Nesfréttir - feb. 2020, Side 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son
BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson
NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is
Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi
2 Nesfrétt ir
www.borgarblod.is
Heft umferðarflæði
Seltjarnarnesbær hefur gert athugasemdir við nokkrar framkvæmdir á umferðargötum í Vesturbæ Reykjavíkur.
Víkja þær einkum að þrengingum gatna við stoppistöðvar og
ljósastillingu. Bæjaryfirvöld telja þær hefta umferðarflæði til og frá
Seltjarnarnesi og brjóta í bága við samkomulag sveitarfélaganna frá
árinu 2013.
Í svari Reykjavíkurborgar er því neitað að verið sé að ganga á þetta samkomulag. Ekki er þó eining í borgarstjórn um að svo
sé. Nokkrir borgarfulltrúar létu bóka að Seltjarnarnesi sé fangi
Reykjavíkur í umferðarmálum.
Tæpast hugkvæmist nokkrum að byggja mislæg gatnamót eða viðlíka mannvirki við Hringbrautina vestan Melatorgs. Bygging
undirganga er nokkuð sem mætti hugleiða. Þau yrðu fyrst og fremst
fyrir gangandi og hjólandi fólk. Þau myndi auka öryggi þess en hafa
mjög takmörkuð áhrif á umferð bíla.
Hvar sem mörk sveitarfélaganna liggja þá er Seltjarnarnes og Vesturbær Reykjavíkur ein umferðarheild. Umferð af
Seltjarnarnesi og úr Vesturbænum að hluta liggur í gegnum
íbúðahverfi. Það setur stofnbrautum ákveðin mörk.
Ein leið til þess að koma hraðbraut fyrir í Vesturbæ Reykjavíkur væri að breyta Ægisíðunni í stofnbraut með tengingu suður fyrir
Reykjavíkurflugvöll. Varla nokkrum kæmi slík framkvæmd til hugar.
Því síður myndi hún hljóta samþykki. Önnur leið væri að leggja
Hringbrautina í stokk. Dýr mannvirkjagerð sem ekki er í augsýn.
Seltirningar verða líkt og aðrir íbúar á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins að sætta sig við þær umferðaræðar sem
eru til staðar. En eru þeir fangar Reykjavíkur?
Leið ari
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ Mínar síður
√ Húsbók þjónustusaga húss
√ Auk annarrar þjónustu
Húsfélagaþjónusta
Eignaumsjón leiðandi í 17 ár
www.eignaumsjon.is
Bráðskemmtilegt
Mýróball
Mýróball var haldi í félags-
heimilinu á Seltjarnarnesi þann
8. febrúar sl. Þar komu saman
nemendur úr Mýrarhúsaskóla
úr árgöngum 1947 til 1957 og
skemmtu sér og rifjuðu upp gamla
daga. Allt að 150 mans mætti
á ballið.
Boðið var upp á fordrykk við
komuna og svo var mjög góður
pinnamatur í boði fram eftir kvöldi.
Stefán Halldórsson úr árgangi
1949 var veislustjóri. Haldnar voru
ræður frá ýmsum árgöngum og
svo var dansað fram á miðnætti.
Hljómsveitin sem lék fyrir dansi
lék gömlu og góðu löginn t.d. lög
Bítlana og Rolling Stones.
Flottar konur á góðum aldri voru einkennandi á Mýróballinu.
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Dagskrá mars 2020
Eiðistorgi 11, 170 Seltjarnarnes, Sími: 5959-170, Netfang: bokasafn@seltjarnarnes.is
Opnunartími:
Mán. - fim. 10-19 og fös. 10-17. Lau. 11-14
2. mars kl. 20–22
5. mars kl. 17.30–18 21. mars kl. 11.30–12.30
3. mars kl. 19.30–20.30
23. MARS kl. 17.30–18.30
4. mars kl. 17–17.30
27. mars kl. 17
BRASS
Á TÓNSTÖFUM
Brassband Tónlistarskólans
kemur fram og spilar gamla
góða standara og slagara
inn á milli. Allir velkomnir!
HORMÓNAJÓGA
Rakel Fleckenstein Björnsdóttir
hormónajóga- og hathajógakennari
og þýðandi bókarinnar
Hormónajóga – leið til að
endurvekja hormónabúskap
þinn heldur erindi um
og kynnir bókina.
Gallerí Grótta – Sýning
Sigurður
Magnússon
sýnir verk sín í Gallerí
Gróttu á sýningunni
Inngrip.
Sýningunni lýkur
22. mars.
SelGARNanes
og nágrenni
Áhugafólk um hannyrðir hittist einu
sinni í mánuði og á notalega stund
saman við handavinnu, hjálpar hvert
öðru og deilir hugmyndum.
Allir velkomnir. Nánar á FB-síðu
hópsins: SelGARNanes og nágrenni
BÓKMENNTAKVÖLD
– Bragi Ólafsson
og Staða pundsins
Bragi Ólafsson rithöfundur
fjallar um og les upp úr bók
sinni Staða pundsins sem
tilnefnd var til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna 2019.
Sögustund fyrir
yngstu börnin
Lesin verður sagan
Skrímslin í myrkrinu.
Höfundur:
Áslaug Jónsdóttir
Sýningaropnun í
GALLERÍ GRÓTTU
Íris Ösp
Sveinbjörnsdóttir
opnar myndlistarsýningu
sína HRINGIR sem er
hluti af HönnunarMars.
Sýningunni lýkur 2. maí.
Ertu ekki örugglega á póstlistanum?
Skráðu þig á Bókasafni Seltjarnarness eða sendu póst
á bokasafn@seltjarnarnes.is og við setjum þig á listann.
Börnum býðst að heimsækja safnið
og lesa sér til ánægju fyrir hunda
sem eru sérstaklega þjálfaðir til að
hlusta á börn lesa. Sex börn komast
að í hvert skipti.
Lesið fyrir hund
– Vigdís Vinir
gæludýra á Íslandi
Skráning á sigridur.gunnarsdottir@seltjarnarnes.is