Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 14
Loksins Leifsstöð, alþjóðaflugvöllur Íslands, hefur verið meira og minna mannlaus frá því að nánast allt farþegaflug lagðist niður vegna kórónuveirunnar. Flugstöðin, sem vanalega er mjög lífleg og yfir- leitt full af fólki, virkar eins og draugabær. Þögnin sem þar ríkir er þrúgandi og einmana- leikinn ræður ríkjum. Fáir eru á ferli og flestir gangar tómir. Þegar gengið er um stöðina ríkir ró sem er í andstöðu við þá stemningu sem yfir- leitt ríkir. Ekki er laust við að það örli á söknuði eftir asanum, fólki á þönum um alla stöð að sækja sér mat eða kaffibolla á meðan aðrir fylgj- ast með upplýsingaskjánum til að athuga hvort styttist ekki í sitt flug og þá er rokið af stað að landganginum. En nú fer allt að færast aftur í átt að þeirri stemningu sem oftast ríkir í Leifsstöð. Á morgun verður landið aftur opnað fyrir ferða- mönnum og mun Leifsstöð þá hægt og rólega fyllast aftur af lífi. Loksins, hugsa eflaust margir og eru þá ekki bara með nafnið á barnum í stöðinni í huga. Ljósmyndir KRISTINN MAGNÚSSON Þar sem yfirleitt þjóta um hundruð taska á leið sinni til og frá flugvélunum ríkir al- gjör þögn og færiböndin eru stopp. Í MYNDUM 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.6. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.