Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Aðfaranóttsunnudagsnáðist ánægjulegur áfangi í endurreisn Icelandair og verð- ur vonandi til að forystumönnum félagsins tekst að hnýta þá lausu enda sem enn eru eftir. Æskilegt hefði verið að samningar hefðu náðst mun fyrr, í það minnsta að samningar frá því í júní hefðu verið samþykktir. Nú er það hins vegar að baki og fram undan er það verkefni fyrir alla starfsmenn Icelandair að taka höndum saman og koma félaginu út úr þeim svipti- vindum sem geisað hafa og geisa enn. Þær umræður sem fóru af stað þegar Icelandair á föstu- dag sá sig knúið til að segja upp öllum flugfreyjum félags- ins og leita annarra viðsemj- enda um þau störf voru á margan hátt sérkennilegar en komu því miður ekki á óvart. Forysta Alþýðusambandsins hélt því fram þá að félaginu væri þetta óheimilt, en eins og fram kom í máli Láru V. Júlíusdóttur, lögmanns og sér- fræðings í vinnurétti, í samtali við mbl.is á laugardag, var fé- laginu fullkomlega heimilt að fara þessa leið. Staðreyndin er sú, sem oft gleymist í umræðum um kjaradeilur, að á Íslandi ríkir félagafrelsi. Það felur ekki að- eins í sér rétt fólks til að stofna og starfrækja félög, heldur einnig til að standa utan félaga eða vitaskuld að ganga úr fé- lögum og stofna ný. Þá gleymist oft að á Íslandi er afar hátt hlutfall fólks í verkalýðsfélögum, miklu hærra hlutfall en gengur og gerist í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við og þar með í flestum þeim löndum sem búa við hvað mesta hagsæld og velferð. Verkalýðsforkólfar hér láta gjarnan eins og þeir hafi ein- hvern einkarétt á samningum við atvinnurekendur og að öll- um launamönnum beri skylda til að lúta vilja þeirra á vinnu- markaði en leita ella annað um starf. Í frjálsu samfélagi er slíkur yfirgangur ólíðandi. Fólk getur að sjálfsögðu bundist samtökum í gegnum félög, en það getur líka ákveð- ið að fara aðrar leiðir. Verka- lýðsfélög, með þeirri miklu þátttöku sem þekkist hér á landi, eru fjarri því að vera forsenda hagsældar eða vel- sældar almennings. Frjálst samfélag og hagkerfi er á hinn bóginn það sem reynst hefur vænlegasti kosturinn í þessu efni. Allir sjá að sú leið sem Ice- landair boðaði fyr- ir helgi er ekki fyrsti kostur nokkurs fyrir- tækis heldur neyðarráðstöfun þegar allar aðrar leiðir eru lokaðar. Þær árásir sem fyrirtækið mátti sitja undir frá ýmsum aðilum sem stöðu sinnar vegna ættu að huga að heildarhagsmunum þjóðarinnar í stað þess að fara fram með gaspri og lýðskrumi voru dapurlegar og enn eitt merki þess að sumir taka stundarhagsmuni sína, mælda í sýnileika í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, fram yfir þá stærri hagsmuni sem þeir ættu að horfa til. Engum kom út af fyrir sig á óvart hvaða þingmenn eða forystumenn í verkalýðshreyfingunni mis- stigu sig á þessari mikilvægu stundu, en það er þeim engu að síður álitshnekkir. Þá kom út af fyrir sig ekki á óvart eftir það sem á undan er gengið í þeim efnum að for- ystumaður í verkalýðshreyf- ingunni skyldi senda stjórnar- mönnum í lífeyrissjóði skilaboð um að reyna að koma í veg fyrir endurreisn Iceland- air. En þó að þetta komi ekki á óvart er þetta alvarlegt mál sem hlýtur að kalla á umræður og athugun jafnt hjá félags- mönnum hans sem öðrum. Tíðindi helgarinnar vekja vonir um að stjórnendum Ice- landair takist það ætlunarverk sitt að ná nauðsynlegum samn- ingum við alla þá sem að þurfa að koma til að hægt verði að halda starfsemi félagsins áfram. Í því sambandi skiptir miklu að stjórnendur sýni sömu alvöru í samskiptum við aðra sem gera kröfur á hendur Icelandair og þeir sýndu í að- draganda þeirra samninga sem náðust um helgina. Félag- inu er nauðsyn að ná fram allri þeirri hagræðingu sem hægt er og styrkja fjárhagsstöðuna þannig að enginn efi sé um að það geti flogið áfallalaust í gegnum þá erfiðu tíma sem fram undan eru í flugrekstri. Icelandair þarf, eins og önnur flugfélög, að geta keppt við lággjaldafélög sem hafa í gegnum tíðina sýnt að þau eru erfiðir keppinautar sem geta sýnt mikinn sveigjanleika við allar aðstæður. Næstu vikur skera væntan- lega úr um hvort Icelandair tekst að komast í nægilega sterka stöðu til að gegna áfram því lykilhlutverki í sam- göngum til og frá Íslandi sem verið hefur. Vonandi linnir nú árásum á félagið hér innan- lands svo að það geti einbeitt sér að þessu þýðingarmikla verkefni. Mikið er í húfi – óábyrgum árásum á Icelandair verður að linna} Ánægjulegur áfangi Í lok júní voru lýðheilsuvísar fyrir árið 2020 kynntir. Embætti landlæknis heldur utan um verkefnið um lýð- heilsuvísa, en þeir eru safn mæli- kvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Vísarnir eru settir fram til þess að veita yfirsýn og auðvelda heil- brigðisþjónustu og sveitarfélögum að greina stöðuna í eigin umdæmi þannig að vinna megi með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan íbúa hvers umdæmis, og þar með bæta heilsu og líðan þjóðarinnar. Verkefnið um lýðheilsuvísa er dæmi um það hvernig við getum nýtt okkur gögn og tölfræði til þess að efla lýðheilsu og bæta heilbrigðisþjónustu á markvissan hátt. Lýðheilsuvísarnir eru breytilegir eftir ár- um og við val á þeim er sjónum einkum beint að þeim þáttum sem hafa áhrif á heilsu og líðan og fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Þá er leitast við að velja þá þætti í sjúkdómabyrði sem mikilvægt er að heilbrigðisþjónusta hvers umdæmis geri sér grein fyrir og bregðist við. Sem dæmi um atriði sem eru skoð- uð má nefna hamingju, einmanaleika, grænmetis- og ávaxtaneyslu, hreyfingu, lyfjanotkun og heilsugæslu- heimsóknir. Í lýðheilsuvísunum fyrir árið 2020 kom meðal annars fram að meira en 60% Íslendinga telja sig mjög ham- ingjusama og Sunnlendingar einkum. Um 10% lands- manna upplifa oft einmanaleika og yngra fólk finnur frekar fyrir einmanaleika en þeir sem eldri eru. Heldur hefur dregið úr áhættudrykkju fullorðinna en mánaðarleg ölvunardrykkja nemenda í 10. bekk hefur aukist lítillega. Enn dregur úr daglegum reykingum fullorðinna og rafrettunotkun ungmenna. Tíðni sýklalyfjaávísana til barna undir fimm ára heldur áfram að lækka en töluverð- ur munur er á milli heilbrigðisumdæma. Komum á heilsugæslustöðvar á hvern íbúa heldur áfram að fjölga á landsvísu og er aukin notkun íbúa á heilsugæsluþjónustu mest á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins 14% barna í 5.-7. bekk hreyfa sig í samræmi við ráðlegg- ingar Embættis landlæknis (a.m.k. 60 mín- útur á dag) þrátt fyrir að 2/3 allra barna á landinu taki þátt í skipulögðu íþróttastarfi og rúmlega 11% fullorðinna stunduðu enga rösk- lega hreyfingu yfir vikuna árið 2019. Hér hafa bara verið nefnd nokkur dæmi um það sem kom fram í lýðheilsuvísum ársins 2020 en í þeim er að finna enn meira af gagnlegum upplýsingum. Þegar vís- arnir eru skoðaðir kemur í ljós hvaða áskorunum heil- brigðiskerfið stendur frammi fyrir, og í því felast einnig tækifæri sem mikilvægt er að nýta. Lýðheilsuvísarnir eru líka mikilvægur þáttur í eflingu heilsulæsis, sem tengist einu lykilviðfangsefna heilbrigðisstefnu, mark- miðinu um virka notendur. Svandís Svavarsdóttir Pistill Lýðheilsuvísar fyrir árið 2020 kynntir Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Engar opinberar íslenskarklínískar leiðbeiningareru til um endómetríósu,krónískan sjúkdóm sem getur verið afar sársaukafullur og þekktist áður undir heitinu leg- slímuflakk, og sárvantar sálfræðing í þverfaglegt endómetríósuteymi Landspítalans. Þetta segir Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu. „Það er kannski mesti vandinn hjá okkur í baráttunni að það eru engar opinberar klínískar leiðbein- ingar til fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir Kolbrún, sem segir að slíkar leiðbeiningar myndu hjálpa við að skapa betra verklag í kringum með- höndlun sjúkdómsins. Sömuleiðis gætu þær hjálpað konum að leggja fram kvörtun til Landlæknis ef þær teldu sig ekki hafa fengið nægilega góða þjónustu. „Endómetríósuteymið hefur barist fyrir því að fá inn sálfræðing og það hefur gengið illa en það er mjög mikilvægt fyrir konur að fá sálfræðiþjónustu þegar þær grein- ast, takast á við áfallið við grein- inguna og átta sig á því hvernig sjúkdómurinn muni hafa áhrif á líf þeirra,“ segir Kolbrún. Tók þrjú ár að greinast og þrjú ár að fá að fara í aðgerð Eins og komið hefur fram í um- ræðunni hafa einhverjar konur sem þjást af sjúkdómnum upplifað skiln- ingsleysi innan heilbrigðiskerfisins. Ein þeirra er Margrét Kolka Hlöðversdóttir, sem hefur farið í þrjár aðgerðir vegna sjúkdómsins. Hún hefur misjafna reynslu af heil- brigðiskerfinu, en það tók hana um þrjú ár að fá greiningu og svo önnur þrjú ár að fá að fara í aðgerð. Hún var mikil íþróttamanneskja og virk í blaki áður en verkirnir fóru að hafa veruleg áhrif á daglegt líf hennar og hefur hún nú verið nokkurn veginn óvinnufær í tvö ár vegna sjúk- dómsins. „Ég held að það hafi aldrei al- mennilega verið hlustað á mig nema á kvennadeildinni og með sérstökum læknum þar,“ segir Margrét en í hennar tilfelli hefur það þó batnað á síðustu árum þar sem hún hefur nú greiðari aðgang að heilbrigðiskerf- inu en áður enda búin að berjast lengi við kerfið. Hún er nú 23 ára og er á leið í aðra aðgerð sem hún von- ar að muni hjálpa henni að lifa eðli- legra lífi með sjúkdómnum. Margrét segir aðspurð að hana hafi vantað sálfræðiaðstoð í sínu sjúkdómsferli. „Ég hef farið í alls konar með- ferðir til þess að reyna að eiga við sársaukann, hef einnig prófað dá- leiðslumeðferðir við þessu. Það er ótrúlegt að sú sem hefur hjálpað mér mest við andlega hlutann af [endómetríósu] er í raun Anna Bent- ína á Stígamótum, þrátt fyrir að hún þekki [endómetríósu] einungis í gegnum mig.“ Kolbrún telur að visst skilningsleysi finnist innan heil- brigðiskerfisins en endómetríósu- teymið og yfirlæknir kvennadeildar- innar standi sig vel í sínu starfi og séu sífellt að reyna að auka þekk- ingu innan heilbrigðiskerfisins á sjúkdómnum. „Það eru þrjú ár síðan endó- metríósuteymið [þverfaglegt teymi innan Landspítalans] var stofnað, það á margt eftir að gerast en litlir sigrar hafa unnist. Við í samtök- unum störfum mjög náið með endómetríósuteyminu og það er okkur mikilvægt,“ segir Kolbrún. „Við finnum fyrir því að þær í teyminu eru mjög tilbúnar að efla og bæta þjónustuna og vilja sækja sér enn meiri þekkingu um sjúkdóm- inn.“ Aðgerð erlendis ekki niðurgreidd en sumum nauðsynleg Kolbrún bendir á að sérfræði- þekking á sjúkdómnum sé takmörk- uð hérlendis og því þyrftu þær kon- ur sem lenda í flóknustu tilfellum sjúkdómsins að geta leitað í aðgerð- ir erlendis. Vandamálið er þó að þær aðgerðir eru ekki niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands. „Síðan er það líka viðhorfið inn- an heilbrigðiskerfisins til kvenna sem veldur því að þær vilja fara ut- an. Ég held að það að þetta sé kvennasjúkdómur sé hluti af því hversu margra konur upplifa það að þær þurfi að leita aðstoðar erlend- is.“ Einkenni sjúkdómsins eru mis- munandi en algengastir eru kvið- verkir fyrir tíðablæðingar og meðan á þeim stendur. Hann er meðhöndl- aður með hormónalyfjum, verkja- lyfjum og aðgerðum ef þess þykir þurfa. Kolbrún segir sjúkdóminn „rosalega flókinn“. „Hann er talinn vera flóknari en krabbamein og að aðgerðirnar séu jafnvel flóknari en aðgerðir á krabbameinssjúklingum.“ Morgunblaðið/Ómar Landspítali Endómetríósuteymi Landspítalans var stofnað fyrir þremur árum og virðist ýmislegt hafa breyst til batnaðar síðan þá. Sárvantar sálfræðing í sjúkdómsteymið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.