Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 6

Morgunblaðið - 20.07.2020, Side 6
Vill helst ekki tala um að hún sé að verða 100 Pétur Hreinsson peturh@mbl.is „Hún hefur alltaf verið gamansöm, hress og kát, og haft jákvæða sýn á lífið,“ segir Ósa Knútsdóttir, dóttir Oddnýjar Sveinsdóttur, sem er 100 ára gömul í dag. Oddný er fædd 20. júlí 1920 að Gilsárstekk í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, elst af fimm dætrum Sveins Guðbrandssonar, síðar bónda í Skriðdal, og Stein- unnar Gunnlaugsdóttur, en hún varð 98 ára. Langlífið í ættinni „Það sést varla hrukka á henni,“ segir Ósa um móður sína, en að hennar sögn er langlífið í ættinni og einnig hafi Oddný ávallt borðað hollan íslenskan mat og verið dug- leg að hreyfa sig. Oddný var í Alþýðuskólanum á Eiðum 1938-1940, tók kennarapróf 1946, var kennari við barnaskólann á Seyðisfirði 1946-1948 og stunda- kennari við barnaskólann á Höfn í Hornafirði 1948-1952. Maður Odd- nýjar var Knútur Þorsteinsson skólastjóri. Börn þeirra eru Ósa Knútsdóttir, menntaskólakennari í Reykjavík, og Jón Hagbarður Knútsson, guðfræðingur í Reykja- vík. Vann fyrir sér sem þjónustu- stúlka á skólaárunum Á skólaárum sínum vann Oddný fyrir sér sem þjónustustúlka hjá Haraldi Árnasyni, stórkaupmanni í Reykjavík, og á veitingastað sem hét Kaffi Höll. „Þangað fór unga fólkið og keypti sér kaffi og vöfflur eftir bíó á kvöldin,“ segir Ósa. Fjölskyldan flutti til Reykja- víkur 1961 í Goðheima 21 og þar bjó Oddný þar til fyrir rúmu ári er hún flutti á hjúkrunarheimilið Mörk á Suðurlandsbraut 66. Að sögn Ósu kemur kórónu- veiran í veg fyrir hefðbundna veislu í anda Oddnýjar, harmoniku- spils og fjörs, og því muni hún fagna aldarafmælinu í faðmi sinnar nánustu fjölskyldu og starfsfólks- ins á hjúkrunarheimilinu, sem kann afar vel við húmoristann Oddnýju og stjanar við hana. Hitt þurfi að bíða. „Óskaplegur aldur“ Oddný er alltaf vel til höfð, með hárið snyrtilegt, naglalakk og vara- lit, og ber aldurinn vel. „En hún vill helst ekki tala um að hún sé að verða 100 ára. Henni finnst það óskaplega mikill aldur,“ segir Ósa, sem hann vissulega er og morgunljóst að Oddný hefur lif- að tímana tvenna. „Hún man vel eftir deginum þegar stríðinu lauk,“ segir Ósa. Fljót að læra á fjarstýringuna Oddný tekur tækninni fagnandi eins og hennar er von og vísa, var fljót að læra á fjarstýringuna á sjónvarpinu og hefur gaman af snjallsímum þrátt fyrir að hafa ekki lært á slíkt tæki né tölvu. „Sérstaklega af myndatökunum sem þeir bjóða upp á og þykir gam- an að stilla sér upp til þess að taka „selfie“,“ segir Ósa og hlær. Orð að sönnu Oddný Sveinsdóttir ber aldurinn vel og varla sést hrukka á henni, eins og Ósa Knútsdóttir, dóttir hennar, segir við Morgunblaðið.  Hin 100 ára Oddný Sveinsdóttir hefur gaman af sjálfum Mannfjöldi nældi sér í bita á Götubitahátíðinni sem fram fór á Miðbakk- anum um helgina. Þar kenndi ýmissa grasa og gæddu ungir sem aldnir sér á humri jafnt sem pylsum. Þetta er í annað sinn sem Götubitahátíðin er haldin og keppnin Besti götubiti Íslands samhliða henni. Í ár bar Silli kokkur sigur úr býtum, en hann er helst þekktur fyrir villibráð. Vængjavagninn hlaut verðlaun fyrir besta smábitann og Mosi Streetfood fyrir besta grænmetisréttinn. Í góðu yfirlæti á Götu- bitahátíðinni á Miðbakka Götubiti kætir og bætir Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Meiriháttar ehf. er vel tækjum búið alhliða jarðverktakafyrirtæki Allar nánari upplýsingar eru á, meiriháttar.is í síma S:821 3200 eða með tölvupósti í info@meirihattar.is Við höfum mikla reynslu og erum lausnamiðaðir þegar kemur að húsgrunnum sama hvort sem er í auðveldu moldarlagið eða klöpp sem þarf að fleyga. Við útvegum einnig allskyns jarðvegsefni. Margir staldra við og taka myndir af vel klæddum fuglahræðum á Snartarstöðum nálægt Kópaskeri, sem Sigurlína Jóhannesdóttir útbjó ásamt eiginmanni sínum og syni. „Þær hafa ekki tilgang lengur í æðarvarpinu,“ segir Sigurlína, þar sem upphaflegt hlutverk fuglahræð- anna var að skreyta æðarvarp á svæðinu og halda vargi fjarri varps- væðinu. Þorpsbúar og ættingjar út- veguðu hræðunum klæði á borð við lopapeysur, stígvél og buxur. „Nú höfum við sett þær upp nærri þjóðveginum, til þess að börn sem eru á ferðalagi með foreldrum sín- um geti munað eftir Kópaskeri. Þegar ég flutti á Kópasker vissi ég varla hvað það var,“ segir Sigurlína, sem vonast til þess að hræðurnar setji svip sinn á staðinn. „Fyrst var þetta fyrir æðarvarpið en síðan fór fólk að staldra við og taka myndir. Þær gegna hálfpartinn tvennum tilgangi,“ segir Sigurlína. Fuglahræður vekja athygli á Kópaskeri Morgunblaðið/GSH Vel klæddar Fuglahræðurnar á Kópaskeri hafa vakið nokkra athygli hjá ferðalöngum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.