Morgunblaðið - 31.08.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 2020
AKRÝLSTEINN
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
• Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu
og endalausa möguleika í hönnun
• Sérsmíðum eftir máli
• Margrir litir í boði
60 ára Ragna Jóna er
Hafnfirðingur og býr
þar. Hún vinnur við
símaafgreiðslu hjá
Króki og er í Kvennakór
Hafnarfjarðar.
Maki: Jón Valdimar
Gunnbjörnsson, f.
1957, sundlaugarvörður.
Börn: Guðbjörg Helga, f. 1980, Óskar
Þór, f. 1983, og Nanna Rut, f. 1984.
Stjúpsonur er Hlynur Þorri, f. 1980.
Barnabörnin eru orðin 6.
Foreldrar: Helgi Jónsson, f. 1934, fyrr-
verandi sjómaður, og Nanna Þórðar-
dóttir, f. 1941, húsmóðir. Þau eru búsett í
Hafnarfirði.
Ragna Jóna
Helgadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Að eltast við hamingjuna er örugg-
asta aðferðin til þess að fæla hana í burtu.
Mundu samt að dramb er falli næst og að
ekki eru allir viðhlæjendur vinir.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að skoða hugmyndir ann-
arra með opnum huga og kannaðu vand-
lega, hvort þú getir ekki eitthvað af þeim
lært.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það þýðir ekkert annað en sækja
málin af festu og láta hvergi deigan síga
þótt eitthvað blási í móti. Búðu þig undir
að svarið geti komið á óvart.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ættir að nota daginn til að taka
skref í ástarmálunum. En sérhlífni er líka
mjög slæm svo þú þarft að þræða hinn
gullna meðalveg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er ekki alltaf nóg að tjá tilfinn-
ingarnar í verki. Aðalmálið er að þú sért
sáttur við sjálfan þig. Fylgdu gullnu leið-
inni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fólk nálgast þig og biður þig um að
taka að þér flókin verkefni. Reyndu ekki að
komast hjá því að taka til hendinni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að rannsaka hlutina betur
áður en þú grípur til aðgerða því flas er
ekki til fagnaðar. Láttu málið afskiptalaust
því það leysist af sjálfu sér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Alltaf annað slagið skjóta upp
kollinum mál úr fortíðinni sem þarf að tak-
ast á við. Oft virkar það betur að vera
opinskár og láta tilfinningar sínar í ljós.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú og elskhugi þinn sjáið ekki
alltaf hlutina í réttu ljósi. Stundum skiptir
það ekki öllu máli að hafa rétt fyrir sér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hafirðu áhyggjur af fjármál-
unum skaltu leita til ráðgjafa. Reyndu að
sýna þolinmæði. Aðalatriðið er að segja
ekkert vanhugsað sem þú gætir séð eftir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vinnan göfgar manninn, en það
er fleira sem gefur lífinu gildi. Vinnan
dregur að fjölda fólks sem hangir á hurð-
inni hjá þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Aukinn dugnaður þinn gæti ógnað
núverandi samböndum. Samstarfsfólk er
kannski gagnrýnið eða fjarlægt. En ekki
hafa neinar áhyggjur.
fræðingafélags Íslands um árabil, þar
af sem stjórnarformaður um eins árs
skeið, í stjórn Samkeppniseftirlitsins,
þar af sem stjórnarformaður um eins
ár skeið, áfrýjunarnefnd neytenda-
mála, prófnefnd fasteigna- og skipa-
sala og prófnefnd verðbréfaviðskipta.
Nú um stundir er Eyvindur for-
maður ráðgjafarnefndar fjármálaeft-
irlits Seðlabankans um hæfi stjórn-
armanna fjármálafyrirtækja, vá-
tryggingafélaga og lífeyrissjóða,
formaður viðurlaganefndar Kaup-
hallarinnar og formaður fastanefndar
dómsmálaráðuneytis á sviði happ-
drættismála. Einnig hefur Eyvindur
veitt stjórnvöldum aðstoð við undir-
búning lagasetningar á ýmsum svið-
um fjármunaréttar. „Ég hef verið
töluvert í opinberum trúnaðar-
störfum og það fer vel með fræði-
mennskunni og heldur manni vel inni
í praktískum málum. Eins og með
ráðgjafanefnd Seðlabankans um hæfi
stjórnarmanna sem er inni á mínu
sviði.“
Eyvindur hefur skrifað fjölda
fræðigreina og haldið marga fyrir-
lestra á sviði lögfræði á innlendum og
skylduna, en krakkarnir stunduðu
nám í sænskum og þýskum skóla.“
Eyvindur hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum innan HÍ, m.a. verið
forseti Lagadeildar, setið í stjórn
Lagastofnunar, Endurmenntunar HÍ
og verið stjórnarformaður Happ-
drættis Háskóla Íslands frá 2007. Þá
hefur hann gegnt fjölmörgum stjórn-
ar- og trúnaðarstörfum á umliðnum
árum, m.a. var hann í stjórn Lög-
E
yvindur Grétar Gunn-
arsson fæddist í
Reykjavík 31. ágúst
1970 og ólst upp í Foss-
voginum. „Þar var
mjög gott að alast upp enda ég bý enn
í Fossvoginum. Ég fór síðan yfirleitt
til Vestmannaeyja á sumrin til
ömmu.“
Eyvindur gekk í Fossvogsskóla og
Réttarholtsskóla. Hann varð stúdent
frá MR 1990 en að því búnu var hann
við þýskunám í Albert-Ludwigs-
Universität í Freiburg veturinn 1990-
1991. Hann útskrifaðist með embætt-
ispróf í lögfræði frá Lagadeild Há-
skóla Íslands 1996 og meistarapróf í
lögum (LL.M.) frá Duke University
School of Law í Bandaríkjunum 1998.
„Ég lagði áherslu á fjármunarétt og
fjármálamarkaði í framhaldsnám-
inu.“ Eyvindur lauk réttindum til
málflutnings fyrir héraði 1997 og
Hæstarétti 2006.
Eyvindur starfaði í umhverfis-
ráðuneytinu 1996-1997, sem aðstoð-
armaður dómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur 1998-2000 og í iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytinu um nokk-
urra mánaða skeið árið 2000. Á ár-
unum 2000-2006 var hann sjálfstætt
starfandi lögmaður. Eyvindur var á
árunum 2000-2006 stundakennari og
síðar lektor í hlutastarfi við Laga-
deild HÍ en árið 2007 hóf hann störf
við deildina sem lektor í fullu starfi,
síðar sem dósent og prófessor frá
2013. „Þetta hafa allt verið skemmti-
leg störf sem ég hef unnið við, lög-
mennskan er skemmtileg og svo hef
ég dæmt í nokkrum málum í hæsta-
rétti. En þegar það gafst tækifæri að
kenna uppi í háskóla þá var það ekki
spurning í mínum huga að fara út í
fræðimennskuna.“ Helstu fög Ey-
vindar eru fjármálamarkaðir, kröfu-
réttur og félagaréttur.
Tvívegis hefur Eyvindur dvalið er-
lendis með fjölskyldunni sem gesta-
fræðimaður, fyrst 2009-2010 við
Stokkhólmsháskóla og svo 2016-2017
við Westfälische Wilhelms-
Universität í Münster í Þýskalandi.
„Þetta er eitt af því mörgu sem er
gott fræðimannastörfin í háskóla.
Þarna gefast tækifæri til að prófa
eitthvað nýtt og sömuleiðis fyrir fjöl-
erlendum vettvangi. Þá er hann höf-
undur sex fræðirita, ýmist einn eða
ásamt öðrum (Kröfuréttur I, II og III
ásamt Þorgeiri Örlygssyni og Bene-
dikt Bogasyni, Þinglýsingalög – skýr-
ingarrit (ásamt Þorgeiri Örlygssyni),
Hrunréttur ásamt Ásu Ólafsdóttur
og Stefáni Má Stefánssyni og Dómar
í þinglýsingarmálum 1920-2010. „Við
gáfum bókinni þetta nafn, Hrun-
réttur, vegna þessa að hrunið spann-
aði svo stórt svið, þarna er fjármuna-
rétturinn en líka réttarfar, gjald-
þrotaskipti og sakamál. Þarna vorum
við þrjú með ólíka reynslu og þekk-
ingu og unnum efnið saman í bók sem
hefði verið erfitt fyrir einn sérfræð-
ing að taka saman.“
Helstu áhugamál Eyvindar eru
íþróttaiðkun, lyftingar, skokk, knatt-
spyrna, ferðalög, þjóðfélagsmál. „Ég
æfi mest kraftlyfingar, en skokka
alltaf líka með. Ætli lyftingarnar séu
ekki að meðaltali þrisvar í viku og
skokkið einu sinni í viku. Við fjöl-
skyldan vorum dugleg að ferðast inn-
anlands í sumar, tókum klassískan
hring í kringum landið en skoðuðum
líka fleiri skemmtilega staði.“
Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands – 50 ára
Fjölskyldan Eyvindur, Elísa Aðalheiður, Elías Muni og Elfa Ýr heima í Fossvoginum.
Ákvað að velja fræðimennskuna
Hjónin Elfa Ýr og Eyvindur.
30 ára Eyjólfur er
Reykvíkingur og býr
þar. Hann er
byggingarfræðingur
að mennt og er
verkefnastjóri hjá
Verksýn ehf.
Maki: Jóna Guðrún
Kristinsdóttir, 1991, nemi í landslags-
hönnun.
Synir: Kristinn Nói, f. 2016, og Jón
Gunnar, f. 2019.
Foreldrar: Guðrún Hermannsdóttir, f.
1965, félagsráðgjafi, og Jón Eyjólfs-
son, f. 1964, veitingamaður og húsa-
smíðameistari. Þau eru búsett í Mos-
fellsbæ.
Eyjólfur Edvard
Jónsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Jón Gunnar Eyjólfsson
fæddist 23. ágúst 2019 á Land-
spítalanum í Reykjavík. Hann vó
15 merkur og var 51 cm á lengd.
Foreldrar hans eru Eyjólfur
Edvard Jónsson og Jóna Guðrún
Kristinsdóttir.
Nýr borgari