Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 12

Bæjarins besta - 06.07.1988, Qupperneq 12
12 BÆJARINS BESTA Þessi mynd var tekin af kórnum, að loknum tónleikum sem haldnir voru í kaþólskri kirkju í Búdapest, á þjóðhátíðardegi íslendinga. Sunnukórinn í Ungverjalandi Spiluðum vist við toll- verðina á landamærunum Sunnukórinn ísfirski hefur verið starfandi frá því 25. janúar 1934. Eða í rúm 54 ár. Hann er orðinn rótgróinn í bæjarfélag- inu, og tilvist hans í hugum bæj- arbúa, er orðin eins sjálfsögð og fjallanna. Kórinn er í dag skipaður um 50 manns, en stjórnandi er Beata Joó. Þann tíunda júní lagði kórinn upp í tónleikaferð um heimaland Beötu, Ungverjaland. Alls voru með í för um 70 manns, þar af rúmlega fjörutíu kórmeðlimir. Blaðamaður BB mælti sér mót við þrjá þeirra sl. sunnudag, til þess að heyra og skrá ferða- söguna. Frásögn Reynis Inga- sonar, Ingibjargar Valdimars- dóttur, og Ingu Þorláksdóttur, fer hér á eftir. Það var Inga sem tók meðfylgjandi myndir. Lagt af stað Sagan hefst föstudaginn 10. júní, eldsnemma um morguninn, þegar við lögðum af stað með flugvél frá Keflavíkurflugvelli, til Luxemborgar. Þá slóst Mar- grét Bóasdóttir, söngkona í för með okkur. Hún og Anna Ás- laug Ragnarsdóttir, píanóleikari voru með okkur í ferðinni. Anna Áslaug býr úti, þannig að hún kom ekki inn fyrr en seinna. Á flugvellinum urðu einhver vandræði með að fá vegabréfið hennar Beötu stimplað. Hún hefur farið mörgum sinnum þarna í gegn, og alltaf gengið eins og í sögu. í þetta skipti virt- umst við hafa hitt á einhvern skapvondan, því það var óttalegt vesen að fá þetta gert. Það tókst þó, eftir talsvert þras og læti. Frá Lúx lá leiðin til Múnchen, en þar slóst Anna Aslaug í hóp- inn. Það var gist í Múnchen, en morguninn eftir, var keyrt með rútu til Györ, sem er 140 þúsund manna borg, í Ungverjalandi. Spiluð vist á landamærunum Það er svolítil saga að segja frá því, þegar við fórum yfir landamærin. Það var búið að hræða okkur svo mikið á því, hvað allt væri strangt þarna, maður yrði tekinn fastur ef mað- ur ræki upp svo mikið sem eitt púst. Það földu allir myndavél- arnar sínar, ef ske kynni að það mætti ekki taka myndir, og allt eftir þessu. Svo sátu allir grafalvarlegir á svipinn þegar ungur maður kom upp í rútuna. Hann spurði næsta mann um passa, en þá var búið að koma þeim öllum til bílstjór- ans, til að auðvelda fyrir. Maðurinn fór, og stuttu seinna kom hann til baka ásamt Beötu, sem hélt á plastpoka með öllum vegabréfunum. Þá vildi maður- inn fá að sjá alla og bera saman við myndirnar. En þegar búið var að stimpla hjá öllum farþegunum, kom í ljós að bílstjórinn mátti ekki fara yfir. Hann gleymdi að fá stimpl- að fyrir sig inn í Ungverjaland, og var þess vegna ekki með full- komna áritun. Á meðan verið var að redda hans málum, fékk fólkið að fara þarna út, til þess að teygja úr sér

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.