Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.05.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. MAí 2020 19 Síðastliðinn laugardag voru rétt 20 ár síðan fyrirtækið Klafi ehf. hóf starfsemi á Grundartanga. Stofn- endur og eigendur Klafa eru stór- iðjufyrirtækin Norðurál og Elkem ísland. Upphaflegt hlutverk fyrir- tækisins var að sinna öllum flutn- ingum fyrir fyrirtækin á Grundar- tanga, þar með talið uppskipun og útskipun, auk gámaflutninga og annarra tilfallandi verkefna. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að sér- hæfa fyrirtækið enn frekar þannig að Klafi sæi einvörðungu um gáma- flutninga á Grundartangasvæð- inu. En við flutning gáma með að- föng og framleiðsluvörur fyrirtækj- anna eru mörg handtökin. Árlega fara um höfnina 35 þúsund gámar. Auk þess er fyrirtækið með samn- ing við Faxaflóahafnir um móttöku skipa og almenna þjónustu við þau. Framkvæmdastjóri Klafa frá árinu 2003 er Smári Viðar Guðjónsson véltæknifræðingur. Skessuhorn kíkti í heimsókn í gærmorgun og heyrði hljóðið í framkvæmdastjór- anum, en lítið verður um hátíðar- öld í tilefni afmælisins vegna tak- markana á samkomuhaldi, þar til í haust. Öryggið á oddinn „Vissulega eru það tímamót þegar fyrirtæki ná tvítugsaldri og þess ber að minnast. Við erum hér með vel skilgreint fyrirtæki í góðum rekstri sem alla tíð hefur verið í eigu sömu aðila. Norðurál á 50% hlut og El- kem ísland sömuleiðis. Stjórn fyrir- tækisins tekur mið af eignarhaldinu en hana skipa í dag eingöngu for- stjórar þessara tveggja fyrirtækja. Hér er því ekki flókið skipurit né langar boðleiðir. Starfsmenn Klafa eru nú átta talsins og við búum svo vel að starfsmannavelta er afar lít- il. Nokkrir starfsmanna okkar hafa starfað hjá Klafa frá stofnun fyr- irtækisins og höfðu þar áður ver- ið starfandi í járnblendinu. Þetta er öflugur mannskapur og traust- ur, sem er afar mikilvægt í þunga- flutningum eins og þeim sem við sinnum. Öryggið er ætíð í fyrir- rúmi. Síðan í október 2012 hefur engin fjarvera verið vegna vinnu- slysa,“ segir Smári og kveðst stolt- ur af því. Tæplega eitt skip á dag að jafnaði Á Grundartanga eru nú um 20 fyr- irtæki starfandi og því eru mikl- ir flutningar sem fara um höfnina; stöðugur straumur stórgáma lyftara og bílar aka milli gámastæðanna á hafnarbakkanum og upp í verk- smiðjurnar. Þegar staldrað var við í gærmorgun var í gangi löndun úr tveimur skipum, súráli var dælt í lausu úr einu stærsta efnisflutninga- skipi sem lagst hefur að Grundar- tangabryggju og efninu dælt um rör í efnistanka í landi. Þá var sam- hliða því verið að landa gámum úr skipi Eimskipafélagsins sem komið var í fyrstu fyrir á hafnarbakkanum. „í fyrra komu um 280 skip hingað. Meðal fastra verkefna okkar er að afgreiða í hverri viku tvö gámaskip frá Eimskip og eitt frá Samskip. Þessi skip eru að flytja aðföng og hráefni frá útlöndum með viðkomu í Sundahöfn og lesta fullunna vöru til útflutnings. Til dæmis koma öll rafskaut fyrir Norðurál með gáma- skipum auk annarra rekstrarvara og hráefnis. Skipin koma sömuleiðis með tóma gáma en mestöll fram- leiðsla stóriðjufyrirtækjanna er flutt út í gámum. Á fyrstu árum Klafa sá fyrirtækið einnig um afgreiðslu á efnisflutningum í tankskipum, en okkar starfsemi er nú nær ein- vörðungu tengt gámunum. Þessu var breytt upp úr 2007 að lokinni stækkun Norðuráls. Þá urðu gáma- flutningar svo fyrirferðarmiklir í starfseminni að ákveðið var að sér- hæfa Klafa í þeirri umsýslu. Auk flutninga fyrir Norðurál og Elkem sinnum við svo einnig gámaflutn- ingum fyrir önnur fyrirtæki hér á Grundartanga, svo sem Lífland, Al og fleiri.“ Verið uppávið Smári segir bankahrunið hafa reynst Klafa erfitt. „Við fengum vissulega okkar skerf af hruninu 2008 og af- leiðingum þess. Þá var nýlega búið að fjárfesta mikið í stærstu tækj- unum hér á svæðinu sem vissulega höfðu kostað sitt. Fyrir þeim kaup- um höfðu verið tekið erlend lán sem stökkbreyttust í hruni krónunn- ar. Raunar var fyrirtækið um tíma tæknilega gjaldþrota af þessum sök- um en það fór þó allt vel að endingu. Lánin voru dæmd ólögmæt og eftir það tók reksturinn að batna og hef- ur verið á beinu brautinni hjá okkur undanfarin ár. Ég get stoltur sagt frá því að síðastliðin þrjú ár höfum við verið á lista Creditinfo fyrir framúr- skarandi fyrirtæki í rekstri og ætlunin er að halda okkur þar,“ segir hann. Bjarnsýnn á framhaldið Sjálfur er Smári Viðar borinn og barnfæddur Skagamaður. Hann lærði vélvirkjun og starfaði meðal ann- ars hjá Þorgeiri og Ellert á Akranesi og kenndi um tíma við Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Þá hélt hann utan til náms og lærði véltæknifræði í Odense í Danmörku. Árin 1987 til 2002 starfaði hann hjá Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga, eins og hún hét þá, en fór þá í nám í fyr- irtækjarekstri til Noregs. Eftir heim- komuna réði hann sig sem fram- kvæmdastjóra Klafa og hefur gegnt starfinu síðan. Hann kveðst ágæt- lega bjartsýnn á rekstur Klafa, eða svo lengi sem bæði fyrirtækin sem að honum standa halda áfram starfsemi á Grundartanga. mm Klafi á Grundartanga er tuttugu ára „Okkar framtíð er björt svo lengi sem bæði stjóriðjufyrirtækin verða hér“ Smári Guðjón Viðar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Klafa. Í baksýn sést í tvö skip sem verið var að landa úr í gærmorgun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.