Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1989, Side 2

Bæjarins besta - 04.01.1989, Side 2
2 BÆJARIJNTS BESTA Fjórðungssjúkrahúsið: „Yongóður um að ná samkomulagi — segir yfírlæknir. Sendinefnd á fund ráðherra á morgun Fulltrúar frá landlæknisemb- ættinu og Innkaupastofnun ríkis- ins komu á vegum heilbrigðis- ráðherra til ísafjarðar í gær til að skoða aðstæður í sjúkrahúsun- um tveimur og eiga viðræður við stjórn sjúkrahússins um væntan- lega flutninga. Guðjón Magnús- son aðstoðarlandlæknir var meðal þeirra sem komu vestur. Tilgangur þessarrar heimsóknar var, að sögn Kristins Benedikts- sonar yfirlæknis, sá að kanna hvort ástæða væri fyrir þeim við- horfum starfsfólksins að engin leið sé að byrja starfsemi í nýja húsinu strax. Eftir að fólkið hafði skoðað bæði sjúkrahúsin var haldinn fundur með sjúkrahússtjórninni og yfirlækni á Hótel ísafirði og að sögn Kristins fóru þar fram könnunarviðræður og undirbún- ingur að fundi fulltrúa stjórnar. „Ef tæki á forgangslista verða pöntuð strax samþykkjum við flutn- ing eftir 2Vi - 3 mánuði“ segir yfirlæknir starfsfólks, byggingarnefndar og bæjarstjórnar með heilbrigðis- ráðherra í Reykjavík á fimmtu- dag. „Á þeim fundi vonumst við til að ná samkomulagi við ráðherra um að breyta ráðgerðum inn- flutningsdegi“ sagði Kristinn í samtali við BB. „Ef tæki á for- gangslista verða pöntuð strax er líklegt að við getum samþykkt flutning eftir 2 1/2-3 mánuði, með því skilyrði að þau verði þá komin og við fáum að fylejast með því.“ Aðspurður kvaðst Kristinn vongóður um að ná samkomu- lagi þar sem þessir aðilar sem komu í gær hefðu sýnt mikinn skilning á málstað starfsfólksins. Umferðarslys: Bílvelta á Óshlíð — ökumaður grunaður um ölvun við akstur Um klukkan sjö á mánudags- morguninn veitti lögreglumað- ur, sem leið átti um Oshlíð, því athygli að hjólför lágu út af veg- inum á milli vegskálanna tveggja. Við nánari athugun kom í Ijós að Pajero jeppi var þar í fjörunni og í honum einn Lögreglan: Yitni vantar Lögreglan á ísafirði lýsir eftir vitnum að eftirfarandi ákeyrsl- um en tjónvaldar sinntu ekki þeirri skyldu sinni að tilkynna um óhöppin til réttra aðila. Laugardaginn 17. desember 1988 kl. 17.30 var ekið á bifreið- ina í-493 sem er af gerðinni Ford Cortina, rauð að lit, þar sem hún stóð við Stórholt 15 á ísafirði. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um atburðinn. Mánudaginn 26. desember 1988 um kl. 23.30 var ekið á bif- reiðina í-4323 sem er af gerðinni Chevrolet Monza, blá að lit, þar sem hún stóð við Fjarðarstræti 2 á ísafirði. Þar fór tjónvaldur einnig af vettvangi án þess að til- kynna um atburðinn. Um 50 metrar eru frá veginum niður í fjöru þar sem bifreiðin staðnæmdist. maður. Ekki er vitað hversu lengi maðurinn hafði verið þarna í fjörunni en giskað er á tímann frá kl. 04-05. Ræst var út hjálparlið til að koma manninum á sjúkrahús. Vegna erfiðra aðstæðna þurfti að hífa manninn upp með bíl út- búnum spili. Maðurinn þykir hafa sloppið furðu vel miðað við aðstæður. Hann fótbrotnaði og hlaut minniháttar meiðsl. Bíllinn er talinn ónýtur. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið ölvaður.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.