Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 24.06.2020, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 11 Norðurþing Verið velkomin Fuglastígur á Norðausturlandi www.northiceland.is www.visithusavik.com www.nordurthing.is á RÚV nú í vetur. „Siglufjörður hefur svo mikla og merkilega sögulega dýpt. Svo finnst mér ævintýralegt að aka meðfram norðurströnd- inni, frá Húsavík, út á Melrakkasléttu, Langa- nes og til Vopnafjarðar. Þar er maður kominn eins langt frá Reykjavík og hægt er, í mikið strjálbýli,“ segir hann. „Stundum hefur maður gott af því að vera þar sem er fátt fólk. Ég verð reyndar alltaf hissa þegar fólk þekkir mig á stöðum úti á landi en sjónvarpið sést víst þar líka,“ segir hann kíminn. „Húsavík finnst mér einnig vera indælisbær og ég á þann draum að Akureyri verði einhvern tíma alvöru borg, Ís- land má alveg við því að eiga tvær borgir.“ Á margar minningar úr upptökuferðum fyrir sjónvarpið Egill rekur aðra ætt sína í Húnavatns- sýsluna, nánar tiltekið á Björnólfsstaði í Langadal sem eru rétt hjá Blönduósi. „Ég fór þangað einu sinni þegar ég var lítill drengur með föðursystur minni og ég man að mér þótti þetta heldur fornbýlt enda bjó þar afabróðir minn ásamt ráðskonu sinni. Ég á í sjálfu sér engar sérstakar æskuminningar þarna að norðan því mínar minningar tengjast aðallega upptökuferðum fyrir Sjónvarpið. Sumir halda að ég sé holdgervingur 101- mannsins, en það passar ekki alveg því ég hef farið mjög víða um landið og tekið upp efni. Því fylgir yfirleitt mikil keyrsla og vinna, því ekki viljum við bruðla með fé Sjónvarpsins. Mest hef ég farið á Siglufjörð og eignast þar ynd- islega vini – en þessi landshluti togar mikið í mig,“ segir hann og teygir sig eftir kaffibolla um leið og hann heldur áfram: „Síldarminja- safnið á Siglufirði er til dæmis alveg á heims- mælikvarða og það er um að gera að gefa sér góðan tíma til að skoða það vel. Fyrir fólk sem hyggst gista á Siglufirði mæli ég tvímælalaust með hótelunum tveimur, Hótel Sigló og Hótel Siglunesi. Á síðarnefnda hótelinu er hinn róm- aði marokkóski veitingastaður og á Akureyri fær maður einn besta indverska mat á Íslandi – að hugsa sér hvað heimurinn hefur breyst! Svo borðaði ég líka á stað sem heitir Báran á Þórs- höfn síðasta haust og það var afburðagóður matur.“ Þingvellir „kidstöff“ miðað við Ásbyrgi Að lokum nefnir Egill skrúðgarðinn á Húsa- vík sem heillaði hann upp úr skónum. „Ég held barasta að hann sé sá fallegasti á Íslandi, en það er ekki auðvelt að finna hann. Líklegast er best að fá leiðsögn frá heimamönnum. Svo er það Ásbyrgi. Sigurður Pálsson vinur minn ólst upp á næsta bæ við Ásbyrgi og sagði að miðað við það væru Þingvellir „kidstöff“ – það er nokkuð til í því. Ég var þar um daginn og heyrði söng og kvak í ótal fuglategundum – hví- lík upplifun! Best finnst mér samt alltaf á ferðalögum að finna góða laut, helst við læk eða á, og sofna síðan svolítið í skauti náttúrunnar,“ segir 101-maðurinn og náttúruunnandinn Egill Helgason. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þessi litríku hús setja svip sinn á Siglufjörð. „Sumir halda að ég sé holdgervingur 101- mannsins, en það passar ekki alveg…“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.