalir. Íbúðirnar seljast fullbúnar, auk þess sem uppþvottavél og kæliskápur í eldhúsi fylgir með. Á baði fylgir þvottavél með innbyggðum þurrkara. Innréttingar eru frá HTH og tæki frá AEG. Gólfefni, innihurðir og flísar á baði frá Birgisson. 2ja herbergja íbúðirnar eru 47,8 til 48,6 fm og kosta frá 24.990.000 til 25.406.500. Stúdíóíbúðin er 37,2 fm og kostar 19.448.100. Íbúðirnar verða afhentar í s.l. 1. mars 2021. 7 íbúðir eftir

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.