Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.07.1988, Page 18

Bæjarins besta - 06.07.1988, Page 18
18 BÆJARINS BESTA Bíldudalur: | ísafjörður, golfmót: Höfnin dýpkuð í sumar Ljónsmót í golfi - ein kona tók þátt - mannlífið í blóma Flosi Magnússon, sveitarstjóri á Bíldudal, segir mannlíf á Bíldudal vera í miklum blóma um þessar mundir. Bíldælingar luku á síðastliðnu sumri við að leggja bundið slit- lag á allar götur bæjarins, m.a.s. var aðalgatan, Dalbrautin, steypt. Gangstéttir eru komnar víða og verður haldið áfram við lagningu þeirra nú í sumar. Pá hefur verið unnið við að leggja kantsteina. í sumar stendur til að höfnin verði dýpkuð og er fjárveiting til þess á fjárlögum sem ætti að duga að mestu fyrir framkvæmd- inni. Það er Dýpkunarfélagið sem vinnur verkið og þegar því verður lokið ætti höfnin að nýt- ast betur. í dag er hún of lítil en eftir að lokið verður við að dýpka hana ætti hún að taka fleiri báta og svigrúm í henni að aukast til muna. HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR Helgarmatseðill 8. TIL 10. JÚLÍ SUPA; Karrylöguð rækjusúpa * k * FORRÉTTUR: Graflaxmeð sinnepssósu ogristuðu brauði * * * FISKRÉTTUR: Pönnusteiktur karfi m/humri í rjómasósu ■k -k -k KJÖTRÉTTIR: Ofnsteikt lambalæri it it it Léttsteiktar nautalundir m/kjörsveppum + + EFTIRRÉTTUR: Ljónsmótið í golfi var haldið um helgina á golfvellinum í Tungudal. Helstu úrslit urðu þau að í unglingaflokki sigraði Jón Ingvi Jóhannsson á 170 höggum, annar varð Auðunn Einarsson á 196 höggum, og þriðji varð Atli Geir Atlason á 224 höggum. í karlaflokki með forgjöf sigr- aði Pétur Hr. Sigurðsson á 133 höggum. Annar varð Viðar Konráðsson á 137 höggum, og þriðji Samúel Einarsson á 139 höggum. Einar Valur Kristjánsson sigr- aði í karlaflokki án forgjafar með 171 höggi. Annar varð Ómar Dagbjartsson frá Golf- klúbbi Bolungarvíkur á 172 höggum, og þriðji Pétur Hr. Sig- urðsson á 173 höggum. Einn keppandi var í kvenna- flokki, Þóra Rósmundsdóttir frá Golfklúbbi Húsavíkur, en ekki tókst að fá upplýsingar um skor hennar. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir að fara sem næst sjöundu holu í höggi. Pau hlaut Arnar Geir Hinriksson. í kvöld, miðvikudagskvöld, hefst meistaramót Golfklúbbs ísafjarðar. Leiknar verða fjór- um sinnum 18 holur, fyrst í kvöld, síðan fimmtudagskvöld, þá föstudagskvöld, og loks á laugardag. Verslunarstarf Okkur vantar mann til afgreiðslu- starfa í verslun okkar. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað fljótlega. Upplýsingar gefur Óskar eða Svan- hvít í síma 3092 og 3792. PÓLLINN

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.