Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.05.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. MAí 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Afleit stjórnsýsla Sú óvenjulega staða kom upp á lokadegi aprílmánaðar að sjávarútvegs- ráðherra bannaði grásleppuveiðar við landið. Þá ákvörðun byggði hann á því að veiðarnar hafi í vetur gengið svo vel fyrir norðan land að nán- ast væri búið að veiða upp í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, sem er 4.646 tonn. Grásleppusjómenn við vestan- og norðvestanvert landið voru um leið skildir eftir með sárt ennið, illa sviknir. Fjölmargir hafa lagt í mikinn kostnað við báta og veiðarfæri, kostnað sem á hverju ári er auk þess lotterí að veiðist upp í. Fyrirfram er sjaldnast vitað um veður, veiðar og verð áður en taka verður ákvörðun um fjárfestingar til úthaldsins. En nú þegar grá- sleppa veiðist í meira mæli en nokkru sinni fyrr, er það stjórnleysi yfir auð- lindinni sem verður þess valdandi að vestlenskum sjómönnum er stillt upp við vegg, án bjargar. Það er í mínum huga forkastanleg stjórnsýsla sem sýnd er í þessu máli. Að stöðva hrognkelsaveiðar fyrirvaralaust vegna ofveiði við Langanes er gerræði, þegar veiðar eru nýbyrjaðar í Faxaflóa og alls ekki hafnar í Breiða- firði. Benda má á að fram til þessa hefur Stykkishólmur verið stærsta lönd- unarhöfn hrognkelsa og þar er ekki búið að veiða eina grásleppu á þessu vori. Því sjá menn fram á annað hrun í Stykkishólmi, fyrst í ferðaþjónustu og nú í grásleppuveiðum og -vinnslu. Þessa gerræðislegu ákvörðun byggir ráðherrann á þeirri staðreynd að grásleppukarlar á norður- og norðaustur- landi eru búnir að veiða nær allan þann kvóta sem til skiptanna var sam- kvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Strax í mars fóru að koma tíðindi af ótrúlegum veiðum fyrir norðan og því hefði ráðherranum getað verið í lófa lagið að stöðva veiðar fyrir norðan land löngu fyrir lokadag apríl. Nú er einsýnt að hrognkelsaveiðar verði settar í kvóta og því mikil- vægt fyrir veiðimenn að afla sér frekari veiðireynslu. Ég velti því fyrir mér hvernig staða vestlenskra grásleppusjómanna verði í þeirri úthlutun! Mun kvótasetning byggja á mokveiði í kjördæmi ráðherrans fyrir norðan á þess- ari vertíð og heimamenn þar njóta? Það óttast ég mjög og sporin hræða vissulega þegar tiltekinn ráðherra á í hlut. Það er ljóst að hrognkelsaveiðar í Faxaflóa og Breiðafirði hafa aldrei far- ið vel í gang fyrr en í maí. Breiðfirskir sjómenn hafa auk þess samið um að halda sig til hlés þar til æðarfuglinn er minna á ferðinni. Nú er hættan sú að þeim verði refsað fyrir þá gæsku sína. Jafnvel þótt veiðar verði heimilaðar í allt að tvær vikur eftir 20. maí er einsýnt að kvótinn sem til þeirra veiða er nánast upp urinn. Það er því vafasamt að það taki því fyrir sjómenn á Breiðafirði að leggja netin fyrir örfá óveidd tonn. Sjálfsagt velja þeir marg- ir að fara fremur á strandveiðar, jafnvel þótt þorskverð sé í lágmarki. Þeir eiga engan góðan kost annan en að vona að ráðherra hafi manndóm til að auka við kvótann. Fengsælustu grásleppuveiðimið íslands eru nefnilega ennþá óveidd á þessari vertíð. Stjórnmálamönnum bíður erfitt hlutskipti að ákveða hvort og þá hvernig veiðiheimildum í grásleppu verður réttlátt skipt. Ég trúi því ekki að þeir láti Kristján Þór einan um að ákveða næsta skref. Ljóst er að mælingar á magni hrognkelsa eru vanmáttugar í ljósi þess að seiðatalning fer helst fram í togararalli úti á rúmsjó. Meira að segja ég veit að grásleppan hrygnir upp við land og alast seiðin upp á grunnslóð, víðs fjarri öllum trollum togara. Raunverulega er því engin vísbending um stofnstærð hrognkelsa, önnur en orð sjómanna sem segja að sjórinn sé full- ur af þessum fiski. Það liggur því fyrir að ástand hrognkelsastofnsins er betra en það hefur verið í manna minnum. Ekki einungis norðan við land, heldur einnig hér á Faxaflóa og Breiðafirði. Magnús Magnússon Drangey SK 2 skreið inn Grundar- fjörð á fögru vorkvöldi laugardag- inn 2. maí síðastliðinn. Sólin var að setjast og fjörðurinn spegilsléttur og fagur. Aflinn var 225 tonn en lönd- un hófst morguninn eftir og skipið sigldi svo aftur á miðin seinnipart- inn á sunnudaginn. Systurskipin Runólfur og Sigurborg komu svo bæði með fullfermi á sunnudegin- um, segir á vefsíðu Grundarfjarðar- hafnar, sem gerir byrjunina á maí- mánuði ansi góða á höfninni. tfk Tveggja metra djúp og eins og hálfs metra breið hola myndaðist við brúna yfir Norðurá í síðustu viku. Ekkert slys eða tjón varð af völdum hennar og skiptu þar miklu snör viðbrögð vegfarenda, verktaka og starfsmanna Vegagerðarinnar. Að- eins sex klukkustundum eftir að til- kynnt var um holuna var búið að laga veginn, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Holan myndaðist vegna óvenju- legra aðstæðna. Leysingar hafa ver- ið miklar, vatnsagi og klakahröngl hafði hálfstíflað flæðið undir Norð- urárbrú. Við það myndaðist mikill vatnsþrýsingur milli steina í grjót- garðinum og vatnið holaði sig að lokum í gegnum styrktarlag vegar- ins við brúarvegginn. Smám saman gróf vatnið síðan undan klæðningu vegarins, en efninu skolaði út neð- an við brúna og mótaði röst í árfar- veginn. Lítið gat sem var í klæðn- ingu vegarins stækkaði til muna og varð 1,5 metri þvermál. Holan sjálf var tæplega tveggja metra djúp. Það var vegfarandi sem kom að holunni og tilkynnti um hana þeg- ar í stað. Hann stóð vörð um hana á veginum þar til starfsmenn Vega- gerðarinnar í Borgarnesi, sem voru við blettamerkingar skammt frá, komu á vettvang örfáum mínútum síðar. Starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu akreininni og kölluðu eft- ir aðstoð. Borgarverk kom síðan með gröfu og vörubíl með efni til að laga veginn. „Öll aðgerðin gekk vel. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu á svæðið kl. 15 og klukkan 21 var búið að laga veginn,“ segir á vef Vegagerðarinnar. kgk/ Ljósm. Vegagerðin/ Ómar Kristófersson. Síðastliðinn miðvikudag var til- kynnt um uppsagnir 15 starfsmanna hjá Vigni G Jónssyni á Akranesi. „í ljósi samdráttar á sölu afurða vegna Covid faraldursins og loðnubrests síðustu tveggja ára, neyðist félagið að segja hluta starfsfólks síns upp störfum og fara í aðrar hagræðinga- arðgerðir á næstu vikum og mán- uðum. Alls missa 15 starfsmenn Vignis G. Jónssonar ehf. störf sín, en eftir uppsagnir starfa enn yfir 30 manns hjá félaginu,“ sagði í tikynn- ingu frá fyrirtækinu. „Farsóttin og óvissar markaðsaðstæður hafa gert stöðu félagsins erfiða og þá munar um loðnubrest tvö ár í röð, en af- urðir úr loðnuhrognum hefur ver- ið ein helsta söluvara félagsins um langt árabil. Það er okkar von að markaðsaðstæður breytist til hins betra og að loðna fari aftur að veið- ast við landið, þannig að félagið geti haldið áfram starfsemi sinni af sama krafti og áður,“ segir í til- kynningunni. „Þessi uppsögn hjá Vigni G. Jónssyni eru enn eitt risahöggið sem við Akurnesingar verðum fyrir hvað varðar atvinnumissi tengdum vinnslu sjávarafurða, en formanni félagsins reiknast til að uppund- ir 300 fiskvinnslustörf hafi tapast í byggðarlaginu á síðustu tveimur og hálfa ári eða svo,“ skrifaði Vil- hjálmur Birgisson formaður VLFA á vef félagsins eftir að tíðindi þessi lágu fyrir. En eins og flestir vita töpuðust öll störf þegar HB Grandi ákvað að hætta vinnslu á Akranesi, á svipuðum tíma misstu allir vinn- una hjá hausaþurrkunarfyrirtækinu Laugafiski og fyrir tveimur mán- uðum varð fiskvinnslufyrirtækið ísfiskur gjaldþrota. „Núna ofan á þetta allt missir þriðjungur starfs- manna hjá Vigni G. Jónssyni vinn- una,“ bætti Vilhjálmur við. mm Drangey SK 2 liggur við landfestar í sólsetrinu og flutningabílar bíða löndunar til að flytja aflann til vinnslu á Sauðárkrók. Drangey kom í kvöldsólinni Ingi kannar holuna nánar. Risahola myndaðist í þjóðveginum Ingi B. Reynisson, verkstjóri á starfsstöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi, mátar sig við holuna. Þriðjungi starfsmanna sagt upp hjá Vigni G Jónssyni á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.