Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 02.12.1987, Page 10

Bæjarins besta - 02.12.1987, Page 10
10 BÆJARINS BESTA Finnbogi R. Jóhannesson: Eðlileg byggðaþróun á ísafirði Á RÁÐSTEFNU um byggðamál sem haldin ver á Selfossi lýsti bæjarstjóri ísafjarðar skoðun sinni og væntanlega bæjarstjórn- ar á þeim vanda er stendur eðli- legri byggðarþróun fyrir þrifum hér á ísafirði. í áliti bæjarstjóra kemur fram að megin vandinn í byggðarmál- um sé að húsnæði vanti fyrir um 100 manns. Þetta sé sá hópur sem atvinnulífið vanti nú þegar. Hins vegar er vandamálið það, hver skuli nú byggja þessar íbúðir því ekki eiga hugsanlegir íbúar að gera það eins og hefur tíðkast í áratugi bæði hér og annars staðar. Þennan ósið á nú að leggja niður, og bíða menn nú eftir Jóni Bald- vin og Jóhönnu Sigurðar að þau komi með heimild og fjármagn til framkvæmda, þegar það hefur gerst fjölgar ísfirðingum um 100 manns, og framtíðin því björt. Hver trúir þessu? Að vandinn sé falinn í 100 íbúðum? Sú um- ræða sem verið hefur undanfarna áratugi um vanda landsbyggðar- innar hefur ávallt leitt til þrenns konar niðurstaðna á meðal póli- tíkusa, þ.e.: Auka verði húsbygg- ingar heima í héraði (auka framboð). Stöðva verða peninga- .streymi frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Koma verði upp öflugu framhaldsskólabákni heima í héraði. En svo einkennilega hefur hag- að til að þó svo að eitthvað af þessu þrennu hafi verið bætt, breytir það engu um fólksfækkun á ísafirði. Hver skyldi vera skýringin á því? Atvinnumögu- leikar háskólamenntaðs fólks? Sífellt fleiri unglingar stefna nú á framhaldsnám, og hverfa því í burtu um nokkurra ára skeið, við því er ekkert að segja því það er ósköp eðlilegt og aldrei hægt að koma í veg fyrir það. Hitt er öllu verra að þegar námi lýkur er eng- in atvinna til staðar í viðkomandi fagi, og lítill eða enginn áhugi til þess að nýta þá þekkingu sem afl- að hefur verið. Aðrir landsfjórðungar hafa gert sér grein fyrir þessu og haga nú uppbygginngarstefnu sam- kvæmt því, þannig get ég nefnt Eyjafjarðarsvæðið sem hefur komið sér upp þróunarfélagi, þetta er gert til jress að styrkja starfandi fyrirtæki með faglegri aðstoð, og til eflingar nýsköpun í atvinnulífinu. Þetta hefur gefist mjög vel og á örugglega stóran þátt í stöðugt blómlegri atvinnu uppbyggingu við Eyjafjörð. Hér hefur það hins vegar vafist fyrir mönnum að ráða einn iðnráð- gjafa í 4-5 ár, þar sem ríkið komi ekki til með að greiða laun hans, bæjarfulltrúar sem berjast fyrir gengi ísfirskra fyrirtækja, hafa ekki hugmynd um að yfirleitt er vinna þessara manna seld og er nú reynt að láta þá starfa sem mest þannig að þeir standi undir sér. A meðan unga fólkið fær ekki atvinnumöguleika hér við sitt hæfi snýr það ekki aftur, frek- ar en það fólk af öðrum lands- hlutum- snúi hingað úr hærra launuðum störfum. Húsnæði breytir hér engu um. Þegar fólk sem hefur menntað sig fær at- vinnumöguleika, snýr það aftur að námi loknu og byggir þá sín hús eins og verið hefur. Höfundur er starfsmaður á dval- arheimilinu Hlíf. „Á meðan unga fólkið fær ekki atviiiiin við sitt hæfí snýr það ekki aftur.66 Vélsmiðian Þór: Fyrsti lyftarinn afhentur YÉLSMIÐJAN Þór er far- in að selja Toyota lyftara. Er þar með komið fyrsta lyftara- umboðið hér í bæinn. Hingað til hefur ekki verið hægt að kaupa lyftara án þess að greiða hann fyrst og láta síðan panta hann fyrir sig frá verk- smiðju. Nú ætla þeir í Þór að fara að hafa lyftara á lager. Að sögn Bergmanns Ólafssonar sölu- stjóra er ætlunin sú að strax eftir áramótin geti þeir haft fyrirliggjandi bæði rafmagns og diesel lyftara. Einnig verða þeir með þríhjóla lyftara sem eru nú að verða hið mesta þarfaþing um borð í togurun- um eftir að farið var að notast við kör í lestum þcirra. Reyndar hefur þegar verið Hér má sjá Steinar Kristjánsson taka við lyklunum að hinum nýja lyftara fyrir hönd Bakka h.f. úr hendi Bergmanns Ólafs- sonar sölustjóra hjá Yélsmiðjunni Þór h.f. seldur einn slíkur lyftari hing- að í bæinn fyrir milligöngu þeirra í Þór. Það var síðastliðinn föstu- dag sem fyrsti lyftarinn hjá Þór var formlega afhentur. Var það rækjuverksmiðjan Bakki h.f. sem keypti hann.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.