Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 30.12.1987, Qupperneq 8

Bæjarins besta - 30.12.1987, Qupperneq 8
8 BÆJARINS BESTA Sigurður J. Jóhannsson „Hverju reiddist goðið" Fáein orð til Harðar Högnasonar Pað verður að segjast strax í upphafi, að þar skilur á milli mín, fávíss og fákunnandi, (sbr. merk- ingu orðsins lítilsgildur, svo sem Hörður telur mig vera og kann ég vel því mati af hans hálfu) og menntamannsins Harðar Högna- sonar, að ég átti ekki von á skrifum eins og þeim er hann lét frá sér fara í Vestfirska og heita átti svar við grein minni í BB 11. nóv. s.l. í gegnum áratuga starf í íþrótta- og verkalýðshreyf- ingunni, í pólitík, þar með talið í bæjarstjórn ísafjarðar, hefi ég blessunarlega sloppið við að kynnast manngerð, eins og birtist mér í skrifum Harðar. Mér er full ljóst, að það er að æra óstöðugan, að ætla sér að elta ólar við skrif eins og þau er Hörður lætur frá sér fara. Að slepptum stóryrðum og upp- hrópunum er fátt eftir, nema ef vera kynni hagræðing hans á til- vitnunum í grein mína og sú aug- Ijósa staðreynd, að í seinni grein sinni virðist hann ekki muna hvað hann sagði í hinni fyrri. Pá virðist honum ýmislegt óljóst, sem ræki- lega var undirstrikað í grein minni. Má þar sem lítið dæmi nefna. að eftir að hafa undir- strikað ,,vald og vægi“ ráðherra- skipaðs forvera míns, þá lætur hann það ósagt hvort ég hafi fengið ráðherra skipan í bygg- ingarnefnd eða ekki. í grein minni fór ekki á milli mála hverjir væru fulltrúar ísafjarðar og ekki heldur um afstöðu þáv. heil- brigðisráðherra til nefndarinnar. þannig að hverjum sæmilega læsum manni var þetta opin bók. Ráðherra mvndi aldrei afneita „sínum manni“ eins og kemur fram í tilvitnuðu bréfi. Minnimáttar- kennd? Fávísi mín og fákunnátta binda hendur mínar. Ég er þess vegna ekki í stakk búinn til að fullvrða að menntamaðurinn, hjúkrunar- fræðingurinn Hörður Högnason, sé haldinn minnimáttarkennd. Sá fylgifiskur mannskepnunnar brýst út í ótal myndum og af ólíklegustu ástæðum, Ég er hins vegar mátulega treggáfaður til að gangast ekki upp í því, þótt Hörður sjái ástæðu til að ávarpa mig sem ,,hans hátign" og að sem slíkur tali ég ekki við ,,lægri gráðu en yfirlækni". Við Hörð get ég sagt það eitt. að ég hefi kynnst mörgum læknum um dagana, þar með töldum yfirlæknum, og verið undir handleiðslu þeirra. jafnvel svo árum skipti. Þessir menn höfðu yfir höfuð í ríkum mæli til að bera eðliskost þann er lítillæti kallast, en sem því miður virðist vanta hjá alltof mörgum í dag. „Alvitur hjúkrun- arfrædingur4í Hörður kveður það algenga meinloku að halda „að yfirlæknar séu allt vitandi og allsráðandi á sjúkrahúsum" og „víðsfjarri öllum raunveruleika“.Pessum kvilla er byggingarnefnd haldin, að hans mati. Hvað varðar undirritaðan og kynni hans af yfirlæknum varðar, skal tekið fram að það hefur aldrei hvarflað að honum, að þeir væru alvitrir. (Og áreiðanlega hefur engum þeirra dottið það í hug heldur.). Ég hefi aðeins haft spurnir af einum „Alvitrum lækni“ en frá honum segir í Grímsæfintýrum. Hins vegar skal ekki loku fyrir það skotið. að einhver ,,alvitur“ hafi skotist upp á einhvern annan tind hjúkrun- argeirans, þótt ég fái ekki numið það. Barnalegar tilraunir Harðar til að reka fleig á milli starfsfólks sjúkrahússins og byggingar- nefndar á þeirri forsendu að nefndin vilji ekki tala við það, eru í besta tilfelli broslegar. Þær eru jafn broslegar og sjálfsánægja hans og lítillæti er hann fjallar um þátt sinn í störfum tækjanefndar. En það er annara mál. Hún sagði það nú líka á góðri stundu. vél- ritunarstúlkan, að hún skrifaði öll bréf fyrir forstjórann! Stór orð hafa mikla ábyrgð Eftir að hafa gert samanburð á störfum mínum og forvera míns tekur Hörður þannig til orða: „Ein afleiðing ofangreindra vinnubragða formannsins eru fjölmargir gallar sem nýja húsið ,.prýða“.(Tilv. lýkur.) Það fer ekki á milli mála af skrifum Harðar, að allt það er hann agnúast út í, er mín sök. Og nú er svo komið, að mati þessa sjálfsumglaða og menntaða manns, hjúkrunarfræðingsins Harðar Högnasonar, að ég. sem formaður byggingarnefndar, ber ábyrgð á öllum hönnunargöllum. sem á húsinu eru enda eru þeir „afleiðing vinnubragða“ minna. Minna gat það ekki verið. Um þessi ummæli Harðar Högnasonar vil ég aðeins segja það, að ég dreg það í efa að hann sé reiðubúinn að standa við þau á öðrum vettvangi, en á síðum Vestfirska fréttablaðsins. Sá vettvangur er enn fyrir hendi. í framhaldi af stóru orðunum kemst Hörður síðan svo að orði: „Með þessu er ég ekki að segja að byggingin sé alvond. Öðru nær. Þar er flest til mikils sóma.“ Var einhver að tala um „holtaþoku- væl“? Sannleiksást menntamannsins í framhaldi af rullu sinni um vinnubrögð mín kemur sérfræð- ingurinn enn á ný inn á nauðsyn þess að endurskoða „margra ára

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.