Skessuhorn


Skessuhorn - 06.05.2020, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 06.05.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. MAí 2020 21 Góður gangur er í rekstri Skipa- víkur í Stykkishólmi um þess- ar mundir, ýmis verkefni í fullum gangi og önnur í pípunum. „Núna erum við með fimm húsbyggingar í gangi eða alveg að hefjast hérna í Hólminum,“ segir Sævar Harðar- son, framkvæmdastjóri Skipavík- ur, í samtali við Skessuhorn. „Við erum að reisa parhús við Hjalla- tanga, einbýlishús á Sæmundar- reit og Ægisgötu og eina skemmu uppi á Hamraendum. Vinna við einbýlishúsið á Ægisgötu er lengst komin, þar sem við erum bún- ir að steypa upp húsið. Janúar og febrúar hafa reyndar verið erfiðir og ekkert hægt að steypa út af tí- ðafari. En núna er það búið og við erum líka búnir að reisa parhúsið á Hjalltanganum, sem er úr timb- ureiningum. Á hin húsin er komin plata og sökklar,“ segir hann. „Síð- an er framundan raðhússbygging við Hjallatanga 1. Við byrjum á því í lok þessa mánaðar þegar jarðvinna og slíkt hefst,“ bætir hann við. All- ar íbúðirnar í raðhúsinu eru seldar, þó ekki sé byrjað að byggja húsið. „Það er vöntun á húsnæði. Menn eru bjartsýnir í Hólminum og pest- in gengur yfir,“ segir Sævar. Nóg framundan í slippnum Utan húsbygginga er verkefnastað- an í slippnum góð að sögn Sævars. „Það var rólegt í janúar og febrú- ar út af tíðafari. Síðan þá hefur ræst vel úr því og verður nóg að gera í þessum hefðbundnu viðhaldsverk- efnum, alls konar smærri verkefn- um og málun á bátum. Það er ekk- ert sérstaklega stórt verkefni fram- undan,“ segir framkvæmdastjórinn sem á jafnframt von á því að Skipa- vík fari af krafti í sumarhúsabygg- ingar í Arnarborgum, rétt utan Stykkishólms. „Þar eigum við fimm lóðir. Við fyllum þær nú ekki allar í sumar en reiknum með að byggja eitthvað. Það væri alveg í lófa lag- ið fyrir félagasamtök að fjárfesta í sumarhúsi í Hólminum núna,“ seg- ir Sævar. „Síðan erum við með eina parhúsalóð til viðbótar sem við höfum orðið varir við áhuga á. Það kæmi mér ekki á óvart að við færum í að byggja þar líka áður en sumarið er úti,“ bætir hann við. „Gengið vel undanfarin tíu ár“ Þess utan eru starfsmenn Skipavík- ur að vinna á Dröngum á Skógar- strönd og með fastan mannskap, 20 manna hóp, á Grundartanga við álver Norðuráls. Þjónustan við ál- verið hefur verið fastur liður í starfi fyrirtækisins um margra ára skeið. Verkefni Skipavíkur eru því margs konar og framkvæmdastjórinn seg- ist ekki hafa yfir neinu að kvarta. „Það hefur bara gengið vel und- anfarin ár og við erum þokkalega brattir. Þetta snýst um að stíga var- lega til jarðar og vera ekki að sperra sig út af engu,“ segir hann. „Við erum heppnir að því leyti að við erum með dreifðan rekstur. Álver- ið hefur til dæmis verið stór kúnni hjá okkur í gegnum árin og nú er þjónusta við laxeldið á Vestfjörðum komin inn í gegnum slippinn. Svo rekum við verslun, byggjum hús og leigjum út húsnæði sem við eigum. Við höfum þannig gætt okkar á því að hafa ekki öll eggin í sömu körf- unni,“ segir hann. „Enn fremur höf- um við ekki ráðist í að byggja nein- ar íbúðir nema vera búnir að selja þær, eða hluta af þeim. Þannig höf- um við alltaf unnið. Það gerði það til dæmis að verkum að í hruninu sátum við ekki uppi með miklar eignir sem við gátum ekki selt. Við höfum aldrei ráðist í að byggja bara til að byggja og þykjast vera eitt- hvað stórir. Það hefur reynst okk- ur vel,“ segir hann. „Starfskraftur- inn hefur líka verið flottur og stab- íll í gegnum tíðina, það er lykillinn að öllu saman. Og svo líka bara að reyna að hafa gaman af hlutunum. Hér er allt í fínum málum,“ segir Sævar Harðarson að endingu. kgk Um 1500 tonnum af salti var land- að í Stykkishólmshöfn föstudaginn 24. apríl síðastliðinn. Það voru BB og synir sem önnuðust löndunina. Að sögn Sævars Benediktssonar hjá BB og sonum fer megnið af saltinu til Þórsness en hluti annað. Um er að ræða saltbirgðir út þetta ár og fyrir upphaf þess næsta. Þá var um 900 tonnum af áburði landað í Stykkishólmi síðastlið- inn fimmtudag, 31. apríl. Er það óvenju mikið að sögn Sævars, en BB og synir annast dreifingu hans til bænda. Allur sá áburður sem landað var í Hólminum þennan dag fer til bænda á Snæfellsnesi. Sævar segir að verið sé að dreifa honum þessa dagana og býst við því að farnar verði um 30 bílferðir með áburð til bænda þetta vorið. kgk Verið að landa salti í Stykkishólmi síðasta föstudaginn í apríl. Ljósm. sá. Salti og áburði landað í Stykkishólmi Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur. Ljósm. sá. Fimm húsbyggingar í gangi eða að hefjast Nóg að gera hjá Skipavík þessa dagana Verkefnastaðan hjá Skipavík er góð um þessar mundir. Fimm húsbyggingar í gangi eða um það bil að hefjast, auk annarra verkefna. Ljósm. sá. Parhús úr timbureiningum við Hjallatanga. Húsið var reist á einum og hálfum degi í síðustu viku. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.