Nesfréttir - febr 2020, Side 13

Nesfréttir - febr 2020, Side 13
Nesfrétt ir 13 Skeljagrandi 1 · 107 Reykjavík Sími 899 3417 · www.tölvuland.is PC og Apple tölvuviðgerðir Fullkomið tölvuverkstæði og margra ára reynsla og þekking fagmanna Menntun og tækifæri Eitt af því besta við að búa á Seltjarnarnesi er hversu gott það er að alast hér upp. Vel skipulögð umgjörð og öflugt fagstarf í leik-, grunn-, og tónlistarskólanum ásamt frábæru gæðastarfi í íþrótta- og tómstundastarfi bæjarins gerir Seltjarnarnes að einum eftirsóttasta stað landsins til að ala upp börn. Þessum gulleggjum þarf þó að viðhalda með uppbyggingu innviða og stuðningi við fagfólk sem vill þróa fræðslustarfið á Nesinu til framtíðar. Því miður hafa komið upp mál í vetur þar sem stjórnendur bæjarins hafa lent upp á kant við kennara í leik- og grunnskólum bæjarins og er komin þreyta í kennarahópinn þar sem loforð um bætt kjör og betri aðbúnað eins og bygging nýs leikskóla dragast sífellt á langinn. Það eru fjölmörg tækifæri hér á Nesinu til þess að styðja við öflugt menntastarf og stendur nú yfir þessar vikurnar stefnumótunarvinna í menntamálum á Seltjarnarnesi þar sem móta á stefnu til næstu ára. Að því tilefni boðar Samfylking Seltirninga til opins fundar um menntamál 25. febrúar næstkomandi á bókasafni Valhúsaskóla klukkan 20:00. Á fundinum verða fluttar stuttar kynningar um nýja menntastefnu Reykjavíkurborgar og þau tækifæri sem felast í grunnskólakerfinu á Nesinu en fyrst og fremst viljum við heyra frá bæjarbúum hvað ykkur finnst að vel sé gert og hvar mætti sækja fram í skóla- og frístundamálum á Nesinu. Hildur Ólafsdóttir – Fulltrúi Samfylkingar Seltirninga í skólanefnd Guðmundur Ari Sigurjónsson – Bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga Guðmundur Ari Sigurjónsson. Hildur Ólafsdóttir. 1717 RAUÐA KROSSINS HJÁLPARSÍMI Opinn allan sólarhringinn Upplýsingar um úrræði Alveg ókeypis (líka úr gsm) Kemur ekki fram á símreikning Fullur trúnaður Ef þér líður illa – ef þú átt í vanda Komdu með bílinn á Hólmaslóð 2 ú á Granda og fáðu skoðun sem gildir í ár eða lengur AFGREIÐSLUTÍMI mán.-fös. kl. 8-17 Það er alltaf logn á Grandanum Skoðun dagsins:

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.