Morgunblaðið - 20.07.2020, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
PHEW.
Flottur lúxus bíll á lægra verði en
jepplingur. 800.000 undir listaverði á
kr. 5.890.000,-
5 ára ábyrgð.
Til sýnis á staðnum í nokkrum
litum.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Þörungaverksmiðjunnar hf. verður haldinn
þriðjudaginn 28. júní 2020 kl. 14.00 á skrif-
stofu félagsins, Karlsey, 380 Reykhólum.
Dagskrá:
Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins
auk þess sem til afgreiðslu verður tillaga um
að veita stjórn félagsins, f. þess hönd, hei-
mild til að kaupa hluti í félaginu sjálfu.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Í dag er sumarhópurinn okkar með viðburði. Kl. 12
byrjum við á að fara í hamborgara í Hagavagninum hjá vestur-
bæjarlauginni og svo eftir hádegi kl. 14.30 er ís og stuð í boði
sumarhópsins. Allir velkomnir! kl. 14 kemur til okkar hláturjóga og
allir velkomnir í þá skemmtilegu tíma.
Árskógar Tæknilæsi Android kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl.
12-16. Tæknilæsi Apple kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.30-13. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir í Félagsstarfið s: 411 2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Blöðin, kaffi og spjall kl. 8.50.
Frjáls í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handa-
vinnuhorn kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir samfélags-
sáttmálanum, þannig höldum við áfram að ná árangri. Allir velkomnir
óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabæ Jónshúsi/ félags- og íþróttastarf: 512 1501. Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur
fer frá Smiðju kl. 13.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-16
útskurður, kl. 11-11.30 Leikfimi Helgu Ben, kl. 13 ganga um hverfið.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl. 8-12. Billjard kl. 8. Listmálun kl. 9.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Tæknilæsi
námskeið kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30.
Stólaleikfimi kl. 13.30.
Korpúlfar Leikifimi með sjúkraþjálfara kl. 9.30 í Borgum og verður
fram í miðjan ágúst, ekkert þátttökugjald, hefst á ný í sept. en þá á
fimmtudögum. Gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borgum og frá
Grafarvogskirkju á sama tíma, ganga við allra hæfi. Morgunleikfimi
útvarpsins kl. 9.45 í Borgum. Þátttökuskráning í sveitaferðirnar liggur
frammi í Borgum og skráning á framhalds tölvunámskeið 28 og 30
júlí.
Seltjarnarnes Kl. 10.30 kaffispjall í króknum á Skólabraut. Kl. 11 leik-
fimi í salnum Skólabraut. Kl. 13.30 ljóðastund og gleði á Skólabraut.
Kl. 18.30 vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness. Hlökkum til að sjá
ykkur.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15 þegar velferðarsvið gefur grænt ljós. Kaffi og
meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu
er: 568 2586.
með
morgun-
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Smá- og raðauglýsingar
✝ Kristjana Guð-munda Jóns-
dóttir fæddist á
Skálanesi í Gufu-
dalssveit, Austur-
Barðastrandasýslu,
27. október 1934.
Hún lést á Land-
spítalanum Hring-
braut 29. júní 2020.
Foreldrar Krist-
jönu voru Jón Ein-
ar Jónsson, bóndi á
Skálanesi, ættaður úr Gufudals-
sveit, f. 9.11. 1900, d. 31.1. 1997,
og Ingibjörg Jónsdóttir, ættuð
af Barðaströnd og úr Arnar-
firði, f. 9.1. 1902, d. 2.3. 1989.
Systkini Kristjönu eru: Jónína
Sigurlína, f. 1925, d. 2012, Hall-
grímur Valgeir, f. 1927, d. 2012,
Aðalheiður Gyða, f. 1933, d.
2011, Erlingur, f. 1936, d. 1937,
Jón Erlingur, f. 1938, Guðný
Jóna, f. 1939, Svanhildur, f.
1942, Hjördís, f. 1945, og Sverr-
ir Finnbogi, f. 1947. Auk þeirra
átti Kristjana tvo uppeldis-
bræður: Víglundur Ólafsson, f.
björg Margrét Magnúsdóttir, f.
1971, og eiga þau 2 dætur.
Eftirlifandi sambýlismaður
Kristjönu er Bjarni Hólm
Bjarnason, f. 1927.
Kristjana ólst upp á Skála-
nesi í Gufudalssveit. Grunn-
skólagangan fór fram í farskóla
sveitarinnar. Síðar sótti hún hin
ýmsu námskeið í hannyrðum og
tónlist. Hún hóf sambúð með
Kristni Bergsveinssyni frá
Gufudal árið 1954. Þar bjuggu
þau og stunduðu búskap til árs-
ins 1989, er þau slitu sam-
vistum. Síðustu ár búskapar-
tíðarinnar vann hún sem
matráður hjá Vegagerðinni og
við fiskvinnslustörf á Patreks-
firði og Suðureyri. Frá Gufudal
flutti hún að Reykhólum og
starfaði þar við umönnunar-
störf á dvalarheimilinu Barma-
hlíð. Árið 1993 flutti hún til
Stykkishólms. Þar vann hún við
skelfisksvinnslu og heimilis-
hjálp. Árið 1999 kynntist hún
sambýlismanni sínum, Bjarna
Hólm Bjarnasyni, og hófu þau
sambúð 2001, að heimili hennar
í Stykkishólmi. Þar bjuggu þau
til ársins 2014, er þau fluttu í
Mosfellsbæ, þar sem hún bjó til
dauðadags.
Útför Kristjönu fór fram frá
Guðríðarkirkju 15. júlí 2020.
1921, d. 1950,
Gunnar Ingvi
Hrólfsson, f. 1944.
Kristjana kvæntist
Kristni Bergsveins-
syni, f. 1927, frá
Gufudal, árið 1961,
þau slitu sam-
vistum 1989. Börn
Kristjönu og Krist-
ins eru: Ingibjörg,
f. 1954, maki Ágúst
Þór Ormsson, f.
1951 og eiga þau 4 börn og 10
barnabörn. 2) Gerða Björk
Kristinsdóttir, f. 1956, maki
Hafliði G. Guðjónsson, f. 1957,
og eiga þau 3 börn og 8 barna-
börn. 3) Bergþóra Lilja, f. 1957,
maki Gunnlaugur Valgeirsson,
f. 1956, og eiga þau eina dóttur
og 2 barnabörn. 4) Jóna Kristín
Kristinsdóttir, f. 1961, og á hún
3 börn og 8 barnabörn 5) Einar
Trausti, f. 1964. Hann á 4 dæt-
ur, 7 stjúpbörn og 6 barnabörn.
Maki Þórunn Ösp Björnsdóttir,
f. 1974. 6) Bergsveinn Elidon
Kristinsson, f. 1971, maki Ingi-
Elsku amma. Nú er komið að
kveðjustund. Mikið vildi ég
óska þess að samverustundirn-
ar gætu orðið fleiri.
Þegar ég hugsa til baka um
allar stundirnar okkar saman
verð ég þér svo glöð og ævin-
lega þakklát.
Það sem stendur hvað mest
upp úr eru minningarnar frá
því ég var hjá þér í Hólminum
yfir sumartímann. Fallegi garð-
urinn þinn, fjöruferðirnar ótelj-
andi, gönguferðirnar út um all-
ar trissur og ekki má gleyma
ferðunum út í Flatey, þar sem
við tíndum meðal annars dún
með Svönu og nutum þess að
vera saman.
Þú kenndir mér að elska og
virða náttúruna, heitin á blóm-
unum og það að fara í göngutúr
og enda svo heima með fulla
vasa af grjóti.
Þú varst listræn og skap-
andi. Teikningarnar þínar sem
þú gerðir handa okkur krökk-
unum af kindunum, hrútunum
og hestunum vöktu ávallt mikla
lukku og stöku sinnum fylgdu
sögur með. Prjóna- og sauma-
skapurinn var þitt yndi alveg
fram á það síðasta og eru mun-
irnir og flíkurnar sem þú galdr-
aðir fram á barnabörnin og
barnabarnabörnin gulls ígildi.
Þegar þú fórst svo að fjölga
ferðunum til Reykjavíkur eftir
að þú kynntist Bjarna gat mað-
ur hitt oftar á þig. Þá sköp-
uðum við þá skemmtilegu hefð
að ég kæmi til þín í kringum
jólin og aðstoðaði þig við að
pakka inn gjöfunum. Skemmti-
legast var þegar þú bauðst mér
með ykkur út í Engey að tína
egg. Veðrið var dásamlegt og
fuglarnir flögruðu í kringum
okkur og sjórinn glitraði í sól-
inni. Í nestispásunni var brauð-
sneið með rúllupylsu, gikkurinn
ég kastaði brauðinu í fuglana
og þú varst nú ekki par hrifin
af því uppátæki hjá stelpunni.
Þegar þú fluttist í Mos-
fellsbæinn fann maður hvað
það gerði þér gott að flytja nær
fólkinu þínu. Það vantaði þó
alltaf garðinn og sveitina en þú
gerðir þitt besta til að aðlagast
nýjum stað. Það sýndi það að
hægt er að taka stelpuna úr
sveitinni en ekki sveitina úr
stelpunni.
Elsku amma sveitastelpa
hvíldu í friði.
Ég veit þú ert komin í fal-
legan garð fullan af blómum,
grösum og búfénaði á beit.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgrímsson)
Guð geymi þig.
Hrönn Hafliðadóttir.
Kristjana Guð-
munda Jónsdóttir
Kær fyrrverandi
samkennari og
samstarfskona okk-
ar, Solveig Thor-
arensen, er nú lát-
in. Hún kenndi frönsku og
þýsku við Menntaskólann í
Kópavogi á árunum 1977-2002
og átti ásamt svo mörgum öðr-
um stóran þátt í að móta skóla-
braginn í MK. Allt frá upphafi
hafa valist margir mjög hæfir
kennarar til starfa við skólann
og þar stóð Solveig svo sann-
arlega framarlega í góðum hópi.
Það var mikill metnaður í kenn-
arahópnum og meðal starfs-
manna skólans sem smitaði út
frá sér í viðhorfum til nemenda.
Í stórum skóla fer ekki hjá því
að persónuleikar starfsfólks
skarist í sumum tilvikum en um
leið verður oft til vinasamband,
hlýja og virðing sem gleymist
ei.
Menntaskólinn í Kópavogi
var settur í fyrsta sinn árið
1973, þá í viðbyggingu við
Kópavogsskóla. Eftir því sem
bæjarfélagið stækkaði og fleiri
nemendur sóttust eftir að
Solveig
Thorarensen
✝ Solveig Thor-arensen fædd-
ist 9. september
1933. Hún lést 24.
júní 2020.
Útförin fór fram
2. júlí 2020.
stunda framhalds-
nám í heimabyggð
var skólinn fluttur
yfir í gamla Víg-
hólaskólann 1983.
Hann efldist ört,
bæði hvað húsa-
kynni og námsval
varðaði, breyttist
úr litlum rúmlega
100 nemenda
bekkjaskóla yfir í
áfangaskóla með á
annað þúsund nemendur. Árið
1996 hófst kennsla í hótel- og
matvælagreinum í nýju og
glæsilegu húsi þar sem að auki
bættust við vel útbúnar
kennslustofur fyrir raungreina-
kennslu.
Solveig kenndi við skólann á
tímum þessarra miklu breyt-
inga og þá ekki síður gagn-
gerrar tölvuvæðingar, sem
reyndi oft töluvert á hinn al-
menna kennara með auknu
álagi. Hún þótti afbragðskenn-
ari, gerði kröfur til nemenda
þannig að þeir lögðu sig fram.
Henni tókst það sem er aðal
kennarans, að vekja áhuga
nemenda fyrir námsgreininni,
sem aftur skapar farveg fyrir
betri vinnubrögð og lærdóm.
Hún þótti réttsýn og báru nem-
endur mikla virðingu fyrir
henni. Eftir henni var tekið á
göngum skólans, hún var tígu-
leg í fasi og fáguð með mildan
og fallegan svip. Solveig var í
raun á undan sinni samtíð varð-
andi heilsurækt, synti á hverj-
um degi og einn dag í viku
hverri var hún á fljótandi fæði,
drakk grænmetis- og ávaxta-
safa. Þau hjónin, Solveig og
Sturla, voru mjög samhent í
áhuga sínum á tónlist, sóttu óp-
erusýningar og tónleika reglu-
lega. Við fylgdumst með
áhyggjum hennar og sorg
vegna Snjólaugar dóttur sinnar,
sem lést langt fyrir aldur fram
árið 2000 og fundum sárt til
með henni.
Í okkar hópi hafa umsagnir
verið á þann veg að hún hafi
verið yndisleg kona, falleg, stór-
glæsileg og stórgáfuð með ein-
staklega ljúfa nærveru. Solveig
vakti hvarvetna eftirtekt fyrir
tignarlega framkomu og fágun.
Hún var hlý og indæl og þau
okkar, sem vorum svo lánsöm
að hitta hana daglega á
kennarastofunni, vinnuherbergi
eða bara á göngum skólans, fór-
um ekki á mis við hlýju hennar
og jákvæðni, áhuga fyrir okkar
hag, hún hafði góð áhrif á um-
hverfi sitt hvar sem hún fór.
Hún spilaði á píanóið og söng
eins og engill við ýmsar sam-
komur í skólanum og eins var
hún í samkvæmum starfsfólks
hrókur alls fagnaðar með þess-
um flottu hæfileikum sínum.
Við minnumst hennar öll með
mikilli virðingu og hlýju og
vottum hennar nánustu ættingj-
um og vinum innilega samúð
okkar.
F.h. fyrrverandi samstarfs-
fólks úr hópi „MK Oldies“,
María Louisa Einarsdóttir.