Morgunblaðið - 20.07.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
✝ Lára Hafliða-dóttir fæddist
á Garðstöðum við
Ísafjarðardjúp 17.
desember 1930.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
7. júlí 2020.
Hún var dóttir
hjónanna Hafliða
Ólafssonar, f. 1900
á Strandseljum í
Ögursveit, d. 1969, og Líneik-
ar Árnadóttur, f. 1902 á Ísa-
firði, d. 1980. Systkini Láru
voru Halldór, f. 1933, d. 2009,
Guðríður, f. 1934, d. 1956,
Drengur, f. 1936, d. 1936,
Erla, f. 1940, d. 2015, og Ása,
f. 1941, d. 1998.
Lára giftist Sveini H. Brynj-
ólfssyni, f. 1930, d. 1997. Þau
skildu. Börn þeirra eru 1) Kol-
giftur Önnu Hansen Davíðs-
dóttur, f. 1986, börn þeirra
eru sjö. Barnabarnabörn Láru
eru fimm.
Lára ólst upp á Garðstöðum
í Ögursveit til 12 ára aldurs
en þá flutti fjölskyldan yfir í
Ögur í sömu sveit. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Ísafjarðar. Hún
fluttist ung til Reykjavíkur og
vann m.a. hjá Steindórsprenti.
Fyrstu búskaparár sín bjó hún
í Kópavogi. Þegar börnin voru
orðin þrjú, árið 1956, veiktist
hún af lömunarveikinni sem
þá gekk og í kjölfarið voru
börn hennar send í fóstur inn-
an fjölskyldunnar. Þegar hún
hafði náð nokkrum bata árið
1958 fékk hún starf í Félags-
málaráðuneytinu og var deild-
arstjóri þar frá 1978 til starfs-
loka. Þar sá hún m.a. um
úthlutun úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga. Síðasta árið
dvaldi Lára á hjúkrunarheim-
ilinu Droplaugarstöðum.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 20. júlí 2020,
klukkan 13.
brún, f. 1951.
Börn hennar eru
Arnar Hjartarson,
f. 1975, d. 2019,
og Hjördís Isa-
bella Hjörleifs-
dóttir Kvaran, f.
1981. 2) Svanhvít
Matthildur, f.
1955, gift Smára
Tómassyni, f.
1954. Dætur
þeirra eru Vil-
borg, f. 1980, Helena, f. 1987,
sambýlismaður hennar er
Hallgrímur Pálmi Stefánsson,
f. 1987, og Björk, f. 1992. 3)
Brynjólfur Már, f. 1956, d.
2015, giftur Jóhönnu Fjeld-
sted, f. 1953. Sonur þeirra var
Brynjólfur Rafn, f. 1981, d.
2017. Sonur Jóhönnu og
fóstursonur Brynjólfs er
Hjörtur Þór Fjeldsted, f. 1975,
Sögusviðið er við Djúp vest-
ur um miðbik seinustu aldar.
Það var voraldarveröld, árla
sumars, allt iðandi af lífi. Mínir
grönnu unglingsfingur höfðu
þénað sem ljósmóðurlíkn við
sauðburðinn og fengið hlýlegt
kurr og blauta snoppu á vang-
ann í þakklætisskyni.
Við vorum nýkomnir heim í
Ögur eftir að hafa legið úti í
Ögurhólmum. Andarungarnir
voru komnir á stjá, svo að við
máttum hirða dúninn úr hreiðr-
unum, milli þess sem við
svolgruðum í okkur úr hráum
kríueggjum, hver í kapp við
annan. Í staðinn áttum við yfir
höfði okkar grimmilega hefnd
kríunnar, sem er mesti kven-
vargur norðurhvelsins.
„Nonni minn – nennirðu ekki
að skreppa fyrir mig út í haga
og beisla hann Smára. Ég þarf
að bregða mér bæjarleið.“ Ég,
ellefu ára hlaupastrákur, vildi
allt fyrir Láru frænku gera –
hina tvítugu blómarós. Undir-
skilið var að hún ætlaði bara að
skreppa til að hitta vinkonu
sína, hana Rögnu á Laugarbóli.
En ég þóttist vita betur. Við
höfðum orðið varir mannaferða
– símamenn höfðu slegið upp
tjöldum í Strandseljavíkinni.
Einn þeirra hafði vakið athygli
kvenþjóðarinnar fyrir sakir
fríðleika – hann var sunn-
lenskrar ættar og suðrænn að
yfirbragði. Þetta var hann
Sveinn Brynjólfsson – og það
fór ekki fram hjá Láru frænku.
Á næsta Ögurballi fór það ekki
fram hjá neinum, að ástin hafði
náð að blómstra.
Nokkrum árum og þremur
börnum síðar reið áfallið yfir.
Veirufaraldur þess tíma, löm-
unarveikin, réðst til atlögu við
Láru. Um skeið var hún milli
heims og helju. En henni var
ekki fisjað saman, henni Láru.
Að lokum hafði hún betur í
þessari viðureign upp á líf eða
dauða við hinn ósýnilega óvin.
Börnin, Kolbrún og Svanhvít
og hann Brynjólfur Már, voru
tekin í fóstur um skeið hjá afa
og ömmu í móður- og föðurætt.
Árið 1958, þegar Lára hafði
endurheimt sinn andlega styrk,
réðst hún til starfa í félags-
málaráðuneytinu, þar sem hún
ávann sér traust og virðingu á
40 ára starfsferli. Þegar bæjar-
fulltrúinn á Ísafirði og síðar
formaður Alþýðuflokksins –
fyrrum hlaupastrákur í Ögri –
þurfti á traustum upplýsingum
að halda um málefni sveitarfé-
laga, þá var hringt í Láru
frænku. Og það stóð ekki á
svörunum.
Að Láru genginni hafa öll
Ögursystkinin – Halldór, Guð-
ríður, Ragnhildur, Erla og Ása
– safnast til feðra sinna. Þar
með er veröld bernsku minnar,
sem ég deildi með þeim sjö sæl
sumur, orðin veröld sem var.
Ég minnist hennar með
söknuði og trega.
Jón Baldvin
Hannibalsson.
„Er ekki skrítið að eiga
heima hjá afa sínum og
ömmu?“ er spurning sem ég
fékk stundum sem barn þegar
ég lék mér við önnur börn hér í
Vík í Mýrdal. Ég sá ekkert at-
hugavert við það að eiga heima
hjá þeim, þó að ég vissi að ég
ætti foreldra sem ég gæti ekki
verið hjá. Þegar ég var tæplega
tveggja ára haustið 1956 veikt-
ist mamma af lömunarveikinni
frá okkur þremur systkinunum,
og í kjölfarið skildu foreldrar
okkar. Ég var í Reykjavík hjá
góðri frænku fyrstu mánuðina,
en eftir áramót var ákveðið að
ég færi til stjúpafa og föður-
ömmu í Vík og hálfsystkina
pabba, þau og öll föðurfjöl-
skyldan reyndust mér einstak-
lega vel. Frekar þröngt var hjá
þeim, húsið lítið og afi eina fyr-
irvinnan, en þegar ég kom var
allt fært til um einn, bæði rúm
og sæti við eldhúsborðið.
Pabbi sigldi á flutningaskip-
um Eimskips og kom oft austur
þegar hann var í landi. Mamma
vann í félagsmálaráðuneytinu,
og þegar við fórum til Reykja-
víkur fékk ég að vera hjá
henni. Þegar ég varð eldri fór
ég til hennar á sumrin og þótti
mér spennandi að fá að fara til
hennar í Arnarhvol. Hún var
dugleg í þessum heimsóknum
að fara með mig á viðburði eins
og bíó, leikhús og Þjóðminja-
safnið. Við fórum í heimsóknir
til frændfólks okkar og vina
hennar, sem ég lærði að
þekkja. Og ógleymanlegt er
sumarið þegar ég fór með
henni í Ögur í fyrsta skipti.
Þegar ég var þrettán ára
fékk ég inni í Kvennaskólanum
í Reykjavík og bjó hjá mömmu
og Kolbrúnu systur, sem var þá
í Kennaraskólanum. Á þessum
árum kynntist ég því hvað hún
mamma gat verið kjarkmikil og
ákveðin. Hún hafði nokkrum
árum áður fest kaup á íbúð við
Háaleitisbraut og flutti inn í
hana án gólfefna og innréttinga
eins og var algengt á þessum
árum. Smátt og smátt varð
íbúðin að glæsilegu heimili og
áttum við mæðgur góða tíma
saman þessi ár. Brynjólfur
bróðir okkar bjó skammt frá og
var talsverður samgangur á
milli okkar.
Ég flutti svo aftur til Víkur
1974 og stofnaði heimili mitt og
fjölskyldu þar. Mamma bjó ein
upp frá þessu, síðast á Afla-
granda 40. Hún átti erfitt í
seinni tíð með að halda heim-
ilinu sínu eins fínu og hennar
pjatt gerði kröfur um. Ég hef
farið eina helgi í nóvember í
mörg ár og gert fínt fínna hjá
henni, og dætur mínar hafa
haft á orði að ég sé að þrífa
„Vesturbæinn“ þessa helgi í
nóvember undanfarin ár.
Fyrir þremur árum greindist
mamma með krabbamein í ann-
að sinn og fyrir einu ári gat
hún ekki lengur búið ein og
fékk inni á hjúkrunarheimili.
Þar fann hún öryggi, þó að
henni fyndist erfitt að þurfa að-
stoð við flestar sínar þarfir.
Ég er þakklát fyrir að búið
var að opna aftur fyrir heim-
sóknir á Droplaugarstaði, og að
ég gat verið hjá henni þar til
hún kvaddi.
Svanhvít
Sveinsdóttir
(Naní).
Lára
Hafliðadóttir
Þá er amma
Bryndís búin að
kveðja. Það eru
ófáar skemmtilegar
minningar sem
maður tengir við ömmu í Laug-
arási: garðyrkjan, heimagerðu
pítsurnar, 500 krónur fyrir að
ná upphífingu í eldhúsinu, frísk-
andi drykkir á pallinum og
svona mætti lengi telja. Amma
var gestgjafi í heimsklassa og
hélt óteljandi fjölda boða sem
voru auðveldlega konungsfjöl-
skyldum hæfar. En á sama tíma
sá hún líka einstaklega vel um
sína nánustu og má sem dæmi
taka þegar ég fótbrotnaði sem
fimm ára gutti á sleða í brekk-
unni fyrir ofan húsið þeirra. Þá
gisti ég hjá ömmu og afa í viku,
rúmfastur með löppina í gifsi,
og mun ég líklega aldrei lifa við
slíkan munað aftur. Dekrið var
algjörlega í takt við karakter
ömmu enda var hún ekkert
nema ljúfmennskan uppmáluð,
hún hafði einstaklega góða nær-
veru sem smitaðist út til allra í
kringum hana. Ég mun sakna
þín amma mín, ég veit að þú ert
komin á góðan stað og nú getur
afi loksins notið góðs af dekrinu
þínu uppi á himnum.
Þorsteinn Örn.
Ég kynntist Bryndísi fyrir 16
árum þegar við Pétur elsta
barnabarn hennar hófum sam-
búð. Heimsóknirnar á
Laugarásveginn til hennar og
Helga voru ófáar þar sem alltaf
var tekið á móti okkur af ein-
stakri hlýju. Og ekki vantaði
kræsingarnar. Á Laugarás-
veginum höfðu þau hjón búið
sér heimili um miðja síðustu öld
Bryndís
Þorsteinsdóttir
✝ Bryndís Þor-steinsdóttir
fæddist 26. septem-
ber 1923. Hún lést
9. júlí 2020. Útförin
fór fram 17. júlí
2020.
og heimilið bar með
sér sögu þeirra
hjóna, barna þeirra
og barnabarna.
Garðurinn var
griðastaður Bryn-
dísar sem hún
nostraði við frá vori
og fram á haust, og
ósjaldan vorum við
send heim frá
Laugarásveginum
með vönd af fjólu-
bláum blómum sem uxu í garð-
inum.
Árið 2005 eignuðumst við
Pétur svo fyrsta barnið okkar,
hann Gabríel Snæ, og eftir það
kölluðum við hana alltaf ömmu
löngu. Bryndís hafði mikla
ánægju af að passa Gabríel og
nutum við sannarlega góðs af
því hvað hún var hress og öflug
að elta langömmustrákinn sinn
og kubba með honum háhýsi á
stofugólfinu. Yngri börnin okk-
ar, Ægir Logi og Birta Dögg,
áttu svo eftir að njóta sömu
gæðastunda með ömmu löngu.
Bryndís bar sannarlega ekki
með sér að vera á níræðisaldri
þegar hún passaði langömmu-
börnin sín og alltaf var hún boð-
in og búin að aðstoða okkur
Pétur þegar lífið var á yfir-
snúningi.
Elsku Bryndís, takk fyrir
samfylgdina og alla þá hlýju
sem þú barst til mín og alla að-
stoðina í gegnum tíðina.
Hvíl í friði, minningin um þig
lifir.
Íris Dögg Ægisdóttir.
Frænka okkar, Bryndís Þor-
steinsdóttir, er látin 96 ára að
aldri. Hún og móðir okkar,
Bryndís Jónsdóttir, voru systra-
dætur og ólust lengst af upp í
miklu návígi á heimili stórfjöl-
skyldunnar á Laufásvegi 57.
Með þeim frænkum ríkti mik-
ill vinskapur alla tíð. Ekki
minnkaði samgangurinn þegar
þær giftust skólafélögum sem
voru bæði samstúdentar úr MA
og úr verkfræðideild HÍ, þannig
voru áframhaldandi samskipti
tryggð. Eins og þetta væri ekki
nóg til að tryggja vinskap og
fjölskyldubönd, þá byggðu þær
vinkonurnar og frænkurnar hús
með eiginmönnum sínum hlið
við hlið á Laugarásveginum,
Bryndís og Helgi á 63 og for-
eldrar okkar á 61. Maður Bryn-
dísar, Helgi Árnason, lést árið
2009.
Bryndís og Helgi eignuðust
fjögur börn, þau Dagnýju,
Árna, Guðrúnu og Þorstein. Við
börnin vorum á svipuðum aldri
og samgangurinn á milli heim-
ilanna var því mikill og áttum
við systkinin alltaf vísan stað á
63 á okkar uppvaxtarárum.
Bryndís var aldrei iðjulaus,
alltaf létt á fæti og hátt á ní-
ræðisaldri klifraði hún upp í
stiga til að lagfæra eitthvað sem
betur mátti fara að hennar mati
innanhúss eða utan. Hún sinnti
flestum garðyrkjustörfum sjálf
og ef einhver kom og hjálpaði
henni fékk sá vandlega leiðsögn.
Hún var myndarkokkur og átti
gjarnan nýbakað brauð og kök-
ur, hún saumaði flest allt á
börnin á þeirra yngri árum og
prjónaði eins og sannri húsmóð-
ur bar á þeim tíma. Eins lengi
og við systkinin munum drukku
þær frænkur saman morgun-
kaffi klukkan 11 til skiptis á 61
og 63 alla virka daga, gjarnan
með tekexi og heimalöguðu
„ribsgele“. Þetta var heilög
stund.
Þegar fólk nær háum aldri
eins og Bryndís frænka gerði
fylgir heilsufarið því miður ekki
alltaf árunum eftir. Síðustu árin
voru henni erfið og óminnis-
hegrinn tók sinn toll. Börn
hennar reyndust henni vel í
þeim veikindum.
Móðir okkar, Bryndís, kveður
nú kæra frænku og nána vin-
konu í hátt í heila öld. Við
systkinin á 61 vottum börnum
hennar og fjölskyldunni allri
dýpstu samúð og minnumst
Bryndísar frænku með mikilli
hlýju og þakklæti fyrir þann
skerf sem hún lagði til uppeldis
okkar.
Sigríður, Jónas og
Herdís Snæbjörnsbörn.
En hamingjan geymir
þeim gullkransinn
sinn,
sem gengur með
brosið til síðustu stundar
fær síðan kvöldroða á koddann sinn
inn,
kveður þar heiminn í sólskini og
blundar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Morgunsólin stráði geislum á
Hestvatnið þegar hún Emma í
Eyvík kvaddi þetta líf. Það var
táknrænn vottur um virðingu
fyrir lífsstarfi þessarar gæða-
konu. Við Hjörtur fluttum í
Grímsnesið 1972, þá voru
Emma og Reynir á besta aldri
og bjuggu myndarbúi í Eyvík.
Við kynntumst fljótlega í gegn-
um félagslíf sveitarinnar, við
Reynir sungum í kirkjukór og
Emmu hitti ég í kvenfélaginu.
Þau létu sig aldrei vanta og
lögðu drjúga hönd á plóg hvar
sem þörf var í þessu litla sam-
félagi.
Þegar Emma var ung hafði
hún sjálfsagt aðra framtíðarsýn
en sveitabúskap. Henni gekk
afar vel í námi í Laugarvatns-
Emma
Kolbeinsdóttir
✝ Emma Kol-beinsdóttir
fæddist 11. mars
1923. Hún lést 3.
júlí 2020. Útförin
fór fram 17. júlí
2020.
skóla og svo lá
leiðin til Reykja-
víkur þar sem hún
lærði fatasaum. En
örlögin gripu í
taumana þegar
faðir hennar lést af
slysförum og hún
fór heim til að að-
stoða við bústörfin.
Reynir var ráðinn
vetrarmaður, Amor
komst í spilið, þau
giftu sig og tóku við búinu um
vorið. Það var gæfuspor. Þau
hjónin voru samhent og byggðu
upp í Eyvík af stórhug og
dugnaði og nutu ávaxta erfiðis-
ins þegar næsta kynslóð tók við
búrekstrinum. Þau voru
ómetanleg aðstoð við unga fólk-
ið og studdu það dyggilega.
Lífið færði Emmu ýmis
krefjandi verkefni. Jóhannes
afi og Steinunn móðir hennar
nutu umhyggju og aðhlynning-
ar í ellinni og þungbær var
missirinn þegar Steinunn dóttir
þeirra Reynis lést frá tveimur
ungum sonum, 29 ára að aldri,
það risti djúpt.
Nábýlið við barnabörnin lífg-
aði upp á tilveruna og þau
Reynir fóru að ferðast og
stunda félagsstarf eldri borg-
ara. Þau hýstu líka erlenda
ferðamenn og höfðu ánægju af.
Reynir féll frá vorið 2001 en
Emma bjó í Eyvík fram yfir ní-
rætt með góðri aðstoð fjöl-
skyldunnar. Á dvalarheimilinu
stytti hún sér stundir með
hljóðbókum, hún hafði yndi af
tónlist og naut þess þegar
Birgir Hartmannsson og Þórð-
ur félagi hans komu vikulega á
Ljósheima með harmonikkurn-
ar. Í dillandi stemningu tók
hún nokkur dansspor og von-
andi verður þessi upplyfting
endurvakin þar á bæ.
Halldór, sonur okkar Hjart-
ar, var þrjú sumur hjá Sillu og
Tóta í Eyvík og þá styrktust
vinaböndin við þessa góðu
granna. Enn sem fyrr munaði
mikið um verkin hennar
Emmu. Hún stóð vaktina í eld-
húsinu og soltnir strákar
belgdu sig út af kjötsúpu og
kleinum. Ekki munaði um að
bæta nokkrum diskum á stóra
eldhúsborðið og oft áttum við
Emma fróðlegt spjall. Ég lærði
margt um útsjónarsemi við
matargerð, t.d. að sjóða niður
nautakjöt í glerkrukkur til að
grípa til þegar óvænta gesti
bar að garði.
Henni Emmu var svo margt
til lista lagt. Hún var frábær
saumakona, hvort sem voru síð-
kjólar eða mokkajakkar.
Prjónaskapur og útsaumur lék
í höndum hennar og allt heim-
ilið bar vitni um smekkvísi,
snyrtimennsku og gott skipu-
lag. Hún var fróð og minnug,
glæsileg og alltaf vel tilhöfð og
hélt þeirri reisn fram á síðasta
dag.
Við Hjörtur þökkum góð og
gefandi kynni við Emmu og
sendum fjölskyldunni samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
hennar.
Unnur Halldórsdóttir.
Hinn 25. júlí nk. verður minningarathöfn í
Holtskirkju kl. 14 til að minnast okkar
elskulegu móður, tengdamóður og ömmu,
BRYNHILDAR KRISTINSDÓTTUR,
Vöðlum, Önundarfirði,
sem lést 8. apríl sl. Allir eru velkomnir.
Innilegar þakkir flytjum við öllum fyrir
auðsýnda samúð og hlýhug, sérstakar
þakkir færum við starfsfólki á
Hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri fyrir alla
umönnun og hjálpsemi síðustu ár.
Gunnhildur J. Brynjólfsdóttir Þorsteinn Jóhannsson
Arnór Brynjar Þorsteinsson Isak Gustavsson
Jón Ágúst Þorsteinsson Hrefna Valdemarsdóttir
Jóhann Ingi Þorsteinsson Gerður Sigmundsdóttir
Árni G. Brynjólfsson Erna Rún Thorlacius
Jakob E. Jakobsson Sólveig M. Karlsdóttir
Brynjólfur Óli Árnason
Benjamín Bent Árnason Rakel Ósk Rögnudóttir
G.Rakel Brynjólfsdóttir Jón Sigurðsson
Hildur Sólmundsdóttir Emil Ó. Ragnarsson
Agnes Sólmundsdóttir Andri M. Karlsson
Hanna Gerður Jónsdóttir
barnabarnabörn