Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 Það er í raun harla fátt sem fer í taug-arnar á mér. Svona þannig. Mérfinnst nefnilega að maður eigi yfirleitt að vera léttur og það að láta hluti pirra sig skemmir aðeins fyrir þeim lífsstíl. Svo ég geri mitt besta til að láta hitt og þetta ekki trufla og það tekst næstum alltaf. En bara næstum. Það er úr ýmsu ergelsi að velja en af öllu held ég að ákveðin orðanotkun fari mest í taugarnar á mér. Og sérstaklega eitt orð: Næstkomandi. Það er svo fáránlegt, asnalegt og bjánalegt. Og tilgangslaust. Ég er kannski í mjög góðum fíling að hlusta á útvarpið þegar brestur á með aug- lýsingum. „Minnum á fundinn 10. júlí næst- komandi,“ les Sigvaldi Júlíusson með sinni hljómfögru rödd, og hefur auðvitað ekkert með þetta orðalag að gera. Þá sit ég í bílnum og garga á útvarpið: „Ha? Eruð þið ekki að auglýsa fund á NÆSTA ári? Eða ÞAR- NÆSTA?“ Kannski garga ég ekki fýsískt en inni í mér ólmast ég af pirringi. Sem er náttúrlega ekki gott. Ættum við kannski að segja, ef eitthvað á að gerast á næsta ári, þarnæstkomandi? Það vill nefnilega þannig til að þegar við tölum um dagsetningar gildir sú regla að það er næsti dagur sem við erum að tala um. Nema annað sé tekið fram. Þá myndum við sennilega segja: Minnum á fundinn 10. júlí 2021. Sem vekur eðlilega spurninguna: Af hverju ætti einhver að auglýsa fund með rúmlega árs fyrirvara? En það er kannski ekki punkturinn Hann er: Það er ekki til til- gangslausari hlutur í heiminum en þetta orð. Það á reyndar líka við um bróður þess: Síðastliðinn. Ef ég segi að eitthvað hafi gerst á þriðjudaginn þá meina ég nákvæmlega það. Þriðjudaginn. Síðasta þriðjudag og ég þarf ekki að taka það fram. Svo, fyrst ég er byrjaður á annað borð, langar mig líka að nefna orðið gamall. Þá er ég ekki að tala um þegar einhver segir að einhver sé orðinn gamall. Frekar sagt er að einhver sé 28 ára og ákveður að bæta gamall við fyrir aftan. Og jæja. Nú get ég bara ekki hætt. Síðan. Það gerðist fyrir 10 árum. Það er alveg nóg. Það þarf ekki að segja að eitt- hvað hafi gerst fyrir tíu árum síðan. Það bætir engu við. Já, og svo langar mig til að bæta við hvort við getum ekki hætt að segja á síðasta ári og notað frekar í fyrra. Pæling jafnvel að hætta að segja að lögreglan hafi framkvæmt húsleit og segja bara að hún hafi leitað í húsi. En kannski er það ósanngjörn krafa þar sem húsleit er víst eitthvert ákveð- ið hugtak sem fólk sem hefur sérhæft sig í að ákveða og framkvæma slíka leit kann að meta. Er ekki líka hægt að hætta að segja, sér- staklega í fótboltalýsingum, að eitthvað sé ekki nægjanlega gott og segja bara nógu gott. Það er svo miklu fallegra. Það væri sömuleiðis góð hugmynd að hætta að segja að markmaðurinn sé með sex skot varin. Bara að hann hafi varið sex skot. Og jafnvel líka að segja stundum að einhver hafi meitt sig en ekki orðið fyrir meiðslum. Já og gærnótt er ekki til. Annað var það ekki. Mér líður miklu betur. Góðar stundir. ’Það er úr ýmsu ergelsi aðvelja en af öllu held ég aðákveðin orðanotkun fari mest ítaugarnar á mér. Og sérstaklega eitt orð: Næstkomandi. Það er svo fáránlegt, asnalegt og bjána- legt. Og tilgangslaust. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Næstkomandi og síðastliðinn Það var með stolti sem ég kynntií vikunni árangur Íslands íbaráttunni gegn Covid-19 fyr- ir á annað hundrað hagaðilum í ferða- þjónustu víðsvegar um heiminn, á fundi Alþjóðaráðs ferðaþjónustunnar, WTTC. Það sem ég var stoltust af að geta sagt frá var sú staðreynd að á Ís- landi hefði okkur tekist að kveða nið- ur bylgjuna, a.m.k. að sinni, án þess að loka grunnskólum, án þess að loka veitingastöðum, án þess að banna fólki að njóta útivistar – með öðrum orðum: án þess að loka samfélaginu. Reynsla okkar undanfarnar vikur og mánuði hlýtur að vekja þakklæti innra með hverju og einu okkar fyrir það opna samfélag sem við búum í. Hún ætti líka að vera okkur hvatning til að hugleiða á hverju þeir styrk- leikar byggja og hvað ógnar þeim. Sundrungarárátta er ógn Ég tel að sundrung sé ein helsta ógn hins opna samfélags. Nánar tiltekið sú tilhneiging að leita sér sífellt að óvinum og gera ágreining við þá að sínu stærsta og jafnvel eina viðfangs- efni. Ég er auðvitað ekki að segja að við eigum að vera sam- mála um allt. En við eigum ekki að búa til sem mestan ágreining af sem minnstu tilefni. Ef við greinum sum ágreiningsmál samtímans, hér á landi og erlendis, kemur í ljós að stríð- andi fylkingar eru vissulega ósammála um áherslur en meira og minna sam- mála um grundvallaratriði. Lykilsetning hjá báðum hópum er eitthvað á þessa leið: „Að sjálfsögðu er ég sammála því, en aðalatriðið er að …“ Nokkrar dæmigerðar rökræður Tökum nokkur dæmi: „Að sjálfsögðu er ég sammála því að hámarka tækifæri allra, en aðal- atriðið er að auka verðmætasköpun.“ / „Að sjálfsögðu er ég sammála því að auka verðmætasköpun, en aðalatriðið er að hámarka tækifæri allra.“ „Að sjálfsögðu er ég sammála því að verja málfrelsið, en aðalatriðið er að nota ekki orð sem særa aðra.“ / „Að sjálfsögðu er ég sammála því að nota ekki orð sem særa aðra, en aðal- atriðið er að verja málfrelsið.“ „Að sjálfsögðu er ég sammála því að verja réttarríkið, en aðalatriðið er að uppræta kynbundið ofbeldi.“ / „Að sjálfsögðu er ég sammála því að upp- ræta kynbundið ofbeldi, en aðal- atriðið er að verja réttarríkið.“ „Að sjálfsögðu er ég sammála því að mótmæla mannréttindabrotum, en aðalatriðið er að mótmælin breytist ekki í skemmdarverk og glæpi.“ / „Að sjálfsögðu er ég sammála því að mót- mælin megi ekki breytast í skemmd- arverk og glæpi, en aðalatriðið er að mótmæla mannréttindabrotum.“ „Að sjálfsögðu er ég sammála því að líf svartra skiptir máli, en aðal- atriðið er að líf allra skiptir máli.“ / „Að sjálfsögðu er ég sammála því að líf allra skiptir máli, en aðalatriðið (út af sottlu) er að líf svartra skiptir máli.“ „Að sjálfsögðu er ég sammála því að veita hælisleitendum skjól, en aðalatriðið er að yfirlesta ekki vel- ferðarkerfið.“ / „Að sjálfsögðu er ég sammála því að yfirlesta ekki velferð- arkerfið, en aðalatriðið er að veita hælisleitendum skjól.“ Að búa til óvini Ef við erum meira og minna sammála um grundvallaratriðin, hvers vegna er þá deilt eins harkalega um þessi mál og raun ber vitni? Ástæðurnar eru tvær. Í fyrsta lagi er raunverulegur áherslumunur til staðar. Hann ætti þó að vera hægt að ræða án æsings og stóryrða þannig að vandinn liggur annars staðar. Vandinn liggur í tortryggni um að hinn hópurinn meini það sem hann segir í fyrri hluta setningarinnar. Að orðin „að sjálfsögðu er ég sammála því að …“ séu yfirvarp, innantóm orð til að drepa málum á dreif. Viðkom- andi sé í raun og veru alls ekkert sammála því sem hann segist vera sammála. Það er heilbrigt og eðlilegt að reyna að afhjúpa slíka hræsni. Að pota með rökum og beinskeyttum spurningum í málflutning „andstæð- inga“ sinna til að at- huga hvort hann er í raun og veru einlæg- ur eða bara yfirvarp og plat. En það er engum hollt að burðast með þá skaðlegu sýn á líf- ið að allir sem hafa aðrar áherslur séu þar með að ráðast á manns eigin grundvallargildi; að þeir séu óvinir sem sé mikilvægt að skjóta í kaf með öllum tiltækum ráðum. Misstór en lærdómsrík dæmi Útgáfufyrirtæki Bjarkar Guðmunds- dóttur og fleiri tilkynnti nýlega að heiti þessi yrði breytt úr „One Little Indian“ af því að það sé tekið úr vísu sem einkennist af rasisma. Lexían er að það býr ekki endilega illur hugur á bak við það sem aðrir kunna að skynja sem árás; við erum öll að reyna að fóta okkur og læra. Í vikunni var vísað til harðstjórnar nasista með notkun á hugtakinu „Be- rufsverbot“ vegna vals á ritstjóra tímarits. Lexían er að stundum virð- ast engin takmörk fyrir stóryrðum af litlu tilefni. Þriðja dæmið, öllu stærra í sniðum, er auðvitað ástandið í Bandaríkj- unum undanfarna daga. Sundrungin í því ágæta vinalandi okkar hlýtur að valda okkur bæði áhyggjum og sorg. Fyrirsögn þessarar greinar er til- brigði við heiti frægrar bókar austur- ríska heimspekingsins Karls Popp- ers, „Opna samfélagið og óvinir þess“. – Ég tel að á Íslandi séu sárafáir raunverulegir óvinir hins opna samfélags. Ég tel að þeir séu miklu færri en ætla mætti af opin- berri umræðu. Við skulum endilega skjóta þá í kaf en spyrjum áður en við skjótum og gætum þess að snúa ekki í æsingi og fljótfærni baki við þeim sem eru þrátt fyrir allt samherjar okkar. Sjálfur æsingurinn er kannski hættulegasti óvinurinn. Opna samfélagið og óvinurinn Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Það er engum holltað burðast með þáskaðlegu sýn á lífið aðallir sem hafa aðrar áherslur séu þar með að ráðast á manns eig- in grundvallargildi. SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.