Nesfréttir - feb. 2020, Blaðsíða 14
14 Nesfrétt ir
G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is
getRaunanÚMeR
gRóttu eR
170
Ofurhetjumót fimleikadeildar
Gróttu fór fram í nýja
fimleikasalnum 25. og 26.
janúar síðastliðinn. Þetta var í
11. sinn sem mótið er haldið en
það hét áður Hello Kitty mótið.
Góður rómur var gerður að
nýja salnum og mikil ánægja
var meðal þjálfara með allan
aðbúnað og áhöld. Þetta var
fyrsta stóra mótið sem haldið
hefur verið í fimleikasalnum.
Það var mjög lærdómsríkt fyrir
okkur sem stöndum að starfinu í
fimleikadeildinni að keyra svona
stórt mót í salnum.
Á mótinu kepptu um 260
keppendur á aldrinum átta til 12
ára og komu frá sex fimleikafélögum. Keppt var í 4., 5. og 6. þrepi íslenska
fimleikastigans. Gleðin skein úr augum keppenda en hluti þeirra var að
stíga sín allra fyrstu skref í fimleikakeppni. Það þarf djörfung og hug til
þess að stíga út á keppnisgólfið og börnin öðlast reynslu sem nýtast mun
þeim til framtíðar. Fimleikadeildin vill koma á framfæri þökkum til allra
þeirra sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd mótsins.
Þjálfarar deildarinnar eru hoknir af reynslu og tóku nokkrir virkan
þátt í skipulagningu mótsins. Sesselja Järvelä yfirþjálfari keppnishópa
dró vagninn og á heiður skilinn fyrir aðkomu sína að skipulagningu. HB
heildverslun og fimleikavörur.is fá sérstakar þakkir fyrir stuðning sinn við
deildina í gegnum árin. Við undirbúning mótsins sannaðist enn og aftur
hversu öflugt og frábært fólk stendur að börnunum í fimleikadeildinni.
Með aðstoð sjálfboðaliða og foreldra úr Gróttu tókst okkur að gera
Ofuhetjumótið 2020 að eftirminnilegum viðburði og vonumst við að
sjálfsögðu til þess að sjá allar fimleikaofurhetjurnar aftur að ári.
Sjötti flokkur karla skellti sér á Njarðvíkurmótið í byrjun febrúar.
Grótta tefldi fram fimm liðum á mótinu en spilað var í Reykjaneshöllinni.
Fallegur fótbolti og leikgleði var fremst í flokki og allir leikmenn stóðu sig
með prýði. Lið Gróttu í Ensku-deildinni gerði sér svo lítið fyrir og vann sína
deild á mótinu.
Sjötti flokkur karla kom
með bikar frá njarðvík
ofurhetjumót gróttu
Strákar úr sjötta flokki.
Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 ára
kvenna landsliðsins sem hélt til Írlands
til að leika tvo vináttuleiki. Leikið var á
Írlandi dagana 14. og 16. febrúar.
Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir
einnig og spilar með meistaraflokki kvenna.
Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður
sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta
landsliðskona Gróttu þegar hún lék með
U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.
Knattspyrnudeild Gróttu óskar Tinnu til
hamingju með valið.
tinna Brá á leið til írlands
Þrjátíu stelpur úr 7. flokki kvenna spiluðu á fótboltamóti Auðar og HK
laugardaginn 18. janúar.
Grótta tefldi fram fimm liðum á mótinu og skemmtu sér allir gríðarlega
vel. Sigrar, töp og jafntefli en umfram allt leikgleði og barátta.
Sjöundi flokkur kvenna á
fótboltamóti HK og auðar
Stelpur úr sjöunda flokki.
Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir var
valin í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem
æfði saman 29. til 31. janúar undir stjórn
Jörundar Áka Sveinssonar.
Rakel er á sextánda ári og því á eldra ári
í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki
Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona
sem er búin að stimpla sig vel inn
í meistaraflokk.
Rakel lóa á úrtaksæfingum
u16 ára landsliðsins