Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 22
Fyrir 4 8 stk lundir 250 g kjörsveppir 500 ml rjómi 100 g skyr 3 stk bökunarkartöflur 50 g smjör 100 gr rifinn parmesan BÉARNAISE 4 eggjarauður 400 ml hreinsoðið smjör béarnaise-essence eftir smekk 1 msk edik salt Skerið sveppi og steikið í smjöri. Bætið rjóma við og sjóðið í 15 mínútur. Maukið allt saman og smakkið til með salti. Bætið skyri út í rétt áður en borið er fram. Setjið eggjarauður í skál ásamt ediki og matskeið af vatni. Setjið skálina í pottinn og þeytið eggin þar til þau fá kremaða áferð og ná 70 gráðum. Takið af hita og hellið bráðna smjörinu rólega út í og með- an hrært. Smakkið til með salti og béarnaisekrafti. Saxið estragon og hrærið út í. Steikið lundirnar á heitri pönnu. Eftir að þeim er snú- ið við er smjöri bætt við og slökkt undir. Takið lundirnar af pönnunni, látið á skurðar- bretti og hvílið kjötið í 4-5 mínútur. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið öllu fallega á disk. Skrælið kartöflur og sker- ið þunnt í mandólíni eða með mjög beittum hníf þannig að skífurnar verði 2-3 mm að þykkt. Raðið kartöflum í eldfast form, hálfar hver ofan á aðra í hring. Raðið í 8-10 lög. Penslið á milli laga með smjöri, rifnum parmesan og smá salti og pipar. Bakið á 180°C í klukku- tíma. Kælið og skerið í bita sem eru 2 x 5 cm. Steikið þessa kartöflubita á pönnu báðum megin þar til gullinbrúnar. BÉARNAISE Setjið einn bolla af vatni í pott og náið upp suðu. Kindalundir Ljósmyndir/Sól Stefánsdóttir 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020 LÍFSSTÍLL Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Mallorca línan komin í sýningasal Fyrir 4 285 g mjólk 16 g matarlímsblöð 400 g súkkulaði, saxað 665 g léttþeyttur rjómi Látið matarlíms- blöðin í ískalt vatn í tíu mínútur. Setjið mjólk í pott og náið upp að suðu. Takið af hellu og setjið þá matarlímsblöð út í mjólkina og hellið yfir saxaða súkkulaðið og hrærið. Þegar súkkulaði- blandan hefur náð 40 gráða hita er létt- þeyttum rjómanum blandað létt saman við. Setjið inn í kæli og látið hvíla í fjórar klukkustundir. JARÐARBERJA- KRAP 450 g jarðarber 45 g sykur 125 ml vatn ½ sítróna Setjið jarðarberin í matvinnsluvél og maukið. Setjið sykur, vatn og jarðarber í skál ásamt safa úr hálfri sítrónu. Hrærið saman þar til sykurinn er uppleystur. Setjið skálina í frysti og hrærið í blöndunni á 10 mínútna fresti þar til hún er alveg frosin. Raðið fallega á disk og skreytið að vild, t.d. með muldum marens og ferskum jarð- arberjum. Súkkulaðimús Fyrir 4 1 flak reykt ýsa 20 g smjör 2 stk bökunarkartöflur 100 ml rjómi salt eftir smekk skyr 50 g 200 g smjör Roðflettið ýsuna og skerið í 60-80 gramma bita. Þegar ýsan er klár er hún tekin úr pokanum, sett á disk og kartöfluskyrið sett yfir. Setjið 200 grömm af smjöri á pönnu og eldið þar til það byrjar að freyða og þið byrjið að finna lykt af heslihnetu. Hellið heita smjörinu yfir fiskinn og berið fram. Bakið kartöflur við 180°C í 70 mínútur. Skerið þær í tvennt á meðan þær eru heitar. Bætið heitum rjóm- anum út í ásamt smjöri og salti og hrærið saman. Skyri er bætt út í og blandað vel saman. Eldið ýsuna í „sous vide“ við 48 gráður í sjö mínutur. Reykt ýsa Fyrir 4 2 stk ærfillet 500 g salt 500 g púðursykur 5 g lárviðarlauf 40 g stjörnuanís 5 g svartur pipar 5 g fennelfræ Myljið þurrkryddið og setjið í skál ásamt salti og púður- sykri og blandið vel saman. Snyrtið ærfilletið og takið fituna að mestu af. Ágætt er að hafa ílát sem rúmar heilt fillet á lengd eða skera það í tvennt. Setjið hluta af krydd- blöndunni í botninn svo hún þeki allan botninn. Setjið ærkjötið í ílátið og felið kjöt- ið með afganginum af blönd- unni. Plastið ílátið og geym- ið í kæli yfir nótt. Eftir nóttina er kjötið skolað og þerrað. Skerið í þunnar sneiðar og berið fram með hnetum að eigin vali, berjum og sultu, eða bara eitt og sér. Grafin ær

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.