Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 6
6 BÆJARINS BESTA Forsetakosningarnar, Vestfjarðakjördæmi: Fleiri konur kusu en karlar Fyrsti kjósandinn í forsetakosningunum á ísafirði, Sigfús Valdi- marsson. Um það bil fjórði hver Vest- firðingur neytti ekki atkvæðis- réttar síns í nýafstöðnum for- setakosningum. Á kjörskrá voru 6.722 en 4.960 manns kusu eða 73,25%. Er það nokkuð nálægt landsmeðaltali. Eins og fyrr segir voru greidd í Vestfjarðakjördæmi 4.960 at- kvæði. Þar af voru 864 atkvæði greidd utan kjörfundar. Þessi at- kvæði féllu þannig að Sigrún Þorsteinsdóttir fékk 262 atkvæði eða 5,3% en Vigdís Finnboga- dóttir fékk 4.604 atkvæði eða 92,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 94 eða 1,9%. Björn Teitsson, formaður yfir- kjörstjórnar á Vestfjörðum, sagði í samtali við BB að það sem vekti hvað mesta athygli í niðurstöðum þessara kosninga væri sú staðreynd að konur hefðu verið mun duglegri að mæta á kjörstað en karlar. Á ísafirði greiddu 1.608 at- kvæði sem eru 69,4% kosninga- bærra manna. Ef athugað er hvernig kjörsókn á ísafirði skipt- ist á milli kynja kemur í ljós að aðeins 63,0% ísfirskra karla kusu en 76,1% ísfirskra kvenna. Mestur var munurinn á milli kynja á Hólmavík eða 18,8%. Þar tóku þátt í kosningunum 61.2% karla en 80,0% kvenna. Athyglisvert er hve áhugi kvenna á kosningunum er greini- lega mun meiri en karla. Skoð- um nánar fleiri staði á Vestfjörð- um. í Bolungarvík greiddu 585 atkvæði sem er 74,7% kjörsókn. Skiptingin á milli kynja í Bol- ungarvík er þannig að 68,5% karla kusu þar en 82,0% kvenna, 13,5% munur. 71,7% kjósenda á Suðureyri mætti á kjörstað. Þar skiptist kjósenda- hópurinn þannig á milli kynja að 67,6% karla kusu en 75,4% kvenna, sama sagan þar. Kjörsók á Flateyri var mjög lítil eða aðeins 66,4%. Þar kusu 60,9% karla en 72,2% kvenna. Og á Þingeyri kusu 73,2%, 69,4% karla og 77,6% kvenna. 1005 manns, eða 77,7% kjós- enda á V-Barðastrandasýslu, þ.e. íbúar á Bíldudal, Tálkna- firði, Patreksfirði, og nágrenni, sáu ástæðu til að mæta á kjör- stað. Skiptingin þar á milli kynja var svipuð og annars staðar í kjördæminu, 75,6% karla kusu og 80,2% kvenna. Kjörsókn í kjördæminu var með því besta í Patrekshreppi en þar greiddu atkvæði 79,7%. Björn Teitsson sagði kosning- arnar hafa gengið nokkuð vel fyrir sig. Að vísu stóð aðeins á kjörkassanum úr Flatey á Breiða- firði vegna þess hve hvasst var og því vont í sjó. Kassin kom í land um klukkan 22:00 og var ekið með hann sem leið lá á flug- völlinn í Sauðlauksdal þar sem beið flugvél. Sú vél komst í loftið um eitt leytið um nóttina. Talning gekk nokkuð greið- lega. Var henni alveg lokið laust fyrir klukkan fjögur um nóttina. ísafjörður, Neðstikaupstaður: Þó svo að Sjóminjadeild Byggðasafns Vestfjarða hafi verið form- lega opnuð á Sjómannadaginn er margt sem er ógert. Alltaf er verið að vinna við uppbygginguna í Neðstakaupstað. Um þessar mundir er unnið við að setja upp járnbrautarteina þá sem notaðir voru við að flytja saltfisk alla leið ofan úr Hæstakaupstað og nið- ur í Turnhús. Teinarnir sem nú er verið að setja upp eru þeir sömu og voru notaðir hér áður fyrr. Vitanlega verða þeir ekki lagðir upp í bæ heldur aðeins upp að lóðamörkum safnsins. ísafjörður, útimarkaður: Rekin upp Mikill fjöldi fólks kom saman í miðbæ ísafjarðar, á Silfurtorgi, s.l. föstudag á útimarkaði sem var haldinn í tengslum við ísa- fjarðarhátíðina. Lögreglan áætl- ar að allt að eitt þúsund manns hafi verið á torginu þegar flest var. Mjög gott veður var allan dag- inn, sól og hiti. Seinni part dags dró skyndilega fyrir sólu og heyrðist fólk bölva því að komin væri þoka. Fljótlega áttaði fólk stór augu sig á því að um reyk var að ræða. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að reykjarmökkin lagði frá slökkvistöðinni, eða hér um bil. Á bak við slökkvi- stöðina var áhöfn Arnarness SU á slökkviæfingu hjá slökkviliðs- stjóranum. Það má því segja að ekkert hafi skyggt á góðan föstudag nema reykurinn slökkviliðsstjór- ans.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.