Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.06.2020, Blaðsíða 13
til að knúsa mann smá,“ segir hún. „Moli stelur. Hann stelur öllu sem er mjúkt og „fluffy“,“ segir hún og nær í mjúka sokka sem hann kom nýlega með heim og sýnir blaðamanni. Fullur poki af tuskudýrum „Fyrir nokkrum árum var hann alltaf að koma heim með tuskudýr. Og einu sinni peysu. Bekkjarsystir sonar míns kom í heimsókn og kannaðist við nokkur tuskudýr, en þau búa hér rétt hjá. Þar hafði hann þá farið inn og náð í leik- föngin. Svo leggur hann þau við matarskálina,“ segir hún. „Stúlkan fékk með sér heim fullan poka af tuskudýrum, það var komið svo mikið sem hafði safnast yfir veturinn,“ segir hún og hlær. Grísahnakkasneiðar, kjúk- lingur og fiskur „Svo í vetur byrjaði hann að koma heim með sokka og húfur og einn morgun kom hann með frottebelti af slopp. Svo hefur hann líka kom- ið heim með blöðrur sem farið er að leka úr. Örugglega úr afmæl- um. Honum tekst að troða þeim inn um gluggann. Svo hefur hann komið heim með mat.“ Hvernig mat? „Grísahnakkasneiðar. Fisk. Kjúklingabringur. Hann nær í það væntanlega heima hjá einhverjum, óeldað,“ segir hún og segist halda að fólk sé þá að affrysta mat fyrir kvöldið. „Um daginn héldum við að hann væri orðinn veikur því hann var alveg hættur að éta matinn sinn. En svo fundum við hálfétið fiskstykki undir komm- óðu inni í einu herberginu,“ segir hún og hlær. „Hann veiðir líka fugla og kem- ur með þá lifandi inn. Svo hagar hann sér stundum eins og hundur og nær í bolta sem við köstum. Hann er algjör Moli.“ Moli er um níu ára. Viðættleiddum hann úrKattholti árið 2013. Hann fannst úti. Við ætluðum að fá okkur kettling og fórum í Kattholt og hann gjörsamlega smjaðraði sig inn á okkur. Þá var hann talinn tveggja ára,“ segir Fanný B. Miiller Jóhanns- dóttir. „Moli er rosalegt kelidýr, al- gjör kelirófa og liggur iðulega á maganum á mér eða manninum mínum, en hann velur frekar manninn ef hann er heima. Hann setur svo aðra loppuna í hálsakot Fanný segir Mola vera algjört keli- dýr og mikinn grallaraspóa. MOLI Stelur öllu sem er „fluffy“ Moli kemur heim með mjúka hluti eins og sokka og tuskudýr en einn- ig óeldaðan mat nágrannanna. 14.6. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Hair Volume – fyrir líflegra hár Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal Kisan Ísa er mikill safnari. Hún dregur inn rusl, föt og grillaðar kótilettur. hús. Yfir húsgögnin, meðal annars tausófa. Maðurinn minn hljóp um alla íbúð á eftir henni á meðan ég var að deyja úr hlátri. Það voru hvít katta- fótspor úti um allt. Þetta var eins og í teiknimynd.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.