Bæjarins besta - 06.07.1988, Page 19
BÆJARINS BESTA
19
ísafjörður, menning og listir:
Ungverskur stúlknakór
syngur í kvöld
í kvöld, miðvikudagskvöld,
heldur menntaskólakór frá
Szeged í Ungverjalandi tónleika
í sal Grunnskólans á ísafirði.
Kórinn er eingöngu skipaður
stúlkum. Hingað kom hluti kórs-
ins, 26 stúlkur, en fullskipaður
telur hann 70 félaga.
Stjórnandi er Ete Joó, faðir
Beötu Joó stjórnanda Sunnu-
kórsins.
Kórarnir tveir, þ.e. stúlkna-
kórinn og Sunnukórinn, sungu
saman í söngferðalagi Sunnu-
kórsins til Ungverjalands og svo
kann að fara að sama verði uppi
á teningnum í kvöld.
Seinni part mánudags söng
stúlknakórinn á sviði ísafjarðar-
hátíðar við Silfurtorgi fyrir fs-
firðinga. Einhverra hluta vegna
höfðu ekki verið gerðar ráðstaf-
anir til að loka götunni fyrir um-
ferð þannig að oftar en ekki
heyrðist lítið í stúlkunum fyrir
mikilli umferð.
Áheyrendur á Silfurtorgi
gerðu heiðarlega tilraun til þess
að beina umferðinni í það
minnsta niður Silfurgötu en það
er ekki að spyrja að tillitssemi
bílstjóranna, það varð að kom-
ast beina leið áfram og ekkert
múður.
Súðavík:
Ráöa konurnar öllu?
Karlmenn í lykilstöðum í
Súðavík eru að verða í minni-
hluta. Nú er svo komið að konur
eru að ná völdum í bænum ef svo
einhver áhrif á gjörðir þeirra
þannig að ekki er nema von að
spurt sé: Ráða konurnar öllu?
Kórinn söng á sviði Ísafjarðarhátíðar seinni part mánudags.
'm
uV»*o
'i'ji
HJOLBARÐAVERKSTÆÐI
ÍSAFJARÐAR
BÍLALEIGA
NJARÐARSUNDI2 400 ÍSAFJÖRÐUR
JÓNAS BJÖRNSSON
S 94-3501
HEIMA 94-3482
VOLVO GLE
Til sölu er Volvo GLE árgerð 1987. Ekinn rúm-
lega 14.000 km. Sjálfskiptur, vökvastýri, raf-
magns rúðuupphalarar, central læsingar, út-
varp með kassettutæki, álfelgur.
Upplýsingar gefur Gunnar eftir kl. 7 á kvöldin
í síma 3585.
má að orði komast. Sveitarstjóri
í Súðavík var Guðmundur B.
Heiðarsson. Hann hefur nú látið
af störfum. Ekki hefur verið ráð-
inn nýr sveitarstjóri. Hans stöðu
gegnir nú oddviti hreppsnefnd-
ar, sem er kona. í hreppsnefnd
sitja fimm manns, þar af eru
þrjár konur. Póstmeistari Súð-
víkinga er kona og sparisjóðs-
stjórinn er kona.
Því hefur stundum verið hald-
ið fram að Nancy, eiginkona
Ronalds Reagans Bandaríkja-
forseta, hafi mikil áhrif á eigin-
mann sinn sem má vel vera.
Ekki er ólíklegt að eiginkonur
þeirra fáu karlmanna sem eftir
eru í áhrifastöðum í Súðavík hafi
Verkfæri
Útgerðarvörur
Málningarvörur
f~T SKIPASMIÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf.
ULÍL) LAGERS3790