Morgunblaðið - 24.06.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.06.2020, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 É g tilheyri kynslóð sem man eftir vondum vegum og finnst í raun al- veg merkilegt að hægt sé að bruna til Akureyrar á örfáum tímum,“ seg- ir Egill sem hefur alið manninn í 101 til fjölda ára þar sem hann býr í hjarta mið- borgarinnar. „Norðurland er sérlega fjölbreytt og mér finnst líka þægileg tilfinning að vera kominn á Ísland sem er dálítið mikið öðruvísi en það sem ég þekki best. Fólkið talar meira að segja að- eins öðruvísi en við fyrir sunnan,“ segir Egill og bætir við að sér finnist sérstaklega skemmtilegt að tala við skýrmælta Norðlend- inga: „Ég grínaðist með það um daginn að ég væri svo mikið kamelljón að ég færi að tala norð- lensku undir eins og ég kæmi þangað. Það eru mest brögð að þessu þegar ég kem í Þingeyj- arsýslur. Þannig var ég varla kominn til Húsa- víkur um daginn þegar ég hóf að tala klingjandi norðlensku. Ég get bara ekkert að þessu gert, en fjölskyldu minni finnst þetta brjálæðislega fyndið,“ segir hann og hlær. Siglufjörður í sérstöku uppáhaldi Spurður að því hvort hann eigi sér einhverja uppáhaldsstaði á Norðurlandi nefnir hann Siglufjörð sem hann segir í miklu uppáhaldi hjá sér eftir þættina sem hann gerði og voru sýndir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Órakaður og alsæll Egill smellti í selfí þar sem hann var á flækingi um Norðurland í síð- ustu viku. Egill er mikill aðdáandi Siglufjarðar og hvetur alla til að fara þangað. Svo bíður hann þess að Akureyri verði að alvöru borg. Morgunblaðið/Hafþór Morgunblaðið/Sigurður Bogi Finnst best að finna laut við læk og sofna í faðmi náttúrunnar Egill Helgason hefur á ferli sínum sem sjónvarpsmaður ferðast víða um landið. Hann gerði meðal annars góða þætti um Siglufjörð og þar heillaðist hann mikið af þeim skemmtilega bæ en hann segir að sér finnist allt þetta landsvæði skemmtilega ólíkt því sem hann á að venjast fyrir sunnan. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Egill segist alls ekki vera nein miðbæjarrotta heldur kunni vel við sig úti á landsbyggðinni. Siglufjörður er sögufrægur bær. Egill segir að Ásbyrgi sé einn af fallegustu stöðum landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.