Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 169. tölublað 108. árgangur
100 ÁRA OG
HEFUR GAMAN
AF SJÁLFUM
RÍKJANDI
MEISTARAR Á
TOPPNUM
KONA OG KÖTTUR
STANDA AÐ
MENNINGARSTARFI
4́ SIGURLEIKIR Í RÖÐ 26 ÚTGÁFA Á HVAMMSTANGA 29BER ALDURINN VEL 6
Um 500 metra röð blasti við börnum og full-
orðnum sem lögðu leið sína í Perluna til þess
að hoppa í Skrímslinu, stærsta loftkastala í
heimi.
Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar,
segir að vel yfir 5.000 manns hafi heimsótt
Perluna í gær þegar loftkastalinn var opn-
aður.
„Þetta er búið að vera frábært, við bjugg-
umst ekki við því að það yrði uppselt í allan
dag. Engin slys hafa orðið og allir farið bros-
andi út,“ segir Gunnar.
Stærsti loftkastali í heimi var opnaður í gær
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Fjölmargir
skemmtu sér í
Skrímslinu
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Deilt er um lögmæti þeirra upp-
sagna sem Icelandair Group réðst í
á föstudag en félagið dró þær til
baka um helgina í kjölfar undirrit-
unar kjarasamnings á milli Iceland-
air og Flugfreyjufélags Íslands.
Ljóst er að lögmæti uppsagnanna
horfir ólíkt við þeim lögfræðingum
sem Morgunblaðið hefur rætt við,
og þá sér í lagi hvað varðar fjórðu
grein laga um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Þar segir: „Atvinnurekend-
um [...] er óheimilt að reyna að hafa
áhrif á stjórnmálaskoðanir verka-
manna sinna, afstöðu þeirra og af-
skipti af stéttar- eða stjórnmála-
félögum eða vinnudeilum með: a.
uppsögn úr vinnu eða hótunum um
slíka uppsögn“.
Að sögn Ragnars Árnasonar, for-
stöðumanns vinnumarkaðssviðs
Samtaka atvinnulífsins, er langsótt
að tengja aðgerðir Icelandair við
umrædda grein. „Það var mat
manna að ekki væri hægt að reka
þessa starfsemi undir þessum kjara-
samningi eins og hann var. Þetta er
rekstrarákvörðun sem snýr ekkert
að stéttarfélagsaðild þessara ein-
staklinga,“ segir Ragnar og bætir
því við að umrædd löggjöf sé frá
árinu 1938 og hafi verið samin í
frumbernsku stéttarfélaga þegar af-
staða atvinnurekenda til stéttar-
félaga var allt önnur. „Þetta er ekki
sambærilegt,“ segir Ragnar.
Á hinn bóginn segir Magnús
Norðdahl, deildarstjóri lögfræði-
deildar Alþýðusambands Íslands,
alveg ljóst að fjórða greinin hafi ver-
ið brotin. „Tilgangurinn var sá að
hafa áhrif á afstöðu starfsmanna fé-
lagsins sem stóðu í kjaradeilu. Að
hafa áhrif á stéttarfélagið í gegnum
uppsagnir. Það var alveg ljóst og til-
gangurinn hjá þeim,“ segir Magnús
enn fremur. Hann bætir því við að
skilaboðin frá forráðamönnum Ice-
landair hafi verið þau að ekki væri
hægt að semja við Flugfreyjufélagið
og því hafi starfsmönnum þess verið
sagt upp og að samið yrði við annað
stéttarfélag. „Þetta gæti vart verið
augljósara,“ segir Magnús. Ekki
náðist í Flugfreyjufélagið við
vinnslu fréttarinnar um hugsanleg-
ar fyrirætlanir þess að láta reyna á
málið fyrir félagsdómi.
Gjörólík sýn á lögmæti uppsagna
Deilt er um þær uppsagnir sem Icelandair réðst í á föstudag Sagðar brot á fjórðu grein
laga um stéttarfélög og vinnudeilur „Rekstrarákvörðun sem snýr ekkert að stéttarfélagsaðild“
MMættu … »2 og 14
Magnús M.
Norðdahl
Ragnar
Árnason
Framkvæmdastýra
Kvennaathvarfsins á von á
því að aðsókn í þjónustu at-
hvarfsins muni aukast í
vetur.
Er það vegna þess að
konur tilkynna oft ekki um
ofbeldi samstundis og því
kann vel að vera að einhver
heimilisofbeldismál sem
komið hafi upp í kórónu-
veirufaraldrinum eigi enn
eftir að koma upp á yfirborðið.
Þá gætu fjárhagsþrengingar vegna farald-
ursins farið að segja til sín í haust þegar þeir
sem sagt hefur verið upp vegna hans ljúka
störfum á uppsagnarfresti.
„Kórónuveirufaraldurinn er nokkuð sem við
reiknuðum með að myndi ganga yfir, en síðan
tekur lífið við og þá getur komið á daginn að
ofbeldið á heimilinu er ekki tímabil,“ segir Sig-
þrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Kvennaathvarfsins.
Fleiri konur en nokkru sinni hafa þá til-
kynnt við komu til athvarfsins að ofbeldi gegn
börnum hafi átt sér stað á heimili þeirra. Hún
vonast til þess að það sé vegna vitundarvakn-
ingar. »4
Kvenna-
athvarfið býst
við auknu
álagi í haust
Sigþrúður
Guðmundsdóttir
Ofbeldið ekki tímabil
Gamla verslunarhúsið og sláturhúsið í
Haganesvík í Fljótum hafa fengið talsverða
andlitslyftingu. Meira hefur þurft að gera en
ætlunin var því húsin voru verr farin en talið
var þegar eigendur Depla keyptu þau. Til
stendur að vera þar með aðstöðu fyrir gesti
lúxushótelsins Depla Farm, meðal annars sjó-
sport, matarupplifun og slökun. Gamla versl-
unarhúsið og sláturhúsið sem Deplar eiga
helmings hlut í eru 70 til ríflega 80 ára
gömul. Þau voru byggð af Samvinnufélagi
Fljótamanna en hafa verið í einkaeigu og öðr-
um notum lengi. Depla keypti húsin í febrúar
2017 í nafni félagsins Fljótabakka. »4
Húsin í Haganesvík fá
góða andlitslyftingu