Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.07.1988, Page 17

Bæjarins besta - 06.07.1988, Page 17
BÆJARINS BESTA 17 ísfirskir og Bolvískir gestir á tröppum hótelsins í Djúpavík. boðið í dagsferð til Djúpavíkur sem er við Reykjafjörð á Strönd- um. Þar var fyrr á öldinni mikið og blómlegt atvinnulíf og var rekin þar stór og mikil síldar- verksmiðja. Víkin hefur lengi verið í eyði en fyrir þremur árum var opnað þar Hótel Djúpavík. Hótelið er vel að merkja í húsi sem áður hýsti síldarsöltunar- stúlkur og gekk undir nafninu „Kvennabragginn“. En nú er eins og fyrr segir ver- ið að innleiða túrisma í Djúpa- vík. Ekki er endanlega ákveðið hvernig verður staðið að málun- um en víst er að þangað verða boðnir helgarpakkar. Hægt verður að taka rútu frá Reykjavík eða fljúga frá ísafirði og gista á vistlegu hótelinu. Landslagið og náttúran þarna í kring bjóða upp á skemmtilegar skoðunarferðir, svo sem um Norðurfjörð og Ingólfsfjörð. Þá er laug í Krossnesi. Einnig er mjög skemmtilegt að skoða öll húsin sem standa við víkina og bera gamla tímanum vitni, svo sem síldarverksmiðjan. í Djúpa- vík eru möguleikar á silungs- veiði. Ekið er til Hólmavíkur á sunnudegi. Þaðan er flogið til ísafjarðar og jafnvel boðið upp á útsýnisflug á leiðinni. Fyrir utan það að þarna er um helgarferðir að ræða til Djúpa- víkur opnast ágætur möguleiki til ferðalaga á milli fsafjarðar og Hólmavíkur þó svo að helgar- pakki sé ekki keyptur. Hótelhaldararnir í Djúpavík á tröppum hótelsins. Gestur Halldórsson, forstjóri í Þór, í gömlum glæsivagni Væntanlega erfiður í sölu þessi.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.