Morgunblaðið - 20.07.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Við erum sérfræðingar
í malbikun
Horfur í efnahagsmálum ánæstu mánuðum eru ekki
góðar en þó heldur betri en búist
var við að yrði þegar spár voru
gerðar fyrr á árinu. Þetta kom
meðal annars fram í
samtali Morgun-
blaðsins við Konráð
S. Guðjónsson, hag-
fræðing Viðskipta-
ráðs, og var tilefnið
ummæli Ásgeirs
Jónssonar seðla-
bankastjóra um að
útlitið væri betra nú
en þegar samkomubannið var sett á
í mars síðastliðnum.
Anna Hrefna Ingimundardóttir,forstöðumaður efnahagssviðs
Samtaka atvinnulífsins, tekur undir
þetta og segir batamerki sjást en
óvissan sé einnig mikil. Þá segir
hún: „Áskorunin nú er að undir-
byggja traust hjá atvinnurekendum
og neytendum þannig að fjárfesting
geti átt sér stað sem mun þá skila
sér í fjölgun starfa og aukinni
einkaneyslu.
Tiltrú á framtíðarmöguleikumatvinnulífsins til að skapa
verðmæti verður þannig undirstaða
viðspyrnunnar. Þar munu yfirvöld
leika mikilvægt hlutverk og nauð-
synlegt að stefnan styðji við þá við-
spyrnu með því að skapa hvata til
fjölgunar starfa á ný. Þessu er
hægt að ná fram, ekki með lang-
vinnum sértækum aðgerðum, held-
ur með því að létta af álögum á fólk
og fyrirtæki og einfalda og skýra
regluverk.
Til að mynda eru skattar á borðvið tryggingagjaldið, sem
leggst beint á launagreiðslur, taldir
íþyngjandi og hafa hamlandi áhrif
á ráðningar. Aðrir skattar eru einn-
ig háir hér á Íslandi ef við berum
okkur saman við önnur lönd, s.s.
fasteignaskattar og virðisauka-
skattur.“
Anna Hrefna
Ingimundardóttir
Of miklar álögur
á fólk og fyrirtæki
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Formaður kærunefndar jafnréttis-
mála, Arnaldur Hjartarson, mun
boða til fundar í nefndinni í ágúst til
þess að unnt verði að ræða fram-
komin drög að frumvarpi um ný
jafnréttislög sem nýlega birtust í
samráðsgátt stjórnvalda. Að hans
sögn mun þá einnig gefast tækifæri
til að ræða bréf umboðsmanns Al-
þingis til forsætisráðherra.
Arnaldur er í fríi úti á landi og
aðrir nefndarmenn einnig farnir í
sumarfrí.
Fá ekki aðild að málum
Leitað var eftir áliti Arnaldar á
gagnrýni á vinnubrögð kærunefndar
jafnréttismála sem kom fram í bréfi
umboðsmanns Alþingis til forsætis-
ráðherra. Tilefni þess var endur-
skoðun jafnréttislaganna sem nú er
unnið að. Fram kemur í bréfi um-
boðsmanns að ekki verði annað séð
en nefndin viðhafi að mestu sömu
aðferðir og mat og gagnrýni setts
umboðsmanns beindist að í áliti frá
árinu 2011.
Meðal gagnrýnisatriða er að ekki
sé gætt að réttarstöðu þeirra sem
fengið hafa störf við ráðningu sem
aðrir umsækjendur hafi kært. Þeir
séu ekki taldir aðilar að málinu. Kom
þetta meðal annars fram í mikið um-
ræddum úrskurði kærunefndar-
innar frá árinu 2011.
Þetta hefur viðgengist mun
lengur. Blaðið þekkir dæmi um karl-
mann sem var í svipaðri stöðu all-
mörgum árum fyrr. Kærandinn fékk
öll hans gögn hjá jafnréttisnefndinni
en hann fékk synjun um að fá að
skoða gögn kærandans með sama
hætti á þeim forsendum að hann
væri ekki aðili að málinu.
helgi@mbl.is
Kærunefndin fund-
ar um málin í ágúst
Kærandi fær
öll gögn en sá sem
fær starfið ekki
Morgunblaðið/Hari
Jafnrétti Verið er að endurskoða
lögin um jafna stöðu kynjanna.
„Undanfarið hafa
verkefnin bara
verið að aukast
og málum sem
hafa komið til
okkar fjölgað
talsvert,“ segir
Ingi B. Poulsen,
fyrrverandi um-
boðsmaður
borgarbúa.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá var starfsemi umboðs-
manns borgarbúa færð til innri end-
urskoðunar Reykjavíkurborgar fyrr
í júlímánuði. Hið sama var gert við
starfsemi persónuverndarfulltrúa
borgarinnar.
Ingi segir hugmynd um flutning
ekki nýja af nálinni, þar sem ljóst
hafi orðið fljótlega eftir stofnun
embættisins árið 2013 að það yrði
umfangsmeira en áður var talið.
Ingi hefur gegnt starfi umboðs-
manns Reykjavíkurborgar frá
stofnun embættisins.
„Ég ákvað sjálfur að nýta þennan
tímapunkt til þess að hleypa öðrum
að. Í flestum borgum sem við ber-
um okkur saman við er átta ára
skipunartími í störfum sem þessum.
Þetta er mjög krefjandi starf og
mikilvægt að tryggja reglulega end-
urnýjun og þar með framþróun
verkefnanna,“ segir hann.
Ekki er ljóst hvort starfsgildum
umboðsmanns fjölgar við þessar
breytingar en spurður hvort innri
endurskoðun sé í stakk búin til að
taka við verkefnum umboðsmanns
borgarbúa segir Ingi:
„Já. Það er mjög öflugt og flott
fólk sem mun vinna að þessum mál-
um. Með því að færa þetta saman
myndast meira svigrúm til að skoða
málin frá fleiri sjónarhornum og
setja fleiri þekkingarfleti og könn-
unargrundvöll fyrir málin.“
Verkefni umboðsmanns sífellt fleiri
Fljótt ljóst að embætti umboðsmanns borgarbúa yrði umfangsmeira, að sögn Inga
Ingi B. Poulsen