Morgunblaðið - 31.08.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Fjölskylda
Eiginkona Eyvindar er Elfa Ýr
Gylfadóttir, f. 24.11. 1971, fjölmiðla-
fræðingur og framkvæmdastjóri
fjölmiðlanefndar. Faðir hennar er
Gylfi Aðalsteinsson, f. 5.3. 1950, hag-
fræðingur. Eiginkona hans er
Nanna Kristín Christiansen, f. 26.5.
1950, kennari, þau eru búsett í
Reykjavík. Móðir Elfu er Sigrún
Margrét Proppé, f. 4.2. 1951, sál-
greinir, búsett í Svíþjóð.
Börn Eyvindar og Elfu eru Elísa
Aðalheiður Eyvindsdóttir, f. 25.8.
2002, nemandi við Kvennaskólann í
Reykjavík, og Elías Muni Eyvinds-
son, f. 23.3. 2005, grunnskólanemi.
Bróðir Eyvindar er Þorsteinn
Gunnarsson, f. 7.5. 1967, heila- og
taugaskurðlæknir við Sahlgrenska
sjúkrahúsið í Gautaborg og var
trommuleikari með Stjórninni og
fleiri hljómsveitum.
Foreldrar Eyvindar eru hjónin
Gunnar Björnsson, f. 26.8. 1941,
hagfræðingur, og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir, f. 6.12. 1941, fv. banka-
starfsmaður, þau eru búsett í
Reykjavík.
Eyvindur G.
Gunnarsson
Sigurlilja Sigurðardóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Eyvindur Þórarinsson
hafnsögumaður í
Vestmannaeyjum
Guðfinna Sigurlilja
(Stella) Eyvindsdóttir
húsfreyja í Vestmannaeyjum
Þorsteinn Kr. Þórðarson
stýrimaður, skipstjóri og kennari við
Stýrimannaskólann í Rvík
Aðalheiður Þorsteinsdóttir
bankastarfsmaður í Reykjavík
Gestheiður Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þórður Aðalsteinn Þorsteinsson
skipstjóri í Reykjavík
Elías Eyvindsson
svæfinga- og skurðlæknir í
Bandaríkjunum
Björn Fr. Björnsson tölvunar-
og hagfræðingur, sigurvegari
í Gettu betur 1988
Guðrún Björnsdóttir
fv. bankastarfsm.
í Rvík
Hulda G.
Geirsdóttir
fjölmiðlakona Eygló Þorsteinsdóttir
viðskipta-
fræðingur í KeflavíkElíza Newman
tónlistarkona
Margrét
Hafsteinsdóttir
lögfræðingur
Guðný Vigfúsdóttir
húsfreyja á Hrauntóftum
Þorsteinn Jónsson
bóndi á Hrafntóftum í
Ásahr.,Rang.
Margrét Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Hvolsvelli
Björn Fr. Björnsson
alþm. og sýslumaður í
Rangárvallasýslu, bús. á Hvolsvelli
Guðrún Helga
Guðmundsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Björn Hieronymusson
steinsmiður í Reykjavík
Úr frændgarði Eyvindar G. Gunnarssonar
Gunnar Björnsson
hagfræðingur í Reykjavík
„FÁÐU ÞÉR EINA – ÞETTA ER
HAFRAMJÖL OG INSÚLÍN.”
„SVONA NÚ. KLÁRAÐU NÚ ÞENNAN LISTA,
ÉG SKAL SVO VERA HÓFSTILLTARI Á
NÆSTA ÁRI.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að búa um rúmið
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐ
SYNGUR?
Í ALVÖRU? FYRIRGEFÐU, ÉG GLEYMDI
VIÐ HVERN ÉG ER AÐ TALA
VILTU VITA
HVAÐ MALAR?
HELGA MÍN, ÉG SKAL REYNA AÐ
BYLTA MÉR EKKI OF MIKIÐ Í NÓTT
GOTT AÐ
HEYRA!
JAMM, ÉG VIL EKKI KREMJA
MIÐNÆTURSNARLIÐ MITT!
Ískáldsögu Jóhannesar úr Kötlum„Og björgin klofnuðu“ segir frá
Arnóri, er hann fór af baki á heim-
leiðinni í dálitlum hvammi og fór að
tyggja grænt gras. Þá var það að
hann orti þessa alkunnu vísu:
Ástin mer svo margan hér,
murkar og sker í leynum.
Samt er hún þverust, því er ver,
þegar hún er í meinum.
Síðan stökk hann á bak aftur og
sló í
Á Núpum í Höfðabrekkuheiði var
fyrrum áfangastaður lestamanna.
Þar í grennd höfðu þeir hlaðið sér
beinakerlingu og hélst hún enn við
fram á fyrsta þriðjung 19. aldar.
Þangað er heimfærð þessi baga:
Veri þeir allir velkomner,
sem við mig spjalla í tryggðum,
eg get varla unað mér
ein á fjallabyggðum.
Á 18. öld var beinakerling á
Botnsheiði. Séra Jón á Bægisá var
skrifari hjá Magnúsi amtmanni
Gíslasyni á Leirá (1762-1768). Leið
þeirra til Alþingis lá yfir Botns-
heiði. Það liggur því beint við að
heimfæra hina snotru vísu síra Jóns
til Magnúsar til þessarar kerlingar:
Ef þér, herra, ætlið að prýða elli mína
og mig finna eina í leynum,
yðar vísið burtu sveinum.
Í Blöndu segir, að langmest helgi
hafi verið yfir kerlingunni á Kalda-
dal enda engin kerling blótin eins
og hún alla 19. öld. – „Er hún nokk-
urskonar þjóðkerling, höfuðkerl-
ing, yfirkerling og beinadrottning,
enda er til ógrynni af vísum frá
henni, einkum frá 19. öldinni.“
Síðan eru tilfærðar til sýnis fáein-
ar elstu stökurnar, þar á meðal
þessar:
Sækir að mér sveina val
sem þeir væru óðir,
kúri ég ein á Kaldadal,
komið þið, piltar góðir!
Beinakerlingarvísa Sveins lög-
manns Sölvasonar til Bjarna sýslu-
manns Halldórssonar, nálægt 1750-
1760:
Herra Magnús, hýr hjá mér
hægt og kyrrt í náðum,
ekki er ég verri en Þórunn þér, -
þjónaðu okkur báðum.
Þórunn var kona amtmannsins.
Þorvaldur Thoroddsen fór norð-
ur í Fjörður og segir, að lýsing
Látra-Bjargar sé rétt er hún segir:
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
heyið grænt í görðum,
grös og heilagfiski nýtt,
en þegar vetur að oss fer að sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldarreit;
menn og dýr þá deyja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af beinakerlingum og sveina vali