Bæjarins besta - 02.12.1987, Side 6
6
BÆJARINS BESTA
BB SPYR
Er bakað laufabrauð á
þínu heimili?
Gunnhildur Sigurðardóttir:
Ég hef nú ekki bakað undan-
farin ár en við borðum laufa-
brauð.
Þórunn Pálssdóttir:
Já.
Margrét Jensdóttir:
Já, ég baka alltaf laufabrauð
með tengdaforeldrum mínum.
J>að kemur saman öll fjöl-
skyldan og bakar.
Sturla Halldórsson:
Já, það er gert.
HAKUR
P
Glímutökin
sterk og stinn
Á laugardagskvöldið sýndi sjón-
varpið okkur mann vikunnar,
Olaf Ragnar Grímsson. Þátturinn
var um margt skemmtilegur enda
Olafur óneitanlega sérstæður
persónuleiki. Rætt var við Pál
Pétursson formann þingflokks
Framsóknarmanna. Rifjaði Páll
upp í stuttu máli skamma veru
Olafs í Framsóknarflokknum og
talaði frekar hlýtt til hans.
Sjálfur taldi Olafur veru sína í
Framsóknarfolkknum hafa
skapað þau kynni, sem enn
endast, og væri það af hinu góða.
Einnig var rætt við eigin-
konuna Guðrúnu Porbergsdótt-
ur, sem vakti athygli á þeim
hliðum eiginmannsins, er sjaldnar
snúa að almenningi, andríki og
því að hann væri skemmtilegasti
maðurinn. sem hún þekkti. ef rétt
er munað.
Hér skal staldrað við. Æði oft
vill það gleymast í umræðu um
þekkta menn, ekki síst stjórn-
málamenn, að þeir eiga líka sitt
einkalíf og fjölskyldur. Sú hlið
sem blasir við í fjölmiðlum er oft
æði einlit. Pað á einkum við ef
lengi ög oft er fjallað um eitt
tiltekið málefni. Jafnframt vill
það einnig oft gleymast. að
stjórnmálamenn, þótt úr ýmsum
flokkum séu, eru þrátt fyrir allt
samstarfsmenn að meira eða
minna leyti. Ólafur Ragnar
fjallaði um pólitískan málflutning
þessu tengdan á eftirminnilegan
hátt.
Miðvikudagur
2. desember
17.50 Ritmálsfréttir.
18.00 Töfraglugginn.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Steinaldarmennimir
Bandarískur teiknimyndaflokkur.
19.30 Gömlu brýnin
(In Sickness and in Health) Breskur
gamanmyndaflokkur um nöldur-
segginn Alf og eiginkonu hans,
Elsu.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Ahrif
Þátturinn fjallar um ýmiss konar
áhrif á íslendinga og þjóðlífið, svo
sem menningaráhrif, áhrif tækni-
framfara, erlend áhrif o.f!.
21.30 Leiftur frá Líbanon.
(Lightnig Out of Lebanon) Ný
bresk heimildamynd.
22.20 Kolkrabbinn (6).
23.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Fimmtudagur
3. desember
17.50 Ritmálsfréttir.
18.00 Stundin okkar endursýnd.
18.30 Þrifætlingamir (10).
18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.05 íþróttasyrpa.
19.25 Austurbæingar.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós.
21.15 Matlock (10).
22.05 í vinnu hjá nasistum
(Jobtilbud í nazismens Tyskland)
Dönsk heimildarmynd með
leiknum atriðum. Fjallað er um
Dani sem sóttu vinnu til Þýskalands
á meðan land þeirra var hersetið í
seinni heimsstyrjöldinni.
23.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Föstudagur
4. desember
17.50 Ritmálsfréttir.
18.00 Nilli Hólmgeirsson (44).
18.25 Albin. Sænskur teiknimynda-
flokkur gerður eftir samnefndri
sögu eftir Ulf Löfgren.
18.40 Öriögin á sjúkrahúsinu (4).
Danskur framhaldsmyndaflokkur í
léttum dúr þar sem gert er grín að
ástarsögum um lækna og hjúkrun-
arkonur.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Matarlyst — Alþjóða mat-
reiðslubókin.
19.10 Á döfinni.
19.25 Popptoppurinn.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Þingsjá.
21.00 Annir og appelsínur.
21.35 Derrick.
22.35 Ástríðuþmngnir reimleikar
(The Haunting Passion) Bandarísk
sjónvarpsmynd frá 1984. Leikstjóri
John Korty. Aðalhlutverk Jane
Glímumaður í
návígi
Hann lýsti sjálfum sér sem
manni leiksins. Manni sem hefur
jafnmikla ánægju af leiknum sem
slíkum eins og niðurstöðu máls-
ins. Páll Pétursson sagði um Ólaf
eitthvað á þá lund. að ef hann
ætti um tvær leiðir að velja að
markinu, aðra sem kostaði bar-
áttu, glímutök, og hina sem færði
honum árangur án slíkrar fyrir-
hafnar, þá væri ekki spurning um
það að Ólafur veldi leið bar-
áttunnar.
Samkvæmt þessu er Ólafur
Ragnar Grímsson maður barátt-
unnar. Hann glímir því væntan-
lega samkvæmt reglum en sækir
fast.
Menn, sem fylgja sannfæringu
sinni fast og líta á hvert eitt
málefni sem baráttumál. geta átt
von á því að hljóta óvægna dóma
almennings. í aðra röndina er þaö
fyndið vegna þess að fólk kvartar
oft undan því að pólitíkusar
einkum alþingismenn séu orðnir
litlausir, þeir séu allir steyptir í
sama mótið. En rísi einn upp úr
og berjist drengilega þá er það
ekki nógu gott heldur.
Hafi menn sannfæringu þá
hljóta þeir að berjast fyrir henni.
En þá kemur návígið til. ísland
er örsmátt samfélag. Allir þekkja
til þeirra sem eru fram á í þjóð-
félaginu og þekkja þá jafnvel per-
sónulega. Þesss vegna eru orð
Seymour, Gerald McRaney og
Millie Perkins.
Ung hjón flytja í glæsilegt hús við
hafið. Umhverfið hefur einkennileg
áhrif á konuna og verður hún brátt
vör við að fyrri eigendur hússins
hafa ekki sagt skilið við staðinn.
00.10 Útvarpsfréttir í dagskráriok.
Laugardagur
5. desember
14.55 Enska knattspyman.
Bein útsending frá leik Queens Park
Rangers og Manchester United.
16.45 íþróttir.
17.00 Spænskukennsla II. 4. þáttur
endursýndur og 5. þáttur frum-
sýndur.
18.00 íþróttir.
18.30 Kardimommubærinn.
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Smellir.
19.30 Brotið til mergjar.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.45 Fyrirmyndarfaðir.
21.15 Maður vikunnar.
21.35 Erro.
Fylgst er með því er listamaðurinn
Erro setur upp sitt stærsta mynd-
verk til þessa í ráðhúsinu í borginni
Lille í Frakklandi.
22.10 Kvöldstund með Gene Kelly
23.10 Háskaleikur
(The Stunt Man) Bandarísk bíó-
mynd frá 1980. Aðalhlutverk Peter
O’Toole, Steve Railsback og
Barbara Hershey.
Maður á flótta undan lögreglunni fær
vinnu hjá kröfuhörðum leikstjóra
sem heldur yfir honum hlífðar-
hendi.
01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.