Morgunblaðið - 10.08.2020, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 2020
✝ María SigríðurÁgústsdóttir
fæddist á Ólafsfirði
20. október 1929.
Var oft kölluð
Didda á Tjörn.
Hún andaðist á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 8. mars
2020.
Foreldrar henn-
ar voru þau Mar-
grét Magnúsdóttir
húsmóðir, f. 10. október 1904,
d. 23. maí 2003, og Ágúst Jóns-
son, bygginga-, húsasmíða- og
húsgagnameistari, f. 22. desem-
ber 1902, d. 22. febrúar 2001.
Systkini eru Magnús, f.
01.09. 1928, Jón Geir, f. 07.08
1935, og Halldóra, f. 22.05
1940.
María giftist þann 3. febrúar
1951 Haraldi S Magnússyni við-
1954. Eiginkona hans er Helga
Sigurðardóttir, fædd 24. des-
ember 1962. Þau eiga tvær
dætur: a. María Sigríður, fædd
1. mars 1991, b. Margrét Lóa,
fædd 18. júní 1993.
María lauk grunnskóla á
Ólafsfirði og stundaði nám við
iðnskólann þar á tímabili en fór
svo í húsmæðraskóla á Laugar-
landi í Eyjafirði og var þar svo
ráðin aðstoðarkennari veturinn
á eftir í matreiðslu og vefnaði.
Þaðan flutti hún til Reykjavík-
ur og starfaði aðallega við mat-
reiðslu fyrstu árin, meðal ann-
ars á Næpunni. María starfaði
lengi við alls konar saumaskap,
var lengi forstöðukona í mjólk-
urbúð og við ýmis versl-
unarstörf. Hún lauk starfsferl-
inum í lok maí 1994 hjá Rarik í
mötuneyti og við þrif. María
átti mjög stóran vinahóp og var
félagi í Oddfellowreglunni í 45
ár í Rbst. nr. 1 Bergþóru.
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 10. ágúst 2020,
klukkan 13 og er athöfnin ein-
ungis fyrir allra nánustu í ljósi
breyttra aðstæðna.
skiptafræðingi, f.
27. október 1928 í
Leirvogstungu í
Mosfellssveit, d. 4.
maí 2019.
Börn þeirra eru
tvö:
Margrét Krist-
rún, fædd 10. júní
1951, búsett í Upp-
sala í Svíþjóð.
Eiginmaður Conny
Larsson fæddur 25.
mars 1952. Þau eiga tvö börn:
a. Anna María, fædd 23. mars
1987. Maki hennar er Philip
Åstmar, fæddur 18. september
1982 og eiga þau dótturina
Eddu Maríu, fædda 17. júní
2018. b. Hannes Axel, fæddur 4.
júní 1989. Unnusta hans er
Aleksandra Obeso Duque, fædd
14. maí 1988.
Ágúst, fæddur 29. september
Elsku mamma. Þú varst mjög
heppin að vera laus við allar
takmarkanir sem fylgja þessum
Covid-19-sjúkdómi, niðurbrjót-
andi einangrun og allar reglur
sem hefðu átt illa við þig. Þú
kvaddir okkur þegar Covid-19-
sjúkdómurinn var farinn á skrið
bæði á Íslandi, í Svíþjóð og um
alla Evrópu og sem betur fer
varstu alveg laus við þennan vá-
gest. Því miður náðum við fjöl-
skyldan ekki að jarðsetja þig áð-
ur en öllu var meira eða minna
lokað milli landa og miklar tak-
markanir komnar í þjóðfélag-
inu.
Þetta hefur verið mér ein-
staklega löng, þung og erfið bið
svo nú er mjög tímabært að þú
verðir jörðuð.
Þú áttir mjög stóran og góð-
an vinahóp og það var alltaf ætl-
unin að hafa kveðjustundina
opna fyrir alla eins og þú hefðir
viljað. En því miður bjóða ekki
aðstæður alveg upp á slíkt núna.
Nú ertu loks komin til pabba
og allra látinna ástvina.
Takk fyrir að þú gafst mér
lífið!
Þín dóttir,
Margrét (Magga).
Loksins, gæti mamma hafa
hugsað núna. Loksins!
Hún saknaði pabba sárt og var
farin að hlakka til að hitta hann.
Mamma hugsaði um pabba á
hans lokametrum lífsins. Það tók
verulega á hana þegar þau
bjuggu enn heima. Opinbera
umönnunin var oftast tímasett
fyrir þá stofnun sem veitti hana
frekar en gömlu hjónin. Mamma
hjálpaði pabba oft að hátta, þótt
það væri erfitt, svo hann væri
ekki kominn í náttfötin áður en
þau borðuðu kvöldmat, svona til
að nefna eitt dæmi sem hentaði
þeim illa en stofnuninni betur.
Það tók á þennan tíma þegar
pabba hrakaði og kerfið studdi
þau lítið að mömmu fannst.
Þau voru mjög vinamörg. All-
ar útilegurnar og ferðirnar út um
allan heim. Hingað og þangað.
Veiða, ganga, skíða, synda eða
bara að flatmaga. Þau tvö ein eða
með vinum. Hún hafði gaman af
þessum stundum. Það tók því
mikið á hana þegar vinir og nán-
ar vinkonur kvöddu og sérstak-
lega á stuttu tímabili var stórt
skarð höggvið í hópinn.
Og dvölin uppi í bústað.
Grænahlíðin gaf þeim góðar
stundir. Að geta krafsað í mold-
ina og farið í sólbað var hennar
yndi. Pabbi fór iðulega í skálda-
ham þar og fékk mamma margar
vísur ortar um sig og til sín.
Þessi vísa kom á óvenjuheitum
sumardegi þegar bæði var of
heitt fyrir sólbað og gróðursetn-
ingar:
Hún sunna nú sveipar okkur
Sólríkum geisla fald.
Samt gallinn á gjöf er nokkur,
Sú gamla flýr inn í tjald.
Og þetta ástarljóð pabba frá
2005 var uppáhald mömmu:
Didda mín ég þakka þér
Þína fylgd um árin.
Ást til þín ég ávallt ber
Yndið mitt með gráu hárin.
Mamma kom stundum með
mér í bíltúr niður í miðbæ að
sækja Helgu í vinnuna. Þá fór-
um við gjarnan vítt og breitt um
bæinn að skoða minnisverða
staði. Ýmist þar sem hún hafði
unnið eða þau búið. Þá komu oft
skemmtilegar frásagnir og
minningarnar lifnuðu við. Þarna
hafði þessi eða hinn búið.
„Þarna var einu sinni mjólkur-
búð.“ Eða „hvert er allt þetta
fólk að fara eiginlega“. Sá frasi
var oft sagður um alla umferð-
ina og líka allt fólkið í bænum.
Allir ferðamennirnir! Maður lif-
andi! Og öll nýju húsin sem voru
að rísa. Við veltum því oft fyrir
okkur hvað kæmu margar hæðir
í viðbót og hvort þetta væri nú
enn eitt hótelið eða bara blokk
sem væri að rísa. Við fylgdumst
vel með þeim byggingarsvæðum
sem við keyrðum fram hjá. Og
rafmagnsbílarnir! Hún gat nú
séð það oftast á púströrunum
hvort bíllinn væri fyrir rafmagn
eða annað. Þetta voru skemmti-
legar hugleiðingar hjá henni.
Mamma var iðulega til í
skyndihugdettur sem við nefnd-
um við hana. T.d. þegar við
skelltum okkur í heimsókn á
Bessastaði í fyrra á Menning-
arnótt, með engum fyrirvara, og
heilsuðum upp á hjónin þar með
myndatökum og handabandi.
Eða þegar við keyrðum Blá-
fjallahringinn, til að njóta nátt-
úrunnar og kyrrðarinnar. Hún
naut stundarinnar þótt söknuð-
urinn kæmi samt nokkuð fljótt
aftur.
Minningarnar um hana flottu
mömmu mína lifa. Alltaf svo fín
og ungleg.
Hér eftir hvíla þau saman í
Garðakirkjugarði þessi ást-
föngnu hjón. Á staðnum sem
þau völdu saman. Didda á Tjörn
og Halli Magg. Með útsýni út á
flóann og fallegt sólarlagið.
Ágúst Haraldsson.
Í dag kveðjum við okkar ynd-
islegu Diddu. Hún var mamma,
amma, langamma, systir, mág-
kona, frænka, vinkona, vinnu-
félagi og í mínu tilfelli tengda-
mamma og að sjálfsögðu Didda
hans Halla en Haraldur eigin-
maður hennar lést á síðasta ári.
Öll eigum við yndislegar minn-
ingar um Diddu og Halla því
hann var sjaldan skammt und-
an. Samrýndari hjón hef ég
sjaldan séð og leiddust þau al-
veg fram á síðasta dag Halla.
Kynni okkar Diddu hófust
fyrir tæpu 31 ári en þá voru þau
Halli nýlega flutt í Æsufellið á
efstu hæð með ægifagurt útsýni
yfir höfuðborgarsvæðið og til
Snæfellsjökuls. Í Æsufelli bjó
Didda þeim fagurt heimili. Þau
voru iðin að bjóða gestum heim
og naut Didda sín að dekka borð
með hinum ýmsa borðbúnaði og
punti hvort heldur var fyrir
kaffiboð eða matarveislur. Feg-
urðin var svo fullkomnuð á jól-
unum þegar hún dekkaði upp
með jólastellinu sem hún málaði
sjálf, bæði fyrir mat og kaffi
ásamt fylgihlutum. Ekki má
gleyma árlegri laufabrauðsgerð
þar sem Didda gerði deigið frá
grunni og hafði rúgmjöl í því. Þá
fyrst fór ég að borða laufabrauð.
Þessu handverki og uppskrift
hefur nú verið komið yfir á
næstu tvær kynslóðir. Já, Didda
var húsmæðraskólagengin, eld-
aði og bakaði, sultaði og saftaði,
tíndi ber og tók slátur. Kjarna-
kona. Hún var meistari í
kransakökugerð.
Didda og Halli áttu til
margra ára sumarbústað ná-
lægt Laugarvatni. Þar undu þau
sér vel og var það alvörusveit.
Ekkert rafmagn og bara kamar!
Þau kunnu sannarlega að njóta
náttúrunnar og lífsins. Dætur
okkar elskuðu að fá að fara í
Grænuhlíð, sveitina hjá ömmu
og afa.
Barnabörnin eru fjögur, tvö á
Íslandi og tvö í Svíþjóð. Barna-
börnin áttu strax hug ömmu og
afa sem fylgdust stolt með þeim
vaxa og dafna og þeirra afrek-
um. Barnabarnabarn er eitt og
náði Didda að vera viðstödd
fysta afmælisdaginn í Stokk-
hólmi í fyrra þá 89 ára ásamt
Ágústi syni sínum.
Didda og Halli ferðuðust mik-
ið, bæði innanlands sem utan og
voru dugleg að halda sambandi
við ættingja og vini. Þau voru
alltaf tilbúin í að þvælast með
okkur hvert sem var og höfðu
alltaf gaman af. Að hendast með
okkur norður í land á mannamót
var lítið mál. Hin síðari ár voru
ísrúntar í miklu uppáhaldi og að
skoða gamla staði sem þau
höfðu búið á og áttu minningar
frá.
Það tók á Diddu þegar heilsu
Halla fór að hraka og útséð var
að hann þyrfti innlögn á hjúkr-
unarheimili. Hún heimsótti
hann daglega með aðstoð
Ágústar þar til hún sjálf fékk
inni sem íbúi á sömu hæð og
Halli á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Nú hefur þessi lífsglaða og fal-
lega kona fengið hvíldina og
getur leitt Halla sinni að nýju
inn í sólarlagið.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku tengdamamma, þín
Helga Sigurðardóttir.
Elsku amma mín. Ég sakna
þín svo mikið. En líklegast ekki
eins mikið og afi hefur saknað
þín undanfarið ár. Ég get rétt
ímyndað mér hvað hann er glað-
ur að vera búinn að fá þig til sín
aftur og ég er handviss um að
hann haldi jafn fast í höndina
þína og hann hefur gert alla
ævi.
Ég veit að þú varst orðin
þreytt svo ég er glöð að þú getir
núna hvílt þig. Ég er samt mjög
þakklát að þú stóðst alltaf við
samningana okkar. Þegar ég
flutti til Bandaríkjanna var ekk-
ert sem hræddi mig nema til-
hugsunin um að missa ykkur afa
á meðan ég var úti. Þess vegna
fengum við þá frábæru hug-
mynd að gera samning. Ég færi
út og þú og afi lofuðuð að reyna
að deyja ekki á meðan. Mörgum
hefði eflaust þótt þetta frekar
ósmekklegur samningur en okk-
ur fannst við alveg ótrúlega
sniðugar. Því var kjörið að gera
fleiri samninga eftir heimkomu,
enda var ég engan veginn til í að
missa ykkur. Því voru gerðir
alls konar misstórir samningar
til viðbótar. Það þurfti að klára
nýjasta teppið, fara og finna til
fleiri steina, halda jól og ára-
mót, skipta út þessum ljótu
gardínum, halda upp á 90 ára af-
mælið, kenna mér að hekla og
margt fleira. Þetta tókst okkur
allt, þótt við hefðum þurft að
rifta þessum eina í sameiningu,
sem við gerðum skellihlæjandi.
Þú veist hverjum.
Ég held ég muni aldrei
gleyma stundinni þegar þú
tókst í höndina á útfararstjór-
anum að lokinni jarðsetningu
afa og horfðir beint í augun á
honum og sagðir „svo sjáumst
við mjög fljótlega“. Ég hef
sjaldan hlegið eins mikið. Aum-
ingja maðurinn vissi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið og vissi ekk-
ert hvað þú varst að tala um.
Hins vegar vissi ég það sam-
stundis enda vorum við búnar
að gera ófáa samninga um þessi
mál.
Það voru ófáar ferðirnar sem
voru farnar í Grænuhlíð. Það
var fátt betra en að vera í sveit-
inni í sæta húsinu sem þú og afi
byggðuð. Eitt af því besta við að
vera í sveitinni var að stelast í
sítrónutesbaukinn þinn og fá
mér smá. Ég er ekki frá því að
yfir árin hafi ég borðað mörg
kíló af sítrónutei beint úr
bauknum. Alltaf þegar ég sé
sítrónute úti í búð hugsa ég til
þín.
Ég gæti skrifað endalaust um
þig, amma mín, enda varstu
stórkostleg kona. Þú hafðir allt-
af tíma fyrir mig og ég held að
enginn muni nokkurn tímann
vera jafn stolt af mér og þú.
Nema kannski afi líka. Þú varst
alltaf svo spennt fyrir öllu sem
ég gerði, sama hversu ómerki-
legt það væri. Ég veit að öll
þau hrós sem þú gafst mér
voru einlæg. Það kom sérstak-
lega í ljós þegar þú reyndir að
kenna mér að hekla. Þú varst
heldur betur ekkert að hrósa
mér þegar ég átti það ekki skil-
ið. Ég man ekki betur en að þú
hafir rakið þennan vesæla
pottalepp minn upp sjö sinnum
áður en þér þótti hann nægi-
lega góður. Það er ekkert grín
að láta fyrrverandi aðstoðar-
kennara Húsmæðraskólans
kenna sér að hekla. Takk fyrir
að vera alltaf til staðar fyrir
mig og vera minn helsti aðdá-
andi í gegnum árin. Mikið er
ég heppin að hafa átt eins góða
ömmu og þig.
Knúsaðu afa frá mér,
Margrét Lóa.
Við vorum systradætur og
bestu vinkonur við Didda.
Ekki datt mér í hug er Didda á
Tjörn kom í afmæli mitt í des-
ember sl. að við ættum ekki
eftir að hittast framar í þessu
jarðlífi. Didda var ákaflega
listræn og fríð kona og enn var
hún með sitt fallega bros þegar
við hittumst síðast. Það var
alltaf gaman að koma á heimili
þeirra Haraldar sem var ákaf-
lega smekklegt.
Didda gekk í barnaskóla,
Unglinga- og iðnskólann í
Ólafsfirði og tvo vetur í Hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði. Í þessari skólagöngu
fylgdumst við að. Svo fórum
við eitt sumar sem ráðskonur
er verið var að byggja Húsa-
bakkaskóla í Svarfaðardal.
Árið sem við urðum tvítugar
fórum við saman sjóleiðis með
Heklunni frá Siglufirði til
Reykjavíkur og vorum þá bún-
ar að fá vinnu þar. Í Reykjavík
hittum við okkar verðandi eig-
inmenn.
Ég bið guð að vera með
börnum Maríu og Haraldar og
fjölskyldum þeirra.
Elsku Didda, ég sakna þín.
Þetta ljóð er eftir móður-
bróður okkar Diddu, Sigur-
stein Magnússon.
Eitt hlýlegt orð,
eitt hýrlegt bros frá þér
er hundrað sinnum betra og meira
virði,
en þó að allir aðrir gæfu mér
öll hin dýrstu heimsins faguryrði.
Kristín María
Hartmansdóttir.
María Sigríður
Ágústsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Bless amma. Ég elska
þig.
Hannes.
Takk fyrir allar sam-
verustundirnar og minn-
ingarnar, elsku amma.
Loksins getið þið afi
dansað aftur saman.
María Sigríður
Ágústsdóttir.
Takk fyrir allt elsku
amma.
Ég sakna þín á hverjum
degi.
Ég elska þig. Alltaf.
Þín
Anna María.
Elsku hjartans gullið okkar, eiginmaður
minn, sonur, tengdasonur, bróðir, faðir
og afi,
SVERRIR ÞÓR EINARSSON
SKARPAAS,
Sverrir Tattoo,
lést á Landspítalanum 26. júlí.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. ágúst
klukkan 13. Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu
„Jarðarför Sverris Tattoo“
Diljá Palmer
Gerd Skarpaas Einarsson Olafina I. Palmer
Einar Stefán Einarsson Stormur Þór Þorvarðarson
systkini, börn og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÁSLAUG ELÍSABET
GUNNSTEINSDÓTTIR
Kópavogstúni 2,
áður Álfhólsvegi 68,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 10. ágúst
klukkan 15.00.
Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir nána vini
og vandamenn en henni verður streymt á Facebook-síðu
Gunnsteins Ólafssonar.
Gunnsteinn Ólafsson Eygló Ingadóttir
Pétur Már Ólafsson Ragnheiður Elfa Þorsteinsd.
Ólafur Jens, Sigurður Karl, Jakob Fjólar
Sindri, Þór og Áslaug Elísabet
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
stjúpmóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR,
lést á Landspítalanum 7. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karl S. Þórðarson
Okkar elskaði
ÞÓRHALLUR HÓLMGEIRSSON
er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk Þórhalls.
Fjölskylda Þórhalls þakkar samúð og
vinarhug.
Kristrún Guðmundsdóttir
Ester Þórhallsdóttir
Svafa Þórhallsdóttir
Oddný Þórhallsdóttir