Morgunblaðið - 20.07.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
húsið stendur við Knappsstaða-
kirkju, sem er upphaflega reist 1834
og er með elstu timburkirkjum
landsins. Við endurbæturnar á íbúð-
arhúsinu var lögð áhersla á að halda
því í sama stíl og kirkjan. Það segir
Haukur að sjáist sérstaklega í grjót-
hleðslunni, litavali og byggingunni
sjálfri.
Húsið er ætlað til sömu nota og
eignirnar í Haganesvík en umhverf-
ið í Stíflu er vitaskuld annað en við
sjóinn. Tungudalurinn og Stífluvatn
blasa við þegar staðið er á nýbyggð-
um palli framan við húsið.
Tekur Haukur fram að ekki sé
gert ráð fyrir gistingu í Haganesvík
eða á Knappsstöðum enda standi
Deplar fyrir sínu í þeim efnum.
hugmyndaflug að halda viðunandi
dagskrá fyrir gesti þegar ferðaþjón-
usta er rekin langt frá allri þjónustu
eða kjarnabyggð.
Í Haganesvík er ætlunin að hafa
afþreyingu tengda sjósporti ásamt
því sem Garðar Kári, yfirkokkur
Depla Farm, muni geta töfrað fram
léttar máltíðir. Þá verði góð aðstaða
til slökunar. Samkvæmt upplýs-
ingum Hauks gæti hefðbundinn
dagur hafist með reiðhjólaferð frá
Deplum að Haganesvík þar sem far-
ið yrði á kajak. Eða að rekstrarað-
ilar Langhúss yrðu fengnir til að
skipuleggja reiðtúr. Síðan myndi
Garðar Kári sjá um góða máltíð.
Unnið hefur verið að lagfær-
ingum á Knappsstöðum, en íbúðar-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gamla verslunarhúsið og slátur-
húsið í Haganesvík í Fljótum hafa
fengið talsverða andlitslyftingu.
Meira hefur þurft að gera en ætl-
unin var. Til stendur að vera þar
með aðstöðu fyrir gesti lúxushót-
elsins Depla Farm, meðal annars
sjósport, matarupplifun og slökun.
Eigendur Depla keyptu tvær
eignir í Haganesvík í febrúar 2017 í
nafni félagsins Fljótabakka. Þar er
annars vegar um að ræða verslunar-
hús sem byggt var árið 1933 og var
áður fyrr í eigu Samvinnufélags
Fljótamanna og hins vegar helm-
ingshlut í húsi sem byggt var sem
sláturhús sama félags árið 1950.
Fljótabakki hefur keypt fjölda bú-
jarða og húsa í Fljótum og ná-
grenni, m.a. Knappsstaði og Hraun.
Meira þurfti að gera
Félagið hefur á annað ár unnið að
lagfæringum á húsunum og hafa
báðar eignirnar fengið andlitslyft-
ingu. Samkvæmt upplýsingum
Hauks B. Sigmarssonar, fram-
kvæmdastjóra félagsins, voru eign-
irnar í mun verra ástandi en talið
var í fyrstu og því þurfti að gera
meira en til stóð. Það er þó algert
forgangsmál eigendanna að halda
útliti þeirra og gera sögunni skil.
Til stendur að vera þarna með að-
stöðu fyrir gesti sem dvelja á
Deplum. Bendir Haukur á að það
kalli á talsverða sjálfbærni og mikið
Ljósmynd/aðsend
Haganesvík Gamla sláturhúsið er til vinstri og gamla verslunarhús Samvinnufélags Fljótamanna til hægri.
Gert vel við gesti
Depla í Haganesvík
Gamalt verslunarhús og sláturhús fá andlitslyftingu
Knappsstaðir Við endurgerð íbúðarhússins er reynt að taka mið af útliti
gömlu kirkjunnar sem einkennir bæinn sem er í Stíflu í Fljótum.
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Að sögn Árna Guðmundssonar, for-
manns Foreldrasamtaka gegn
áfengisauglýsingum, hefur áfengis-
auglýsingum íslenskra fyrirtækja á
samfélagsmiðlum fjölgað mikið á
undanförnum misserum. Tilefni
samtals blaðamanns og Árna er
áfengi drykkurinn „Bara“ frá Öl-
gerðinni, sem hefur auglýst drykk-
inn m.a. á Instagram og hefur auk
þess útbúið þar til gerða Instagram-
síðu sem helguð er hinum nýja
drykk. Andri Þór Guðmundsson,
forstjóri Ölgerðarinnar, segir lög-
gjöfina óskýra en tekur fram að það
markaðsefni sem útbúið hafi verið
fyrir hinn nýja drykk sé „ekki að
okkar skapi“.
„Innlendir áfengisframleiðendur
hafa í mörg ár óskað eftir að sitja við
sama borð og erlend vörumerki að
koma vörum sínum á framfæri. Hafa
ber í huga að áfengislöggjöfin var
samin þegar við vorum með svart-
hvítt sjónvarp. Erlend vörumerki
koma sér óhindrað á framfæri á Ís-
landi á samfélagsmiðlum. Við höfum
talað fyrir því að leyfa auglýsingar
en með miklum takmörkunum og
komið með tillögur að skýrum
reglum hvað þetta varðar. Þá er
vert að benda á að þessi skilaboð
voru aðeins sýnileg þeim sem eru
yfir tvítugt og því hæpið að tengja
þetta við ungmenni,“ segir Andri.
Að sögn Árna virka áfengis-
auglýsingar mjög vel.
„Þú ferð beint í markhópinn í
gegnum samfélagsmiðla þannig að
aðrir sem eru ekki í þeim hópi sjá
þetta ekki. T.d. foreldrar. Það eru til
rannsóknir á ungmennum sem hafa
farið illa úr áfengisneyslu þar sem
sést hefur að einn lykilþáttur í því að
hefja áfengisneyslu snemma er
áfengisauglýsingar,“ segir Árni og
segir að Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu fái reglulega tilkynningar
frá samtökunum. Raunar hafi sam-
tökin fengið hátt á annað þúsund til-
kynninga á tæplega átta árum.
„Hefur ekki úrslitaáhrif“
Að sögn Huldu Elsu Björgvins-
dóttur, staðgengils lögreglustjóra,
hefur embættið ekki fengið margar
ábendingar á undanförnum árum og
hafa þær oft verið mörgum ann-
mörkum háðar. Samkvæmt áfengis-
lögum er bannað að auglýsa áfenga
drykki á Íslandi.
„Hvort um er að ræða Facebook
eða Instagram hefur það ekki úr-
slitaáhrif á það hvort mál fái fram-
göngu hvað varðar rannsókn lög-
reglu. Ef tungumálið er íslenska og
um íslenskan auglýsanda er að ræða
er sjálfsagt að taka málið áfram til
skoðunar og ekkert sem kemur í veg
fyrir það.“
Áfengi sífellt
sýnilegra
Regluverkið óskýrt eða ekkert
Bara Markaðsefni Bara á Facebook.
Jarðskjálfti 4,4 að stærð sem varð
norður af Eyjafirði í fyrrinótt
fannst víða á Norðurlandi. Skjálft-
inn er sá stærsti sem komið hefur í
hrinunni frá stóra skjálftanum 21.
júní, en sá var 5,8 að stærð.
Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúru-
vársérfræðingur á Veðurstofu Ís-
lands, segir að búast megi við að
hrinan haldi áfram. Erfitt sé að spá
fyrir um stærð skjálfta en líkur séu
á því að fleiri stórir skjálftar komi.
Jarðskjálftahrinan við Grindavík
heldur einnig áfram. Þar kom
skjálfti í fyrradag af stærðinni 4,1
og er það stærri skjálfti en þar hef-
ur mælst síðustu mánuði.
helgi@mbl.is
Skjálftinn úti af
Eyjafirði fannst víða
á Norðurlandi
Fyrstu sex mánuði ársins hafa fleiri
dvalið í Kvennaathvarfinu og viðtöl
verið fleiri en á sama tímabili í fyrra.
Frá janúar til júlí árið 2020 dvöldu
80 konur í Kvennaathvarfinu, miðað
við 74 í fyrra, og komu 180 konur í
viðtöl, miðað við 145 í fyrra.
Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastýra Kvennaathvarfsins,
segir aðsókn til athvarfsins hafa auk-
ist í maímánuði en hún var sú sama í
júní í ár.
„Það er erfitt að segja að þessi
aukning sé vegna kórónuveiru-
faraldursins. Við búumst frekar við
auknu álagi í haust,“ segir hún, þar
sem brotaþolar bíði mislengi með að
leita sér hjálpar vegna ofbeldis.
Í júnímánuði bárust lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu 68 tilkynningar
um heimilisofbeldi, eins og í maí-
mánuði, en í apríl voru þær 80 talsins.
„Konur koma ekkert endilega
frekar þegar ofbeldið hefst eða er ný-
byrjað. Það voru þó frekar fáar konur
hjá okkur þegar samkomubannið var
í gildi en eftir að því var aflétt hafa
margar komið,“ segir Sigþrúður.
Einnig gætu fjárhagsþrengingar
vegna faraldursins farið að segja til
sín hjá fleirum í haust, þar sem stór
hluti vinnandi fólks vinnur nú á upp-
sagnarfresti.
Á fyrri hluta ársins 2020 komu 94%
kvennanna í viðtöl eða dvöl vegna
andlegs ofbeldis, 55% vegna líkam-
legs ofbeldis og 49% vegna fjárhags-
legs ofbeldis. Á milli ára hefur hlut-
fall þeirra sem fara úr athvarfinu og
heim til ofbeldismannsins lækkað.
„Það eru góðu fréttirnar. Við
óttuðumst að þetta hlutfall myndi
kannski hækka milli ára,“ segir Sig-
þrúður.
Steinunn Gyðu-Guðjónsdóttir,
verkefnastýra hjá Stígamótum, segir
að enn sé mikið um annir hjá Stíga-
mótum. Í júlí hófu samtökin skrán-
ingar á biðlista, sem ekki hefur gerst
í 30 ára sögu þeirra.
„Það kemur okkur ekki á óvart að
heimilisofbeldi hafi aukist í aðstæð-
um sem kórónuveirufaraldurinn hef-
ur skapað, bæði einangrunin og efna-
hagsþrengingarnar í kjölfarið,“ segir
hún.
Leita skjóls í auknum mæli
Fleiri konur hafa dvalið hjá og farið í viðtal hjá Kvennaathvarfinu á fyrstu
sex mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra Maí- og júnímánuðir svipaðir