Nesfréttir - Feb 2020, Page 10

Nesfréttir - Feb 2020, Page 10
10 Nesfrétt ir Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Skemmtilegt verkefni á eiði Við á deildinni Eiði í leikskóla Seltjarnarness erum að vinna með mjög skemmtilegt verkefni um þessar mundir. Verkefnið byggir á aðferð sem kallast könnunaraðferðin og er unnið út frá áhuga barnanna. Verkefnið er sérstaklega skemmtilegt í ár og hugmyndin kemur út frá þema leikskólans þetta árið sem er Jörðin. Það er unnið í samstarfi við foreldra barnanna á deildinni og hefur það farið hratt stækkandi. Unnið er í tveimur hópum og völdu báðir hóparnir að vinna með eldfjöll eftir að hafa unnið með hugarkort þar sem jörðin var í miðdepli. Annar hópurinn valdi eldfjöll á Íslandi og eru þau mjög heilluð af gosinu í Vestmannaeyjum. Hinn hópurinn valdi eldfjöll úti í heimi. Einnig hafa báðir hóparnir fylgst vel með og sýnt áhuga á kvikumyndun undir Þorbjarnarfelli. Við tökum þátt í HönnunarMars og verðum með sýningu á verkefninu í Norræna húsinu en það er einn þáttur í foreldrasamstarfinu þar sem við erum svo heppin að Þórey Eva stjórnandi HönnunarMars er foreldri hjá okkur á deildinni. Við erum einstaklega heppin með hversu áhugasamir foreldrar hafa verið við að aðstoða okkur í verkefninu t.d. höfum við fengið heimsókn frá fagstjóra í líffræði og jarðfræði við Menntaskólann í Reykjavík til okkar. Fræddi hún okkur um jarðskjálfta og kom með ýmislegt skemmtilegt til að sýna börnunum og segja frá t.d. hraun, ösku, alls konar steina og gerð var tilraun með vikurstein og vatn sem sló í gegn. Einnig fengum við til okkar einn afa sem sagði okkur frá gosinu í Vestmannaeyjum. Börnin voru búin að setja saman spurningar sem höfðu vaknað hjá þeim í umræðum um gosið. Börn og starfsfólk lærðu mikið af þessari heimsókn. Magnús Tumi fræddi börnin um eldgos Einn pabbinn hjá okkur tók sig til og sendi póst á Magnús Tuma eldfjallasérfræðing og fékk hann til að taka á móti okkur í HÍ og fræða okkur um eldgos og eldfjöll en unnið er að finna tíma og dag sem hentar öllum. Allt starfsfólk deildarinnar hefur verið fullt af áhuga og einstaklega gaman að vinna verkefni sem allir taka þátt í af ánægju og gleði en ég er einstaklega heppin með samstarfsfólk á deildinni. Verkefnið hefur verið tekið upp og mikið af myndum verið teknar af ferlinu sem Gunnar Páll auglýsingaleikstjóri, annað foreldri, ætlar að setja saman fyrir okkur svo hægt verði að sjá ferli verkefnisins á sýningunni. En það sem er svo gaman við könnunaraðferðina er að hægt er að sjá ferlið frá upphafi til enda sem og þá þekkingu sem börnin hafa tileinkað sér. Þetta er bara hröð yfirferð á verkefninu sem fléttast svo líka í listaskála þar sem hvert barn er að búa til sína eigin jörð. Opna sýningu formlega 28. mars Á sýningunni verða einnig teikningar og skissur af ferlinu frá börnunum og samvinnuverkefni sem er stórt eldfjall, allt það ferli er í höndum Kristínar Vilborgar sem er verkefnastjóri í listaskála en hún er einnig leirlistarkona sem tengir okkur enn betur við sýninguna og þátttöku í HönnunarMars. Börnin opna sýninguna formlega laugardaginn 28. mars kl. 13 og eru þau að útbúa boðskort sem og gestalista sem sendur verður út í byrjun mars. Nafnið á sýningunni kom svo með lýðræðislegum hætti þar sem allir komu með hugmyndir af nafni sem var svo kosið um í samverustund. Fyrir valinu varð “Eldurinn í jörðinni”. Helga Lotta deildarstjóri á Eiði. Þú hitar bílinn með fjarstýringu og nýtur þannig þæginda og öryggis Aldrei að skafa! Með Webasto bílahitara Bílasmiðurinn hf. Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavik - sími 5672330 - www.bilasmiðurinn.is - bilasmiðurinn@bilasmiðurinn.is

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.