Morgunblaðið - 20.07.2020, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum
en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að
höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesaminningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
✝ Magnús Brynj-ólfsson fæddist í
Kirkjuhúsi á Eyrar-
bakka 2. mars 1952.
Hann varð bráð-
kvaddur 7. júlí 2020.
Foreldrar hans
voru Brynjólfur
Magnússon, f. 15. júlí
1922, d. 19. janúar
1983, og Ingibjörg
Hjörleifsdóttir, f. 14.
nóvember 1929, d.
27. nóvember 1993. Systkini
Magnúsar eru Hjörleifur, f. 20.
október 1958, Vigdís, f. 20.
desember 1959, og Sigurbergur,
f. 9. mars 1964.
Eiginkona Magnúsar er Edda
Ríkharðsdóttir, f. 2. september
1955. Börn þeirra eru: 1) Kristín,
f. 10. desember 1976. Kærasti
hennar er Vilhjálmur Kristjáns-
son, f. 1. apríl 1972. Kristín á tvo
syni, Magnús Breka Þórðarson, f.
6. maí 1998, og Garðar Orra Ósk-
arsson, f. 30. júní 2013. 2) Brynj-
ar Ingi, f. 1. janúar 1978. Eigin-
kona hans er Bjarnheiður
Böðvarsdóttir, f.
20. maí 1980. Börn
þeirra eru Edda
Ríkey, f. 10. júní
2010, Arnar Bent,
f. 24. febrúar 2012,
og Magnea Kristín,
f. 7. maí 2017. 3)
Brynjólfur, f. 26.
maí 1988.
Magnús ólst upp
í Þorlákshöfn og
bjó þar alla ævi en
dvaldi langdvölum í Flögu og síð-
ar Króki. Hann fór ungur til sjós
og starfaði við sjómennsku og
smíðar þar til hann stofnaði til
eigin atvinnurekstrar. Starfaði
Magnús lengst af við eigin rekst-
ur, bæði við fiskvinnslu og útgerð.
Magnús var víðlesinn og var
honum sagnfræðin einkar hug-
leikin. Margvísleg áhugamál
hafði Magnús og stendur þar
helst upp úr sauðfjárrækt en
henni sinnti hann um árabil í
sveitinni sinni.
Útför Magnúsar fór fram hinn
16. júlí 2020 í kyrrþey.
Hann Brynjólfur heitinn Magn-
ússon mætti óumbeðinn með hjól-
börur sínar og múráhöld í dyra-
gættina hjá okkur unga fólkinu er
af vanefnum höfðum tekist á við
að koma þaki yfir höfuðið í Þor-
lákshöfn árið 1977. Hann lét sig
samfélagið varða og leit á það sem
sína fjölskyldu. Það var hans sjálf-
sagða skylda að „hjálpa krökkun-
um“, eins og hann sagði, við að
byggja upp. Fjölmörgum var rétt
hönd án endurgjalds. Hann inn-
rætti einnig með orðum sínum
margt vel ígrundað er til hjálpar
gæti orðið.
Sonur hans, Magnús, var mót-
aður af þessum ranni og móður
sinnar, Ingibjargar Hjörleifsdótt-
ur, er bæði lögðu fram með atferli
sínu hugsun um að eiga fremur
skyldur en réttindi við samfélag
sitt. Skólabróðir Magnúsar við
Menntaskólann á Laugarvatni
velti mjög vöngum yfir því að
hann hefði ekki lokið námi þar
sem enginn vafi hefði verið um að
þar væri gáfaðasti nemandi skól-
ans. Það var einhver köllun sem
dró hann til sjávar er síðar varð
grunnur að stórhuga uppbygg-
ingu í útgerð til lands og sjávar.
Honum tókst að byggja upp stór-
veldið Suðurvör í Þorlákshöfn,
með félaga sínum Hallgrími Sig-
urðssyni. Auk fiskvinnslu gerðu
þeir um árabil út fjölda báta. Síðar
áttu þeir í félagi, Hjörleifur bróðir
hans, alllanga útgerðarsögu, fyrst
með Bakkafisk á Eyrarbakka og
síðar Humarvinnsluna og Port-
land í Þorlákshöfn.
Þótt kastað hafi éljum og
stundum árað illa í íslenskri út-
gerðarsögu hefur það verið hverju
samfélagi dýrmætast að hafa átt á
að skipa mönnum er með athöfn-
um sínum hafa skapað störf og
tekjugrunn inn í fámenn samfélög.
Þorlákshöfn stendur þar í þakkar-
skuld.
Þannig var það jafnan að
Magnúsi var í blóð borið að vinna
með höndunum, setja sig ekki
skörinni ofar og ganga fyrstur í
verk.
Þær voru dýrmætar sögu-
stundirnar og kersknin í fámenn-
um hópi og það var gagn að því að
hitta á hann til að ræða málefni
samfélags og þjóðar. Hann var
hógvær og ekki maður marg-
mennis en mörgum ráðamannin-
um, sem og öðrum, varð hann að
miklu gagni með meitluðum og vel
ígrunduðum kenningum sínum
um samfélagsmál.
Það er mér afar sárt að sjá á
eftir traustum vini og góðum
dreng en ljúft að finna til þess að
vináttan, er upphaflega varð til við
múrskeiðar og hjálpsemi ætt-
föðurins, hefur enn í dag verið
okkur og börnum okkar samofin
kynslóðanna í milli.
Eddu Ríkharðsdóttur, eigin-
konu Magnúsar, votta ég mína
dýpstu samúð en svo náin voru
þau og elskan þeirra í millum að
útilokað er að minnast þeirra
nema í sama mund.
Elsku Edda og fjölskylda, góð-
ur Guð blessi ykkur öll og minn-
ingu míns látna vinar.
Einar Gíslason.
Einn af kostunum við að búa á
stað eins og Þorlákshöfn er sá að
maður kynnist mönnum vel og
lengi. Kynnist vel eiginleikum
manna, jákvæðum og neikvæðum.
Samborgarar, þeir sem búa á
staðnum, verða hluti af lífi manns.
Þannig man ég eftir Magnúsi
Brynjólfssyni, sem nú hefur kvatt
þetta jarðlíf, frá því að ég tvítugur
unglingurinn horfði á hann tíu ára
polla að leik við B- götuna. For-
eldra hans þekkti ég, sæmdar-
hjónin Brynjólf Magnússon og
Ingibjörgu Hjörleifsdóttur, og
tveimur yngri bræðrum, Hjörleifi
og Sigurbergi, átti ég sömuleiðis
eftir að kynnast vel.
Magnús Brynjólfsson, eða
Maggi Billa, eins og hann var iðu-
lega kallaður, var minnisstæður
persónuleiki og alveg sérstakt ein-
tak af manni. Hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir og var fastur
fyrir í rökræðum. Maður vissi þeg-
ar Maggi vildi koma fjöri í um-
ræðuna, þá setti hann upp sérstak-
an svip, sérstakt bros. Þá var hann
gömul sál frekar en ný sál, virtist
stundum svolítið forn í hugsun,
hélt upp á gömul og góð gildi.
Magnús var harðduglegur
maður, afkastamikill í atvinnulíf-
inu hér við suðurströndina. Þeir
Magnús, Hjörleifur bróðir hans og
Hallgrímur Sigurðsson ráku á
tímabili frystihús á Eyrarbakka
og síðan þeir Magnús og Hjörleif-
ur, ásamt fleirum, um árabil stóra
flatfiskvinnslu og humarvinnslu í
Þorlákshöfn og var mjög myndar-
lega að öllu staðið þar. Við þetta
naut dugnaður Magnúsar sín vel.
Ég minnist margra skemmti-
legra ferða með þeim bræðrum
Magnúsi og Hjörleifi, ferða sem
þeir höfðu forgöngu um, til þess að
verðlauna þá sem lögðu upp hjá
þeim afla. Bræðurnir skiptust á
um fararstjórn ásamt eiginkonum.
Kolaferðir voru þetta kallaðar.
Í þessum ferðum lék Maggi á als
oddi og Edda konan hans. Haft
var á orði að þetta væru skemmti-
legustu ferðir sem farnar hafa
verið og þá er ekkert ofsagt. Allir
minnast þessara ferða með mikilli
ánægju.
Maggi var umfram allt
skemmtilegur maður sem gaman
var að hitta og þekkja. Hann hafði
alltaf eitthvað til málanna að
leggja og kom oft lífi í umræðuna.
Það er sárt að sjá á eftir góðum fé-
laga sem maður hefur þekkt í 58
ár síðan hann var tíu ára polli að
leika sér í drullupollunum í B-göt-
unni en sárastur er vitaskuld
harmur hans ágætu eiginkonu
Eddu Ríkharðsdóttur og barna
þeirra þriggja og barnabarna,
systkina og annarra ættingja. Við
Helga sendum þeim vinarkveðjur
okkar á erfiðum tímum.
Blessuð veri minning Magnús-
ar Brynjólfssonar.
Einar Sigurðsson.
Mig langar að minnast Magnús-
ar frænda míns í nokkrum orðum.
Ég er svo lánsamur að sam-
band stórfjölskyldu minnar hefur
ávallt verið gott, samheldnin sterk
og samgangur mikill. Samveru-
stundirnar voru því margar og
þykir mér vænt um allar þær
stundir sem við áttum saman í
Flögu og Króki þar sem fjölskyld-
an er vön að hittast. Þá sérstak-
lega öll áramótin sem fjölskyldan
eyddi saman og einnig stundir í
kringum kindur þeirra bræðra,
sauðburð, heyskap og réttir.
Ég er sérstaklega þakklátur
fyrir þann tíma sem ég fékk að
eyða með Magnúsi frænda við
smíðar á fjárhúsi í Flögu einn vet-
urinn. Magnús sá um verkið og ég
var handlangari. Ég man nú ekki
mikið eftir smíðinni sjálfri en með-
an á verkinu stóð náði ég að kynn-
ast Magnúsi frænda enn betur.
Hádegishléin eru sérlega minnis-
stæð. Matseldin var ekki flókin,
síld, heimagerð hrossa- eða kinda-
bjúgu eða við nutum þess sem
Edda hafði eldað kvöldinu áður. Að
loknum fréttum lagði maður sig í
tuttugu mínútur í sófanum, ekki
styttra og ekki lengur, andrúms-
loftið afslappað og aldrei neitt
stress.
Ég er viss um að þeir sem
þekktu Magnús frænda eru mér
sammála um hversu góða nærveru
hann hafði, hann var alltaf sam-
kvæmur sjálfum sér og ávallt stutt
í húmorinn. Þar sem Magnús var á
árum áður mikið til sjós á bátum
frá Þorlákshöfn og svo á togaran-
um Jóni Vídalín deildum við sam-
eiginlegri reynslu af sjómennsk-
unni. Sjómennskan og málefni
henni tengd voru því oftar en ekki
rædd og naut ég þess að hlusta á
frásagnir um skemmtilega karakt-
era sem hann hafði róið með og
uppátæki þeim tengd, aðbúnað
þess tíma og sögur um fiskirí.
Magnús var nefnilega góður sögu-
maður og því skemmtilegt á að
hlusta.
Magnús talaði kannski ekki
alltaf mest en valdi orðin vel.
Hann var óhræddur við að segja
skoðun sína eða álit umbúðalaust
þó að hann vissi að viðhorf sitt
mundi ekki endilega falla í kramið
hjá öllum sem við borðið sátu.
Þótti honum ekki leiðinlegt að
koma skoðun sinni á framfæri
með vel hugsuðu og rökstuddu
innleggi í umræðuna, sem sagt var
bæði í gríni og alvöru, oftar en
ekki til þess að kalla fram við-
brögð þeirra sem aðra skoðun
höfðu á málefninu.
Það er erfitt að kveðja þegar
kallið kemur svona snögglega og
þar sem aðstæður í samfélaginu
hafa verið með þeim hætti frá því í
vetur höfðu samverustundirnar
ekki verið margar síðastliðna
mánuði. Sveitin verður tómleg án
þín Magnús, ég á eftir að sakna
samverustundanna, samtalanna
og þá sérstaklega um sjómennsk-
una og þess að geta ekki lengur
stolist í neftóbaksdolluna þína.
Ég geymi minningu um góðan
og kæran frænda í hjarta mér.
Ég kveð með virðingu og sökn-
uði, vertu sæll elsku frændi og
takk fyrir samfylgdina.
Missir Eddu og fjölskyldu er
mikill og votta ég þeim mína
dýpstu og innilegustu samúð.
Brynjólfur Hjörleifsson.
Það var sárt að fá fréttir af því
að Maggi hefði orðið bráðkvaddur.
Við ólumst upp hlið við hlið,
hann á B-götu 1 og ég á B-götu 3.
Við vorum öll árin sessunautar í
skóla og er Bítlarnir komu fram á
sjónarsviðið fórum við að safna
hári, við fengum frið með það
sumarið ’62, en er skólinn var sett-
ur komu skýr skilaboð: „Þið verðið
að láta klippa ykkur!“ Það var
engin undankoma og til að tryggja
það fylgdi mamma okkur. Ég var
á undan í stólinn og skipunin var
„taka vel af honum“. Er Maggi
settist í stólinn gaf mamma rak-
aranum sömu skipun: „Taka vel af
honum“ og bætti síðan við:
„Mamma hans verður örugglega
ánægð með það.“
Að loknu unglingaprófi vorum
við ákveðnir í að fara í landspróf,
til að safna fyrir skólanum fannst
okkur vænlegast að fara á sjóinn.
Okkur gekk illa að fá skipstjóra til
að ráða tvo 15 ára stráka um borð.
Við gengum fyrir nær alla skip-
stjórana í þorpinu en fengum alls
staðar sama svarið: „Nei“ – ekkert
laust pláss. En allt í einu komu
skilaboð frá útgerðarstjóranum
Árna Hermanns: Gísli Kolbeins á
Þorláki II er til í að ráða ykkur
saman upp á einn hlut. Við vorum í
fyrstu sex um borð, en fljótlega
hætti einn. Gísli kallaði okkur
Magga til sín og sagði að við vær-
um orðnir það vel sjóaðir að hann
myndi ekki ráða mann fyrir þann
sem fór og bauð okkur að fara á
heilan hlut. Það var ekki spáð vel
fyrir okkur í byrjun, en leikar fóru
svo að við urðum næsthæstir á
humrinum og eftir þetta sumar
var auðvelt fyrir okkur Magga að
komast í skipsrúm. Við fylgdumst
að í skólagöngu og vorum her-
bergisfélagar, fórum í landspróf á
Núpi og hófum saman nám í
Menntaskólanum á Laugarvatni.
Maggi var góður námsmaður, en á
öðru ári ákvað hann að að venda
sínu kvæði í kross, hætti og fór á
sjóinn. Sjómennska varð hans
vettvangur næstu ár.
Í um aldarfjórðung frá árinu
1980 stofnaði og rak Maggi ásamt
öðrum umsvifamikil útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtæki í Þorlákshöfn
og Eyrarbakka, fyrst Suðurvör
með þeim Hallgrími Sigurðssyni
og Kristjáni Óskarssyni og síðan
Portland og Humarvinnsluna með
Hjörleifi bróður sínum. Þeir
bræður ákváðu að selja fyrirtæki
sín og síðustu ár sín vann Maggi
hjá Lýsi.
Þeir bræður voru einnig sam-
stiga í áhugamálum. Þeir keyptu
ættaróðalið Flögu og komu sér
upp fjárstofni og á næsta bæ,
Króki, var Sigurbergur bróðir
þeirra einnig með kindur. Bræð-
urnir höfðu unun af þessu fjár-
stússi og fór ávallt vel á með þeim.
Maggi var mikill gæfumaður í
einkalífi, þau Edda hófu ung bú-
skap og eignuðust fljótt sitt fyrsta
barn, Kristínu, síðan Brynjar
Inga og nokkru seinna Brynjólf og
hefur þeim öllum vegnað vel.
Það er sárt að geta ekki lengur
átt orðastað við Magga, hann var
vel gefinn, rökfastur og lagði mál-
in vel niður fyrir sér.
Rolling Stones var hans hljóm-
sveit alla tíð. Á æskudögum okkar
á B-götunni ómaði Stones-lagið
„As tears go by – It is the evening
of the day“ - það er komið kvöld
hjá Magga, sólin gekk of skjótt til
viðar, en minningin um góðan
dreng lifir. Blessuð sé minning
vinar míns Magga Billa.
Þorsteinn
Garðarsson.
Magnús
Brynjólfsson