Bæjarins besta - 02.12.1987, Qupperneq 20
20
BÆJARINS BESTA
SMÁAUGLÝSINGAR
Sófasett
Til sölu furusófasett (3+2+1).
Einnig til sölu á sama staö
vélsleði.
Upplýsingar í síma 4958 á
kvöldin.
Radarvari
Til sölu Uniden RD25 radar-
vari. Verö kr. 18.000,-
Upplýsingar í síma 7251.
íbúð
Óska eftir að taka á leigu 2.
herb. íbúö eöa herbergi meö
öllu. Reglusemi heitiö.
Vinsamlegast hafið samband í
síma 4549.
Staldraðu við
Óska eftir 2-3 herb. íbúð frá og
með áramótum.
Upplýsingar í síma 4560 á
daginn og kvöldin.
Heiðar.
Borðtennis
Borðtennisborð til sölu. Verð-
hugmynd 16.000.-
Upplýsingar í síma 6142.
Hundur týndur
Hundurinn Hringur er týndur.
Hringur er svartur og hvítur.
Hann fór að heiman 20. nóv-
ember. Allir sem geta gefið
upplýsingar um Hring, vin-
samlegast hringi í síma 3724
eða 3380.
Takk fyrir.
Dagmamma
Mig bráðvantar dagmömmu
fyrir tæplega 2ja ára strák, fyrir
hádegi.
Upplýsingar í síma 3216.
Til sölu
Til sölu er sófasett (3+1+ 1+).
Einnig sófaborð í stíl á sama
stað.
Upplýsingar í síma 3519 eftir
kl. 18.
Daihatsu Charade
Til sölu er Daihatsu Charade,
árgerð 1980, 2ja dyra, ekinn
76.000 km. Góð greiðslukjör.
Upplýsingar í síma 3706.
Tölva
Til sölu tölva, Sinclair Plus.
Einnig fylgir Joystick, 3 leikir
og Phanasonic segulband.
Upplýsingar í síma 7651, eftir
kl. 17.
vikunnar
Björn Teitsson
skólameistari MÍ
Fullt nafn: Bjöm Teitsson.
Aldur: 46 ára.
Fjölskylduhagir: Ókvæntur til
þessa.
Foreldrar: Teitur Björnsson, bóndi
á Brún í Suður-Þingeyjarsýslu, og
kona hans Elín Aradóttir.
Helstu kostir: Um kostina eiga
aðrir að dæma. Hér skal þó nefnt
að ég tel mig hafa allgóðan smekk
fyrir íslensku máli.
Helstu gallar: Gallarnir eru ýmsir,
t.d. þykja mér sætindi helst til góð,
ekki síst tröllasúrusulta.
Bifreið: Citroen BX 1987.
Hvað finnst þér best við starfið?
Mikil fjölbreytni og þar með sam-
skipti við hina margvíslegustu
aðila.
Hvað finnst þér verst við starfið?
Pað er t.d. erfitt að eiga að bera
ábyrgð á heimavist.
Fyrri störf: Ég kenndi nokkuð
sagnfræði við Háskóla íslands og
stundaði sagnfræðirannsóknir
1971-79.
Laun: Að meðreiknaðri fastri
yfirvinnu um 100 þúsund á
mánuði.
Ef þú starfaðir ekki við það sem
þú ert að gera núna, hvað myndir
þú vilja gera? Ég gæti vel hugsað
mér að starfa að ritstjóm eða
útgáfustörfum, við kennslu eða
sagnfræðirannsóknir.
Ertu góður kokkur? Líklega
sæmilegur, en hef ekki lagt mig
mjög eftir því, þar sem slíkt kæmi
skjótt niður á vaxtarlaginu.
Uppáhaldsmatur: Eftirlætisfæðan
er dilkakjöt (fjallalambið
góðkunna).
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Ýmiss konar heimskupör, ekki síst
ef nemendur mínir eiga hlut að
máli.
Ertu feiminn? Sennilega.
Hvaða blöðum/tímaritum hefur þú
mestar mætur á? Þeim sem ég hef
helst starfað við, þ.e. Tímanum,
ísfirðingi og tímaritinu Sögu.
Ertu hjátrúarfullur? Nei.
Hvað gerir þú í tómstundum
þínum? T.d. les ég bækur (líka
hluti af starfinu), fer í sund og
gönguferðir, tek ljósmyndir.
Hlustar þú mikið á tónlist? Ekki
mjög mikið, helst á klassíska
tónlist.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Góða kímnigáfu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Óheiðarleiki, einnig
slæmt málfar.
Ertu ánægður með stjórn bæjarins
þíns? Já, bærilega ánægður, enda
tel ég ekki mjög auðvelt að stjóma
honum.
Hvaða mál myndir þú setja á
oddinn ef þú yrðir bæjarstjóri í
einn mánuð? Væntanlega byggingu
íþróttahúss og verkmenntahúss, svo
og umhverfismál.
Nefndu einhverja persónu sem þú
hrífst af: Glæsilegar konur hrífa
mig, sömuleiðis á sinn hátt snjallir
rithöfundar, en þessari erfiðu
spurningu ætla ég ekki að svara
nánar.
Hefur þú náð takmarki lífs þíns?
Líklega ekki. Ég tel mig þó hafa
náð nægum frama í starfi, ef átt er
við þá hliö lífsins.
SMÁAUGLÝSINGAR
Drasl!
Óskum eftir spýtum og drasli,
sem brennur. Setjiö þaö hjá
brennunni á Torfnesi. (Hjá
malarvellinum).
Brennuvargar.
íbúð til leigu
Til leigu er 5 herbergja íbúö aö
Sundstræti 30, efri hæð. Skipti
á íbúð í Reykjavík æskileg.
Upplýsingar gefur Ásdís í síma
91-33044.
Hlífarkonur!
Jólafundurinn veröur að Hótel
ísafirði, mánudaginn 7. des-
ember kl. 20:30.
Mætum í jólaskapi.
Kvenfélagið HLÍF.
Subaru
Til sölu Subaru árgerð 1985.
Upplýsingar í síma 4263.
Tapað
Tapast hefur grátt, gróft gull
karlmannsarmband.
Upplýsingar í síma 3527.
Bílskúr
Til sölu er bílskúr við Hlíðar-
veg.
Upplýsingar í síma 4291 á
kvöldin.
Minningarkort
Minnist látinna ástvina með
því að stuðla að útbreiðslu
fagnaðarerindisins. 3 tegundir
minningarkorta fást hjá Sigfúsi
B. Valdimarssyni, Pólgötu 6,
sími 3049.
Fiat 132
Til sölu er Fiat 132 1800,
árgerð 1976, vel með farinn.
Fæst fyrir lítinn pening.
Upplýsingar í sfma 7763.
Riffill
Til sölu rússneskur riffill 22
caliber, lítið notaður, með
mjög vönduðum kíki 4x32.
Riffillinn er til sýnis hjá
Skipasmíðastöð Marsellíusar
(lager) á daginn.
Nánari upplýsingar í síma
4774 á kvöldin.
Húsgögn o.fl.
Til sölu kommóða og skatthol.
Á sama stað einnig til sölu 1
stk. Moskvits árg 1980. Gott
verð.
Upplýsingar í síma 4258, eftir
kl. 19.