Morgunblaðið - 20.07.2020, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 2020
Fossinn innra
Í einni af bókum sínum segir
heimspekingurinn Martin Buber frá
rabbínaprestinum Eisik í Kraká í
Póllandi. Hann bjó við sára fátækt.
Þrjár nætur í röð fékk hann þau
fyrirmæli í draumi að leita að fjár-
sjóði undir síkisbrúnni sem lá að
konungs-
höllinni í
Prag. Eisik
þrammaði
því alla leið
til Prag
enda eftir
nokkru að
slægjast.
Kominn á áfangastað þorði Eisik
ekki að hefja leitina því varðmenn
stóðu vörð við brúna. Ítrekaðar til-
raunir hans til leitar vöktu forvitni
yfirmanns varðanna sem spurði Ei-
sik hvaða brölt væri á honum þarna
við brúna. Eisik greindi varðstjór-
anum frá draumnum og fyrirmælum
hans. Varðstjórinn kvað ekkert að
marka drauma. Sjálfur hefði hann til
dæmis einu sinni fengið skilaboð í
draumi um að fara alla leið upp til
Krakár í Póllandi. Þar hefði hann átt
að grafa upp fjársjóð undir ofni í
stofu gyðings nokkurs sem Eisik
hét. Kvaðst varðstjórinn sem betur
fer ekkert mark hafa tekið á því
rugli.
Eisik fór á hinn bóginn beint heim
aftur, gróf upp fjársjóðinn í stofu
sinni og byggði bænahús fyrir pen-
ingana.
Ég er ekki fyrsti göngumaðurinn
sem rifjar upp þessa sögu. Eins og
aðrir hef ég iðulega upplifað að eitt
af því merkilegasta og dýrmætasta
sem hægt er að uppgötva á ferðalög-
um býr í eigin ranni.
Kossfoss
Gamla konan sagði mér að falleg-
asti foss í heimi væri ekki langt frá
veginum, í fjallinu fyrir ofan gamla
félagsheimilið Freyjulund. Hún var
svo ljómandi glöð á svipinn að auð-
fundið var að hún átti sérstaka
minningu tengda þessum fossi. Þeg-
ar ég nokkru síðar stóð neðan við
þennan foss mundi ég eftir orðum
hennar: „Þetta er fossinn minn.“
Sá ég ekki roða í grárri kinn og
heitan glampa í augum undir
þykkum glerjum þegar hún sagði
þetta?
Fossar eru rómantískir og henta
vel til ástarfunda. Niðurinn umlykur
elskendurna sem hjúfra sig undir
hljóðsæng hans.
Fossar í draumum tengjast tilfinn-
ingum og ástina upplifum við oft eins
og foss. Hún hellist yfir okkur og í
henni er fólginn yfirþyrmandi kraft-
ur. Við finnum vanmátt okkar and-
spænis stórum fossum og sama van-
mátt finnur manneskjan oft gagn-
vart ástinni. Ástinni stjórnum við
ekki. Á ástarfundum standa tvær
manneskjur undir fossi tilfinninga.
Brjóst þeirra duna af ólgandi kennd-
um eins og nötrandi jörð við foss.
Ég sá fyrir mér konuna við foss-
inn. Hárið bylgjaðist í sumarblænum
þegar hún gekk upp í gilið af ballinu í
félagsheimilinu. Dillandi harmóniku-
tónlist blandaðist fossniðnum. Við
fossinn beið ungur maður. Þau sett-
ust á stein við fossinn. Drykklanga
stund horfðust þau í augu áður en
þau kysstust þeim kossi sem gerði
fossinn þann fegursta í heimi.
Gljúfrabúar og giljadísir
Bókarkafli | Um árabil
hefur áhugaljósmynd-
arinn Svavar Alfreð
Jónsson, sóknarprestur
á Akureyri, heimsótt
fossa heimahéraðs síns,
Eyjafjarðar. Í bókinni
Gljúfrabúar og giljadís-
ir segir hann frá þess-
um ferðum sínum og
minnir á þau ómetan-
legu lífsgæði sem felast
í því að eiga stutt að
fara út í óspjallaða og
ægifagra náttúruna.
Bókaútgáfan Hólar
gefur bókina út.
Ljósmyndir/Svavar Alfreð Jónsson
Flæði Foss í Reistará á Gálmaströnd, ein fjölmargra ljósmynda af fossum í Eyjafirði sem Svavar Alfreð Jónsson hefur myndað á undanförnum árum.
Haustlitir Ónefndur foss í Vaðlaheiði sem hefur fangað athyglina.
Þrátt fyrir að
bresk stjórnvöld
séu að styrkja
menningarlíf
landsins um 1,57
milljarða punda
til að vega upp á
móti áhrifum
kórónuveiru-
faraldursins, þá
sjá margar menn-
ingarstofnanir
landsins fram á afar erfiða tíma.
Hafa þær flestar verið lokaðar síðan
í mars en sum söfn er þó verið að
opna aftur þessa dagana, með mjög
hertum reglum til smitvarna.
Í The Guardian segir að stjórn-
endur Southbank Centre stærstu
menningarmiðstöðvar landsins, sjái
fram á að þurfa að segja upp allt að
400 starfsmönnum. Safnið hefur
nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda en
tapið er gríðarlegt, gæti numið
meira en fimm milljónum punda á
árinu, nálægt 900 milljónum króna.
Talið er að uppsagnirnar hafi
áhrif á starfsemi allra safnanna í
Southbank Centre en þar eru til
húsa Hayward-galleríið, Royal
Festival Hall, einar átta hljóm-
sveitir, National Poetry Library og
Arts Council-safnið. Viðlíka upp-
sagnir eru víðar í bresku menn-
ingarlífi en Þjóðleikhús Breta þarf
líka að segja upp 400 manns.
Fjöldauppsagnir í breskum stofnunum
Frá Southbank
Centre.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 21. júlí 2020BLAÐ